Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2024 13:05 Rósa Guðbjartsdóttir hefur gegnt embætti bæjarstjóra Hafnarfjarðar frá árinu 2018. Hún sest á þing á nýju ári. Vísir/Vilhelm Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði og verðandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir dapurlegt að fylgjast með óvæginni orðræðu og dómhörku í kjölfar úttektar Deloitte á Skessunni, knatthúsi FH-inga. Viðræður standa yfir milli Hafnarfjarðarbæjar og FH um að bærinn kaupi knatthúsið af FH. Bærinn ákvað í tengslum við þá ákvörðun að fá Deloitte til að gera úttekt á skiptingu framkvæmdakostnaðar og ráðstöfun fjármuna stjórnar FH við byggingu hússins. Í skýrslunni sem var afhent fjölmiðlum á dögunum kom meðal annars fram að um fjörutíu prósent af byggingarkostnaði við Skessuna hefðu farið í greiðslur til formanns félagsins og fyrirtækja sem bróðir hans er í forsvari fyrir. Þá eru spurningar uppi um hvort að allt að 120-130 milljónir hafi verið réttilega færðar sem hluti af byggingarkostnaðinum. Mikil umræða hefur skapast í kjölfarið á útgáfu skýrslunnar en deilur um uppbyggingu knatthúsa í bænum hafa verið áberandi í áratug. Þær hafa leitt til brottvikningar bæjarfulltrúa auk þess sem forsvarsmenn Hauka og FH hafa skotið föstum skotum hver á aðra í baráttu um stuðning bæjaryfirvalda við uppbyggingu. Fyrrverandi bæjar- og varabæjarfulltrúar í Hafnarfirði skutu föstum skotum á Rósu í gær. Var hún hvött til að fara betur með opinbert fé í störfum sínum sem þingmaður en sem bæjarstjóri í Hafnarfirði. „Sýnum stillingu,“ segir Rósa í færslu á Facebook. „Það er dapurlegt að sjá þá óvægnu orðræðu og dómhörku sem sprottið hefur upp á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum síðustu daga vegna úttektar sem Hafnarfjarðarbær lét gera á skiptingu framkvæmdakostnaðar og ráðstöfun fjármuna stjórnar FH við byggingu á knatthúsinu Skessunni,“ segir Rósa. „Úttektin var gerð til að fá sem gleggsta mynd af kostnaði við framkvæmdina því Hafnarfjarðarbær hefur verið í samningaviðræðum við félagið um kaup á knatthúsinu sem sannarlega er í eigu FH. Óháður endurskoðandi var fenginn í verkið og ýmsar athugasemdir og spurningar komu þar upp um hvernig bókhaldið hefur verið fært á framkvæmdatímanum sem á köflum virðist hafa verið ónákvæmt.“ Blöskrar orðræðan Eftir að úttektin hafi orðið opinber hafi fjölmargir stokkið fram á ritvöllinn og dæmt harkalega þá sem hafi komið að stjórn og uppbyggingu innan FH á tímabilinu. Vísar hún þar til Viðars Halldórssonar, formanns FH, og Jóns Rúnar Halldórssonar bróður hans og fyrrverandi formanns knattspyrnudeildar félagsins. „Virðist sem að algjört skotleyfi sé komið á hlutaðeigandi. Og það áður en þeir hafa lagt fram sínar skýringar, þá einkum gagnvart aðalstjórn félagsins. Aðalstjórn FH ber ábyrgð á framkvæmdinni og þarf að útkljá hvernig fjármunum félagsins var ráðstafað á framkvæmdatímanum. Niðurstaða þess er þó alveg óháð því hverjar lyktir málsins verða varðandi kaup bæjarins á húsinu. Mér blöskrar þessi orðræða; hve mjög það hlakkar í fjölmörgum yfir þessari stöðu og hvernig dómstóll götunnar hefur tekið völdin. Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð! Höfum það hugfast.“ Hafnarfjörður FH Haukar Úttekt á byggingu Skessunnar í Hafnarfirði Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Viðræður standa yfir milli Hafnarfjarðarbæjar og FH um að bærinn kaupi knatthúsið af FH. Bærinn ákvað í tengslum við þá ákvörðun að fá Deloitte til að gera úttekt á skiptingu framkvæmdakostnaðar og ráðstöfun fjármuna stjórnar FH við byggingu hússins. Í skýrslunni sem var afhent fjölmiðlum á dögunum kom meðal annars fram að um fjörutíu prósent af byggingarkostnaði við Skessuna hefðu farið í greiðslur til formanns félagsins og fyrirtækja sem bróðir hans er í forsvari fyrir. Þá eru spurningar uppi um hvort að allt að 120-130 milljónir hafi verið réttilega færðar sem hluti af byggingarkostnaðinum. Mikil umræða hefur skapast í kjölfarið á útgáfu skýrslunnar en deilur um uppbyggingu knatthúsa í bænum hafa verið áberandi í áratug. Þær hafa leitt til brottvikningar bæjarfulltrúa auk þess sem forsvarsmenn Hauka og FH hafa skotið föstum skotum hver á aðra í baráttu um stuðning bæjaryfirvalda við uppbyggingu. Fyrrverandi bæjar- og varabæjarfulltrúar í Hafnarfirði skutu föstum skotum á Rósu í gær. Var hún hvött til að fara betur með opinbert fé í störfum sínum sem þingmaður en sem bæjarstjóri í Hafnarfirði. „Sýnum stillingu,“ segir Rósa í færslu á Facebook. „Það er dapurlegt að sjá þá óvægnu orðræðu og dómhörku sem sprottið hefur upp á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum síðustu daga vegna úttektar sem Hafnarfjarðarbær lét gera á skiptingu framkvæmdakostnaðar og ráðstöfun fjármuna stjórnar FH við byggingu á knatthúsinu Skessunni,“ segir Rósa. „Úttektin var gerð til að fá sem gleggsta mynd af kostnaði við framkvæmdina því Hafnarfjarðarbær hefur verið í samningaviðræðum við félagið um kaup á knatthúsinu sem sannarlega er í eigu FH. Óháður endurskoðandi var fenginn í verkið og ýmsar athugasemdir og spurningar komu þar upp um hvernig bókhaldið hefur verið fært á framkvæmdatímanum sem á köflum virðist hafa verið ónákvæmt.“ Blöskrar orðræðan Eftir að úttektin hafi orðið opinber hafi fjölmargir stokkið fram á ritvöllinn og dæmt harkalega þá sem hafi komið að stjórn og uppbyggingu innan FH á tímabilinu. Vísar hún þar til Viðars Halldórssonar, formanns FH, og Jóns Rúnar Halldórssonar bróður hans og fyrrverandi formanns knattspyrnudeildar félagsins. „Virðist sem að algjört skotleyfi sé komið á hlutaðeigandi. Og það áður en þeir hafa lagt fram sínar skýringar, þá einkum gagnvart aðalstjórn félagsins. Aðalstjórn FH ber ábyrgð á framkvæmdinni og þarf að útkljá hvernig fjármunum félagsins var ráðstafað á framkvæmdatímanum. Niðurstaða þess er þó alveg óháð því hverjar lyktir málsins verða varðandi kaup bæjarins á húsinu. Mér blöskrar þessi orðræða; hve mjög það hlakkar í fjölmörgum yfir þessari stöðu og hvernig dómstóll götunnar hefur tekið völdin. Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð! Höfum það hugfast.“
Hafnarfjörður FH Haukar Úttekt á byggingu Skessunnar í Hafnarfirði Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira