Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2024 07:32 Cristiano Ronaldo dreymir um að eignast fótboltafélag í framtíðinni og Portúgalinn er farinn að tala um hvað hann myndi gera sem eigandi Manchester United. Getty/ Diogo Cardoso Cristiano Ronaldo þekkir vel til hjá Manchester United en Portúgalinn fór frá félaginu í desember 2022 og hefur spilað síðan í Sádi-Arabíu. Ronaldo segist gera sér vel grein fyrir því hvað sé vandamálið innandyra hjá United en hann notaði fiskabúr sem dæmi í útskýringum sínum á vandræðunum á Old Trafford. Portúgalanum Ruben Amorim hefur ekki tekist að snúa við gengi Manchester United síðan hann tók við af Erik ten Hag. Liðið er í fjórtánda sæti deildarinnar og hefur aðeins unnið fjóra af tíu leikjum undir hans stjórn. Stóra vandamálið er þó það að liðið er á rangri leið, því það hefur tapað þremur leikjum í röð og alls fimm af síðustu sjö leikjum. Knattspyrnustjórinn er þó ekki vandamálið á Old Trafford samkvæmt Ronaldo. Hann segir líka að hann gæti leyst vandamál félagsins ef hann væri eigandi Man. United. ESPN segir frá. „Enska úrvalsdeildin er sú erfiðasta í heimi. Öll liðin eru góð, öll liðin berjast, öll liðin hlaupa og allir leikmenn eru líkamlega sterkir. Fótboltinn er allt öðruvísi núna. Það er enginn auðveldur leikur lengur,“ sagði Ronaldo á Globe Soccer verðlaunahátíðinni. „Ég sagði þetta fyrir einu og hálfu ári síðan og held áfram að tala um þetta. Vandamálið er ekki þjálfararnir. Þetta er eins og með fiskabúr. Ef þú ert með veikan fisk í búrinu og tekur hann í burtu. Þá leysir þú vandann en svo setur hann aftur í fiskabúrið og allir veikjast aftur,“ sagði Ronaldo. „Þetta er sama vandamálið og hefur verið hjá Manchester United. Vandamálið er ekki alltaf þjálfarinn. Það er meira en það,“ sagði Ronaldo. „Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann. Ég myndi hafa þessa hluti á hreinu,“ sagði Ronaldo. Hann er ekki sjálfur þó þjálfaraefni því draumar hans liggja allt annars staðar. „Ég er ekki þjálfari og ég verð aldrei þjálfari. Forseti félags? Nei. Kannski verð ég eigandi félags,“ sagði Ronaldo. Enski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Portúgalanum Ruben Amorim hefur ekki tekist að snúa við gengi Manchester United síðan hann tók við af Erik ten Hag. Liðið er í fjórtánda sæti deildarinnar og hefur aðeins unnið fjóra af tíu leikjum undir hans stjórn. Stóra vandamálið er þó það að liðið er á rangri leið, því það hefur tapað þremur leikjum í röð og alls fimm af síðustu sjö leikjum. Knattspyrnustjórinn er þó ekki vandamálið á Old Trafford samkvæmt Ronaldo. Hann segir líka að hann gæti leyst vandamál félagsins ef hann væri eigandi Man. United. ESPN segir frá. „Enska úrvalsdeildin er sú erfiðasta í heimi. Öll liðin eru góð, öll liðin berjast, öll liðin hlaupa og allir leikmenn eru líkamlega sterkir. Fótboltinn er allt öðruvísi núna. Það er enginn auðveldur leikur lengur,“ sagði Ronaldo á Globe Soccer verðlaunahátíðinni. „Ég sagði þetta fyrir einu og hálfu ári síðan og held áfram að tala um þetta. Vandamálið er ekki þjálfararnir. Þetta er eins og með fiskabúr. Ef þú ert með veikan fisk í búrinu og tekur hann í burtu. Þá leysir þú vandann en svo setur hann aftur í fiskabúrið og allir veikjast aftur,“ sagði Ronaldo. „Þetta er sama vandamálið og hefur verið hjá Manchester United. Vandamálið er ekki alltaf þjálfarinn. Það er meira en það,“ sagði Ronaldo. „Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann. Ég myndi hafa þessa hluti á hreinu,“ sagði Ronaldo. Hann er ekki sjálfur þó þjálfaraefni því draumar hans liggja allt annars staðar. „Ég er ekki þjálfari og ég verð aldrei þjálfari. Forseti félags? Nei. Kannski verð ég eigandi félags,“ sagði Ronaldo.
Enski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira