Forstjóri Kauphallarinnar sér fram á mögulega fimm nýskráningar á næsta ári
![Nú um áramót stendur fjöldi skráðra félaga í Kauphöllinni í 33, þar af 28 á Aðalmarkaðnum og fimm á First North vaxtarmarkaðnum, og hafa þau ekki verið fleiri síðan 2005.](https://www.visir.is/i/19382719BCE3827F45EE4D1E3A595E986941B6C057693EBD0CFA5B8B4CEF49AC_713x0.jpg)
Útlit er fyrir að á næstunni verði framhald á þeirri skráningarbylgju sem hófst árið 2021, meðal annars vegna væntinga um lækkandi vaxtastig sem ætti að skila sér í bættum markaðsaðstæðum, og forstjóri Kauphallarinnar segist því gera ráð fyrir að þrjú til fimm félög muni ráðast í nýskráningar á nýju ári. Hann brýnir stjórnvöld til þess að skoða hvata til fjárfestinga við það sem best gerist í okkar nágrannaríkjum eigi að takast að tryggja áframhaldandi uppbyggingu hlutabréfamarkaðarins.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/D4F87C0A0CB42FBBFB6C76E5FA5572AF3CFD40EA5E1F2365C6D83E77A5A882ED_308x200.jpg)
Stjórnvöld vilja ekki bjóða erlendum fjárfestum upp á sérstöðu Íslands
Ef það er raunverulega markmiðið að auka beina erlenda fjárfestingu og skapa umhverfi sem eflir hlutabréfamarkaðinn þá væri réttast að selja minnihluta í Landsvirkjun samhliða skráningu á markað og eins opna meira á erlent eignarhald í sjávarútvegi, að mati framkvæmdastjóra eins stærsta lífeyrissjóðs landsins. Þótt Kauphöllin fari stækkandi þá endurspegli hún ekki vel íslenska hagkerfið á meðan stjórnvöld halda verndarhendi yfir þeim atvinnugreinum sem eru með sérstöðu á heimsvísu.
![](https://www.visir.is/i/D90155543156908B488CEC1A6F2EE9129F6DD3CE55AF5FDF2713834A0191390F_308x200.jpg)
Kauphöllin kallar eftir nýrri umgjörð utan um erlent eignarhald í sjávarútvegi
Forsvarsmenn íslensku Kauphallarinnar mæla fyrir breytingum á umgjörð utan um erlenda fjárfestingu í sjávarútvegsfyrirtækjum, sem núna dregur úr gagnsæi og girðir í reynd nánast fyrir aðkomu slíkra fjárfesta, og vilja að regluverkið um erlent eignarhald verði svipað og gildir um flugrekstur hér á landi. Núverandi fyrirkomulag hefur meðal annars valdið því að íslensku sjávarútvegsfélögin eru ekki gjaldgeng í alþjóðlegar hlutabréfavísitölur ólíkt öðrum stórum skráðum félögum.