Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 20. desember 2024 07:31 Með ákvörðun Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og matvælaráðherra, um að afgreiða umsóknir um hvalveiðileyfi fyrr í þessum mánuði var ekki tekin stefnumótandi ákvörðun heldur einungis framfylgt gildandi lögum. Með öðrum orðum var um að ræða ákvörðun í fullu samræmi við það hlutverk starfsstjórna að sinna þeim verkefnum sem þurfi að sinna. Eitt af því er að umsóknir séu afgreiddar af stjórnsýslunni. Mikilvægt er þó að hafa í huga að engum skýrum stjórnskipunarreglum er fyrir að fara sem takmarka valdheimildir ráðherra í starfsstjórn umfram það sem gildir um ráðherra í öðrum ríkisstjórnum. Enn fremur er vert að hafa í huga að hefði ráðherrann ákveðið að bíða með afgreiðsluna þar til ný ríkisstjórn hefði verið mynduð, sem engan veginn var ljóst hvernær yrði, hefði það farið gegn stjórnsýslulögum. Til dæmis segir þannig í 9. grein stjórnsýslulaga nr. 37/1993 um málshraða: „Ákvarðanir í málum skulu teknar svo fljótt sem unnt er.“ Sem fyrr segir var alls óvíst hvenær ný ríkisstjórn tæki við völdum þegar ákvörðunin var tekin og er raunar enn ekki endanlega ljóst. Miðað við forsöguna hefði það getað tekið vikur og jafnvel mánuði. Ljóst er að ákvörðun um að bíða með afgreiðsluna á þeim forsendum gat aldrei samrýmst lögunum. Hefði starfandi ríkisstjórn hins vegar ákveðið að fara ekki að stjórnsýslulögum og bíða með afgreiðslu umsóknanna hefði ný ríkisstjórn alltaf þurft að afgreiða þær á grundvelli þeirra laga sem í gildi voru þegar þær voru sendar inn. Það er að segja núgildandi laga. Ef sett yrðu ný lög eða núgildandi lögum breytt og umsóknirnar síðan afgreiddar á grundvelli þeirra væri ljóslega um afturvirkni að ræða sem er óheimil. Varla getur það talizt ásættanlegt að stjórnvöld geti breytt lögum eftir að umsóknum frá borgurunum hefur verið skilað inn og hafnað þeim síðan á þeim forsendum. Við þær aðstæður hefði sannarlega mátt tala um valdníðslu og gerræðisleg vinnubrögð. Hins vegar verður að teljast afar ólíklegt að þeir sem gagnrýnt hafa afgreiðslu umsóknanna á grundvelli gildandi laga mest hefðu gert nokkra athugasemd við það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Með ákvörðun Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og matvælaráðherra, um að afgreiða umsóknir um hvalveiðileyfi fyrr í þessum mánuði var ekki tekin stefnumótandi ákvörðun heldur einungis framfylgt gildandi lögum. Með öðrum orðum var um að ræða ákvörðun í fullu samræmi við það hlutverk starfsstjórna að sinna þeim verkefnum sem þurfi að sinna. Eitt af því er að umsóknir séu afgreiddar af stjórnsýslunni. Mikilvægt er þó að hafa í huga að engum skýrum stjórnskipunarreglum er fyrir að fara sem takmarka valdheimildir ráðherra í starfsstjórn umfram það sem gildir um ráðherra í öðrum ríkisstjórnum. Enn fremur er vert að hafa í huga að hefði ráðherrann ákveðið að bíða með afgreiðsluna þar til ný ríkisstjórn hefði verið mynduð, sem engan veginn var ljóst hvernær yrði, hefði það farið gegn stjórnsýslulögum. Til dæmis segir þannig í 9. grein stjórnsýslulaga nr. 37/1993 um málshraða: „Ákvarðanir í málum skulu teknar svo fljótt sem unnt er.“ Sem fyrr segir var alls óvíst hvenær ný ríkisstjórn tæki við völdum þegar ákvörðunin var tekin og er raunar enn ekki endanlega ljóst. Miðað við forsöguna hefði það getað tekið vikur og jafnvel mánuði. Ljóst er að ákvörðun um að bíða með afgreiðsluna á þeim forsendum gat aldrei samrýmst lögunum. Hefði starfandi ríkisstjórn hins vegar ákveðið að fara ekki að stjórnsýslulögum og bíða með afgreiðslu umsóknanna hefði ný ríkisstjórn alltaf þurft að afgreiða þær á grundvelli þeirra laga sem í gildi voru þegar þær voru sendar inn. Það er að segja núgildandi laga. Ef sett yrðu ný lög eða núgildandi lögum breytt og umsóknirnar síðan afgreiddar á grundvelli þeirra væri ljóslega um afturvirkni að ræða sem er óheimil. Varla getur það talizt ásættanlegt að stjórnvöld geti breytt lögum eftir að umsóknum frá borgurunum hefur verið skilað inn og hafnað þeim síðan á þeim forsendum. Við þær aðstæður hefði sannarlega mátt tala um valdníðslu og gerræðisleg vinnubrögð. Hins vegar verður að teljast afar ólíklegt að þeir sem gagnrýnt hafa afgreiðslu umsóknanna á grundvelli gildandi laga mest hefðu gert nokkra athugasemd við það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun