Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Tómas Arnar Þorláksson skrifar 20. desember 2024 19:40 Frá vettvangi. AP/Dörthe Hein Bifreið var ekið á hóp fólks sem var samankomið á jólamarkaði í borginni Magdeburg í Þýskalandi klukkan 19.04 í kvöld. Ökumaðurinn var handtekinn á vettvangi. Að minnsta kosti tveir eru látnir og tugir annarra slasaðir. Samkvæmt þýsku fréttastofunni Spiegel var svörtum BMW keyrt á ofsafengnum hraða um 400 metra spöl á tugi gangandi vegfarenda á jólamarkaðnum. Samkvæmt fyrstu fregnum frá vettvangi var talið að einn væri látinn en nú hefur tala látinna risið. Barn er meðal þeirra látnu. Ekki er hægt að útiloka að fleiri hafi látist. Samkvæmt fréttaveitu AFP eru um það bil 60 til 80 manns slasaðir en fimmtán af þeim alvarlega. Matthias Schuppe, talsmaður stjórnvalda í Þýskalandi sagði í tilkynningu að líklegast væri um skipulagða árás að ræða. Myndskeiðið hér fyrir neðan er frá vettvangi og virðist sýna handtöku ökumannsins. Samkvæmt heimildarmanni Spiegel er ökumaðurinn 50 ára frá Sádí Arabíu og sagt er að hann hafi starfað sem læknir í Þýskalandi frá árinu 2006. Maðurinn var einn að verki. Reportedly the footage of the arrest. https://t.co/uVrKGIq5zu pic.twitter.com/brBhSMD19V— Clash Report (@clashreport) December 20, 2024 Jólamarkaðurinn er við ráðhús borgarinnar og er sagt að ökumaðurinn hafi keyrt í beina átt að ráðhúsinu. Myndefni frá vettvangi hafa farið í dreifingu á netinu sem sýnir tugi manna liggja á jörðinni eftir atvikið. Viðbragðsaðilar eru á vettvangi. Biðlað er til fólks að yfirgefa miðborgina. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, sagði í færslu á X að hugur hans væri hjá fórnarlömbum árásarinnar. „Fyrstu fregnir frá Magdeburg fá okkur til að óttast það versta,“ skrifaði hann og þakkaði öllum viðbragðsaðilum fyrir vel unnin störf. Die Meldungen aus Magdeburg lassen Schlimmes erahnen.Meine Gedanken sind bei den Opfern und ihren Angehörigen. Wir stehen an ihrer Seite und an der Seite der Magdeburgerinnen und Magdeburger. Mein Dank gilt den engagierten Rettungskräften in diesen bangen Stunden.— Bundeskanzler Olaf Scholz (@Bundeskanzler) December 20, 2024 Ægir Þór Eysteinsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir í samtali við fréttastofu að enginn Íslendingur hafi haft samband við borgaraþjónustuna og óskað eftir aðstoð eins og stendur. Mikil viðbúnnaður er á vettvangi. Viðbragðsaðilar hlúa að tugi manna.AP/Dörthe Hein Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hljóp á sig Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Samkvæmt þýsku fréttastofunni Spiegel var svörtum BMW keyrt á ofsafengnum hraða um 400 metra spöl á tugi gangandi vegfarenda á jólamarkaðnum. Samkvæmt fyrstu fregnum frá vettvangi var talið að einn væri látinn en nú hefur tala látinna risið. Barn er meðal þeirra látnu. Ekki er hægt að útiloka að fleiri hafi látist. Samkvæmt fréttaveitu AFP eru um það bil 60 til 80 manns slasaðir en fimmtán af þeim alvarlega. Matthias Schuppe, talsmaður stjórnvalda í Þýskalandi sagði í tilkynningu að líklegast væri um skipulagða árás að ræða. Myndskeiðið hér fyrir neðan er frá vettvangi og virðist sýna handtöku ökumannsins. Samkvæmt heimildarmanni Spiegel er ökumaðurinn 50 ára frá Sádí Arabíu og sagt er að hann hafi starfað sem læknir í Þýskalandi frá árinu 2006. Maðurinn var einn að verki. Reportedly the footage of the arrest. https://t.co/uVrKGIq5zu pic.twitter.com/brBhSMD19V— Clash Report (@clashreport) December 20, 2024 Jólamarkaðurinn er við ráðhús borgarinnar og er sagt að ökumaðurinn hafi keyrt í beina átt að ráðhúsinu. Myndefni frá vettvangi hafa farið í dreifingu á netinu sem sýnir tugi manna liggja á jörðinni eftir atvikið. Viðbragðsaðilar eru á vettvangi. Biðlað er til fólks að yfirgefa miðborgina. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, sagði í færslu á X að hugur hans væri hjá fórnarlömbum árásarinnar. „Fyrstu fregnir frá Magdeburg fá okkur til að óttast það versta,“ skrifaði hann og þakkaði öllum viðbragðsaðilum fyrir vel unnin störf. Die Meldungen aus Magdeburg lassen Schlimmes erahnen.Meine Gedanken sind bei den Opfern und ihren Angehörigen. Wir stehen an ihrer Seite und an der Seite der Magdeburgerinnen und Magdeburger. Mein Dank gilt den engagierten Rettungskräften in diesen bangen Stunden.— Bundeskanzler Olaf Scholz (@Bundeskanzler) December 20, 2024 Ægir Þór Eysteinsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir í samtali við fréttastofu að enginn Íslendingur hafi haft samband við borgaraþjónustuna og óskað eftir aðstoð eins og stendur. Mikil viðbúnnaður er á vettvangi. Viðbragðsaðilar hlúa að tugi manna.AP/Dörthe Hein
Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hljóp á sig Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila