Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. desember 2024 17:25 Villa-menn lentu í slæmum skelli á St. James Park. Stu Forster/Getty Images Aston Villa tapaði 3-0 gegn Newcastle og Jhon Duran var rekinn af velli. Fimm fóru fimm leikir fram síðdegis í ensku úrvalsdeildinni. Aston Villa tapaði 3-0 gegn Newcastle og Jhon Duran var rekinn af velli. Fimm fóru fimm leikir fram síðdegis í ensku úrvalsdeildinni. Aston Villa var í tómum vandræðum á St. James Park. Heimamenn Newcastle voru komnir yfir eftir aðeins eina og hálfa mínútu. Joelinton átti þá gott hlaup upp miðsvæðið, losaði boltann svo til vinstri Anthony Gordon sem skoraði með stórkostlegu hægri fótar skoti fyrir utan teig. Joelinton lagði upp fyrsta og skoraði þriðja markið.Ian MacNicol/Getty Images Þeir héldu áfram að vaða í færum og vont átti eftir að versna fyrir Aston Villa því þeirra helsta sóknarógn, Jhon Duran, var rekinn af velli eftir rétt rúman hálftíma fyrir að stíga viljandi á varnarmanninn Fabian Schar. Jhon Duran steig á Fabian Schar og fékk rautt spjald.Ian MacNicol/Getty Images Newcastle var algjörlega með yfirhöndina en tvöfaldaði ekki forystuna fyrr en í seinni hálfleik. Bruno Guimares gaf góða sendingu inn fyrir vörnina á Jacob Murphy og hann lagði til hliðar á Alexander Isak sem kláraði auðvelt færi. Joelinton átti svo eftir að bæta marki við áður en yfir stóð. Einhliða leiknum lauk með 3-0 sigri Newcastle, sem kom sér upp í fimmta sæti deildarinnar. Aston Villa er aðeins einu stigi á eftir en í níunda sæti. Lesa má um aðra leiki sem fóru fram síðdegis: Chelsea og Fulham hér og Nott. Forest og Tottenham hér, sem og hádegisleik Manchester City og Everton hér. Southampton tapaði á móti West Ham í mjög fjörugum leik sem sá sex skot á markið í fyrri hálfleik en ekkert mark. Seinni hálfleikur hafði hins vegar farið rólega af stað og ekki séð eitt einasta skot þegar ísinn var brotinn af Jarrod Bowen á 59. mínútu. Markið kom upp úr hornspyrnu og eftir smá skallatennis í teignum datt boltinn fyrir Bowen sem potaði honum yfir línuna. Lokaniðurstaðan 0-1, stigin þrjú komu West Ham upp í þrettánda sæti. Fleiri mörk litu hins vegar ekki dagsins ljós í og tap varð niðurstaðan í fyrsta leik botnliðsins Southampton undir stjórn króatans Ivan Juric. Bournemouth og Crystal Palace mættust einnig síðdegis og gerðu markalaust jafntefli sín á milli. Fyrri hálfleikur fór frekar rólega af stað en eftir rúmar tuttugu mínútur tóku liðin við sér og fóru að ógna. Heimamenn sköpuðu sér örlítið hættulegri færi en hvorugt lið kom marki að. Isamaila Sarr hélt að hann hefði unnið leikinn í seinni hálfleik fyrir Crystal Palace, en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Hann bjargaði svo á eigin marklínu skömmu síðar. Bournemouth er í sjötta sæti og tók aftur einu stigi fram úr Manchester City. West Ham er í þrettánda sæti með 23 stig. Enski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjá meira
Aston Villa tapaði 3-0 gegn Newcastle og Jhon Duran var rekinn af velli. Fimm fóru fimm leikir fram síðdegis í ensku úrvalsdeildinni. Aston Villa var í tómum vandræðum á St. James Park. Heimamenn Newcastle voru komnir yfir eftir aðeins eina og hálfa mínútu. Joelinton átti þá gott hlaup upp miðsvæðið, losaði boltann svo til vinstri Anthony Gordon sem skoraði með stórkostlegu hægri fótar skoti fyrir utan teig. Joelinton lagði upp fyrsta og skoraði þriðja markið.Ian MacNicol/Getty Images Þeir héldu áfram að vaða í færum og vont átti eftir að versna fyrir Aston Villa því þeirra helsta sóknarógn, Jhon Duran, var rekinn af velli eftir rétt rúman hálftíma fyrir að stíga viljandi á varnarmanninn Fabian Schar. Jhon Duran steig á Fabian Schar og fékk rautt spjald.Ian MacNicol/Getty Images Newcastle var algjörlega með yfirhöndina en tvöfaldaði ekki forystuna fyrr en í seinni hálfleik. Bruno Guimares gaf góða sendingu inn fyrir vörnina á Jacob Murphy og hann lagði til hliðar á Alexander Isak sem kláraði auðvelt færi. Joelinton átti svo eftir að bæta marki við áður en yfir stóð. Einhliða leiknum lauk með 3-0 sigri Newcastle, sem kom sér upp í fimmta sæti deildarinnar. Aston Villa er aðeins einu stigi á eftir en í níunda sæti. Lesa má um aðra leiki sem fóru fram síðdegis: Chelsea og Fulham hér og Nott. Forest og Tottenham hér, sem og hádegisleik Manchester City og Everton hér. Southampton tapaði á móti West Ham í mjög fjörugum leik sem sá sex skot á markið í fyrri hálfleik en ekkert mark. Seinni hálfleikur hafði hins vegar farið rólega af stað og ekki séð eitt einasta skot þegar ísinn var brotinn af Jarrod Bowen á 59. mínútu. Markið kom upp úr hornspyrnu og eftir smá skallatennis í teignum datt boltinn fyrir Bowen sem potaði honum yfir línuna. Lokaniðurstaðan 0-1, stigin þrjú komu West Ham upp í þrettánda sæti. Fleiri mörk litu hins vegar ekki dagsins ljós í og tap varð niðurstaðan í fyrsta leik botnliðsins Southampton undir stjórn króatans Ivan Juric. Bournemouth og Crystal Palace mættust einnig síðdegis og gerðu markalaust jafntefli sín á milli. Fyrri hálfleikur fór frekar rólega af stað en eftir rúmar tuttugu mínútur tóku liðin við sér og fóru að ógna. Heimamenn sköpuðu sér örlítið hættulegri færi en hvorugt lið kom marki að. Isamaila Sarr hélt að hann hefði unnið leikinn í seinni hálfleik fyrir Crystal Palace, en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Hann bjargaði svo á eigin marklínu skömmu síðar. Bournemouth er í sjötta sæti og tók aftur einu stigi fram úr Manchester City. West Ham er í þrettánda sæti með 23 stig.
Enski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjá meira