„Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 21. desember 2024 12:02 Harpa Brynjarsdóttir og Ómar Ingi Magnússon hafa búið í Magdeburg í þó nokkur ár. Harpa/AP Harpa Brynjarsdóttir, tveggja barna móðir, sem býr ásamt Ómari Inga Magnússyni, byrjunarliðsmanni hjá handboltaliði Magdeburg, skammt frá jólamarkaði borgarinnar segist vera í hálfgerðu áfalli eftir atburði gærkvöldsins enda hafi aldrei hvarflað að henni að slíkt gæti gerst í borginni þeirra. Minnst fjórir eru látnir og 200 særðir eftir að fimmtugur maður frá Sádí Arabíu ók bifreið sinni á hóp fólks á jólamarkaði í Magdeburg í gærkvöld. Harpa sem hefur búið í borginni í þó nokkur ár segir samfélagið vera í áfalli þó að lífið haldi áfram. Skrítið sé að halda upp á jólin eftir svo hryllilegan atburð. Svefnlaus nótt „Þetta var mjög mikið áfall í gærkvöldi og við vöknuðum alveg þannig eftir smá svona svefnlausa nótt. Við búum sem sagt líka miðsvæðis í borginni þannig að við heyrðum allan múgæsingin og lögreglubílanna og þyrlurnar og upplifðum það bara beint út um gluggann.“ Fréttastofa ræddi í gærkvöldi við vini Hörpu og Ómars sem einnig eiga heima í Magdeburg. Rannveig Bjarnadóttir og Gísli Þorgeir Kristjánsson, liðsfélagi Ómars, sögðu tilviljun eina hafa ráðið því að þau fóru ekki á jólamarkaðinn í gærkvöldi. Harpa sé vön að heyra í lögreglubílum á kvöldin en tekur fram að hún hafi áttað sig á alvarleika málsins þegar sex lögreglubílar óku fram hjá heimilinu. „Mínútu seinna var byrjað að hringja í okkur, vinir og vandamenn héðan. Það var farið strax í að athuga hvort að allir væru heima hjá sér eða hvort þeir væru miðsvæðis. Það voru allir að komast í jólafrí þennan dag og mikið af fólki niðri í bæ. Þetta var gjörsamlega hræðilegt.“ Börnin vilji helst alltaf vera á markaðnum Fjölskyldan fari gjarnan saman á jólamarkaðinn á matmálstíma þegar að árásin átti sér stað. Margir liðsfélagar Ómars fái fjölskylduna í heimsókn yfir hátíðirnar og þá sé fyrsta stopp alltaf markaðurinn. „Börnin elska þetta og vilja helst vera þarna alltaf bara. Þannig að það er alveg ótrúlegt að ekki fleriri í liðinu og vinir og vandamenn héðan hafi ekki verið þarna.“ Fáir hafi verið á ferli í morgun sem sé óvenjulegt miðað við árstímann. Fólk í borginni sé í áfalli og skrítið verði að halda upp á jólin. „Manni langar náttúrulega eiginlega beint upp í bíl og fara heim sko. Þannig leið okkur í gær. En við náttúrulega erum með börnin og við erum búin að skipuleggja jólin og munum alveg halda okkar striki en bara með brotið hjarta.“ Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Minnst fjórir eru látnir og 200 særðir eftir að fimmtugur maður frá Sádí Arabíu ók bifreið sinni á hóp fólks á jólamarkaði í Magdeburg í gærkvöld. Harpa sem hefur búið í borginni í þó nokkur ár segir samfélagið vera í áfalli þó að lífið haldi áfram. Skrítið sé að halda upp á jólin eftir svo hryllilegan atburð. Svefnlaus nótt „Þetta var mjög mikið áfall í gærkvöldi og við vöknuðum alveg þannig eftir smá svona svefnlausa nótt. Við búum sem sagt líka miðsvæðis í borginni þannig að við heyrðum allan múgæsingin og lögreglubílanna og þyrlurnar og upplifðum það bara beint út um gluggann.“ Fréttastofa ræddi í gærkvöldi við vini Hörpu og Ómars sem einnig eiga heima í Magdeburg. Rannveig Bjarnadóttir og Gísli Þorgeir Kristjánsson, liðsfélagi Ómars, sögðu tilviljun eina hafa ráðið því að þau fóru ekki á jólamarkaðinn í gærkvöldi. Harpa sé vön að heyra í lögreglubílum á kvöldin en tekur fram að hún hafi áttað sig á alvarleika málsins þegar sex lögreglubílar óku fram hjá heimilinu. „Mínútu seinna var byrjað að hringja í okkur, vinir og vandamenn héðan. Það var farið strax í að athuga hvort að allir væru heima hjá sér eða hvort þeir væru miðsvæðis. Það voru allir að komast í jólafrí þennan dag og mikið af fólki niðri í bæ. Þetta var gjörsamlega hræðilegt.“ Börnin vilji helst alltaf vera á markaðnum Fjölskyldan fari gjarnan saman á jólamarkaðinn á matmálstíma þegar að árásin átti sér stað. Margir liðsfélagar Ómars fái fjölskylduna í heimsókn yfir hátíðirnar og þá sé fyrsta stopp alltaf markaðurinn. „Börnin elska þetta og vilja helst vera þarna alltaf bara. Þannig að það er alveg ótrúlegt að ekki fleriri í liðinu og vinir og vandamenn héðan hafi ekki verið þarna.“ Fáir hafi verið á ferli í morgun sem sé óvenjulegt miðað við árstímann. Fólk í borginni sé í áfalli og skrítið verði að halda upp á jólin. „Manni langar náttúrulega eiginlega beint upp í bíl og fara heim sko. Þannig leið okkur í gær. En við náttúrulega erum með börnin og við erum búin að skipuleggja jólin og munum alveg halda okkar striki en bara með brotið hjarta.“
Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent