Sport

Dómari blóðugur eftir slags­mál

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dómari leiks East Carolina og NC State fékk sár á andlitið.
Dómari leiks East Carolina og NC State fékk sár á andlitið.

Slagsmál brutust út í leik háskólaliða East Carolina og NC State í amerískum fótbolta. Einn dómari leiksins blóðgaðist.

East Carolina og NC State eru svarnir óvinir og mikill hiti var í leik liðanna í gærkvöldi. Og undir lokin sauð hressilega upp úr.

Yannick Smith, leikmaður East Carolina, tók þá handklæði af Tamarcus Cooley, leikmanni NC State. Cooley brást illa við og elti Smith og hrinti honum.

Fleiri leikmenn blönduðu sér í málið og mínútu tók að róa viðstadda og átta mínútur liðu þar til hægt var að klára leikinn. East Carolina vann hann, 26-21.

Einn dómari leiksins blóðgaðist eftir að hjálmur leikmanns fór í andlit hans. Alls voru átta leikmenn reknir af velli.

„Ég skammast mín sem þjálfari,“ sagði Dave Doeran, þjálfari NC State, í leikslok. „Ég veit að leikmennirnir skammast sín líka. Þetta er ekki það sem nokkur sem tilheyrir liðinu vill vera tengdur við. Að mínu mati voru þetta hræðileg viðbrögð við einhverju sem henti einn leikmanna okkar. Ég bið East Carolina afsökunar á því hvernig við brugðumst við.“

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×