Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Lovísa Arnardóttir skrifar 27. desember 2024 08:17 Siggi stormur segir það umhugsunarefni hvort það sé réttlætanlegt að sprengja svo marga flugelda þegar loftgæði verða svo slæm. Vísir/Vilhelm Sigurður Þ. Ragnarsson sem betur er þekktur sem Siggi stormur segir veðrið um jólin að mestu hafa gengið eftir. „Þetta var bara skítaveður,“ sagði Sigurður í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir spár benda til þess að veðrið verði fínt um áramót. Það verði stilla á nær öllu landinu en að henni muni fylgja slæm loftgæði þegar fólk byrjar að sprengja flugelda. Hann segir almennt veðurspár miklu áreiðanlegri en áður. Sem dæmi segir hann dag þrjú nú jafn áreiðanlegan og næsti dagur var árið 1980. Það séu miklar framfarir í veðurfræðum. Hann segir stærstu tíðindin að reiknipunktarnir fyrir veðrið eru orðnir svo þéttir að það sé ólíklegra að veðurfræðingi missi af einhverju veðri. Þegar hann byrjaði hafi verið um 35 kílómetrar á milli en það sé styttra á milli núna. Sigurður segir óstöðuga loftið sem við erum að glíma við núna sé vegna til dæmis meiri sjávarhita. Það séu meiri skúrir sem fylgja meiri sjávarhita. Hann ítrekar að veðurspá er meira en bara eitt. Það er vindhraði, úrkoma, vindstefna, úrkomutegund, skýjafar, hitastig og tegund úrkomu. „Ein veðurspá byggir á sjö átta þáttum,“ segir hann og að það sé ósanngjarnt þegar einhver segi að spáin hafi farið í vaskinn þegar kannski eitt atriðið fer í vaskinn. „Þetta verða áframhaldandi leiðindi í dag,“ segir hann og að það eigi að kólna og því él á Suður- og Vesturlandi í dag. Lægð á leið á morgun Hann segir lægð á leið yfir Faxaflóa á morgun en um hádegisbil taki hún á rás og þvælist austur yfir land. Þá verði norðanátt á Suður- og Vesturlandi en lægðin verði þá fyrir norðan. Það verður því bjartviðri á morgun og svipað veður fram á gamlársdag. „Á gamlársdagsmorgun er útlit fyrir að það verði lítil lægð suður af landinu sem aftur þýðir það að þegar við vöknum á gamlársdag þá verði einhver ofankoma, rigning eða skýrir, en það gengur mjög hratt yfir og endar þannig að það verður komið hægviðri þegar líður á gamlársdag og príma veður en ískalt,“ segir hann og að hann eigi von á því að hitastig fari niður fyrir 20 stig einhvers staðar á landinu. Viðrar vel fyrir sprengingar en ekki fyrir viðkvæma í öndunarfærum Hann segir að það muni þannig viðra vel fyrir sprengingar en að það verði á sama tíma mikið svifryk því það verði ekki mikill vindur. Það verði því slæmt veður fyrir þau sem eru viðkvæm í lungum og öndunarfærum. Á Austfjörðum veðri strekkingur og því verði svifrykið ekki það sama þar. Sigurður segist svo bíða spenntur fyrir gögnum um loftgæði á gamlársdag og segir alveg mega velta því fram hvort það sé réttlætanlegt að skjóta upp svo miklum flugeldum þegar loftgæði verða svo slæm. Nýtt ár byrji svo á frostkafla. Veður Áramót Bítið Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Skýjað og dálítil él Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Dálítil rigning eða slydda en lengst af þurrt sunnantil Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu Gul viðvörun á Austfjörðum Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Sjá meira
Hann segir almennt veðurspár miklu áreiðanlegri en áður. Sem dæmi segir hann dag þrjú nú jafn áreiðanlegan og næsti dagur var árið 1980. Það séu miklar framfarir í veðurfræðum. Hann segir stærstu tíðindin að reiknipunktarnir fyrir veðrið eru orðnir svo þéttir að það sé ólíklegra að veðurfræðingi missi af einhverju veðri. Þegar hann byrjaði hafi verið um 35 kílómetrar á milli en það sé styttra á milli núna. Sigurður segir óstöðuga loftið sem við erum að glíma við núna sé vegna til dæmis meiri sjávarhita. Það séu meiri skúrir sem fylgja meiri sjávarhita. Hann ítrekar að veðurspá er meira en bara eitt. Það er vindhraði, úrkoma, vindstefna, úrkomutegund, skýjafar, hitastig og tegund úrkomu. „Ein veðurspá byggir á sjö átta þáttum,“ segir hann og að það sé ósanngjarnt þegar einhver segi að spáin hafi farið í vaskinn þegar kannski eitt atriðið fer í vaskinn. „Þetta verða áframhaldandi leiðindi í dag,“ segir hann og að það eigi að kólna og því él á Suður- og Vesturlandi í dag. Lægð á leið á morgun Hann segir lægð á leið yfir Faxaflóa á morgun en um hádegisbil taki hún á rás og þvælist austur yfir land. Þá verði norðanátt á Suður- og Vesturlandi en lægðin verði þá fyrir norðan. Það verður því bjartviðri á morgun og svipað veður fram á gamlársdag. „Á gamlársdagsmorgun er útlit fyrir að það verði lítil lægð suður af landinu sem aftur þýðir það að þegar við vöknum á gamlársdag þá verði einhver ofankoma, rigning eða skýrir, en það gengur mjög hratt yfir og endar þannig að það verður komið hægviðri þegar líður á gamlársdag og príma veður en ískalt,“ segir hann og að hann eigi von á því að hitastig fari niður fyrir 20 stig einhvers staðar á landinu. Viðrar vel fyrir sprengingar en ekki fyrir viðkvæma í öndunarfærum Hann segir að það muni þannig viðra vel fyrir sprengingar en að það verði á sama tíma mikið svifryk því það verði ekki mikill vindur. Það verði því slæmt veður fyrir þau sem eru viðkvæm í lungum og öndunarfærum. Á Austfjörðum veðri strekkingur og því verði svifrykið ekki það sama þar. Sigurður segist svo bíða spenntur fyrir gögnum um loftgæði á gamlársdag og segir alveg mega velta því fram hvort það sé réttlætanlegt að skjóta upp svo miklum flugeldum þegar loftgæði verða svo slæm. Nýtt ár byrji svo á frostkafla.
Veður Áramót Bítið Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Skýjað og dálítil él Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Dálítil rigning eða slydda en lengst af þurrt sunnantil Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu Gul viðvörun á Austfjörðum Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Sjá meira