Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. desember 2024 07:00 Vestmannaeyjabæ er gefið að sök að hafa brotið gegn lögum um jafna meðferð utan vinnumarkaðar. Forsvarsmenn bæjarins hafna því algjörlega. vísir/vilhelm Kona á áttræðisaldri sem er íslamstrúar sakar Vestmannaeyjabæ um ólögmæta mismunun á grundvelli kynþáttar og trúar og um að hafa sent sér svínakjöt vísvitandi. Málið er nú komið fyrir kærunefnd jafnréttismála. Vestmannaeyjabær hafnar öllum ásökunum og segir engan fót fyrir málflutningnum. Fréttastofa er með kæru konunnar undir höndum en hún var send á kærunefnd jafnréttismála á Þorláksmessu. Má reikna með því að málið verði tekið fyrir á næstu mánuðum. Bænum er gefið að sök að hafa brotið gegn lögum um jafna meðferð utan vinnumarkaðar. „Brotið lýtur að mismunun á grundvelli þjóðernisuppruna og/eða trúar við úthlutun leiguíbúða fyrir aldraða af hálfu Vestmannaeyjabæjar. Þrátt fyrir að liðin séu meira en tvö og hálft ár frá því að umsókn kæranda var lögð fram og þrátt fyrir brýna þörf kæranda hefur kærði enn ekki úthlutað kæranda leiguíbúð. Á sama tíma hefur kærði úthlutað fjölda leiguíbúða til annarra umsækjanda,“ segir í kærunni og er því haldið fram að engin málefnaleg sjónarmið réttlæti dráttinn. Nú er liðið rúmlega ár frá því að fyrst var fjallað um málið í fjölmiðlum. Konan og sonur hennar hafi beðið átekta þann tíma til að sjá hvort konunni verði veitt húsnæði en nú sé þeim ekki lengur til setunnar boðið. Þess vegna hafa þau leitað til kærunefndarinnar. Fengu staðfest að um svínakjöt væri að ræða Í kærunni er bæjarfélaginu einnig gefið að sök að hafa sent konunni svínakjöt þrátt fyrir að vera kunnugt um að neysla á slíku kjöti sé ósamrýmanleg trúabrögðum kæranda og feli í sér mjög alvarleg brot gegn þeim trúarlegu kennisetningum sem konan lifi eftir. Vestmannaeyjabær segir að mannleg mistök verktaka hafi orðið til þess að svínakjötið hafi verið sent til konunnar í misgripum fyrir annan rétt. Ekki sé um mismunun að ræða með nokkrum hætti. Sonur konunnar segir að kjötið hafi verið ranglega merkt og heldur því fram að þetta hafi verið gert með meðvituðum hætti. Skjáskot „Upplifun kæranda af þessari framgöngu kærða er sú að kærði hafi sýnt trúarbrögðum hennar lítilsvirðingu og látið sér í léttu rúmi liggja þótt hún neyti svínakjöts andstætt trú sinni,“ segir í kærunni. Umrætt kjöt sem að konan fékk var sent í greiningu hjá Matís þar sem var staðfest að um svínakjöt væri að ræða. Kæran eigi sér langan aðdraganda Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar þvertók fyrir það að starfsfólk sveitarfélagsins mismunaði konunni í samtali við Vísi í október í fyrra. Bærinn hafði þá fengið kröfubréf frá konunni þar sem farið var fram á afsökunarbeiðni og greiðslu þriggja milljóna króna miskabóta. Þá var tekið fram að ef ekki yrði orðið við kröfunni myndi konan höfða mál á hendur bæjarfélaginu. Lögmaður bæjarins, Elimar Hauksson, hafnaði kröfunni alfarið á þeim tíma og sagði ekki stein standa yfir steini í málabúnaði lögmanns konunnar. „Því er mótmælt að nokkuð í málsmeðferð bæjarins er varðar konuna hafi falið í sér ólögmæta meingerð gagnvart henni sjálfri og því er algjörlega hafnað að starfsfólk mismuni fólki á grundvelli húðlitar eða kynþáttar,“ sagði Elimar í samtali við Vísi í október 2023 varðandi málið. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður fór með málið fyrir hönd konunnar á þeim tíma en nú er málið komið í hendur Flóka Ásgeirssonar lögmanns. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sendi bréf fyrir hönds skjólstæðings síns og krafðist afsökunarbeiðni og 3 milljóna króna í skaðbætur.vísir/vilhelm Andi köldu á milli Flóki segir í samtali við Vísi að málið sé á frumstigi hjá nefndinni, nú þurfi að afla gagna og gefa sveitarfélaginu tækifæri á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Það andi köldu á milli umbjóðanda hans og sveitarfélagsins. Margt í málinu sé umdeilanlegt og verður greint um það fyrir nefndinni. Spurður hvort að þau telji að svínakjötið hafi verið sent til umbjóðanda hans vísvitandi segir Flóki: „Það er eitt af því sem deilt er um. Það eru til samskipti út af þessu. Í þeim samskiptum þá kemur það fram að hálfu bæjarins að þetta hafi verið mistök. Það er afstaðan þeim megin og svo liggur fyrir að umbjóðandinn tekur þessu öðruvísi,“ segir Flóki en jafnframt sé deilt um hvort konan hafi í raun þurft að bíða í rúmlega tvö ár eftir húsnæði. „Það er einhver ágreiningur um það við hvaða tímamark á að miða. Upphaflega sótti hún um áður en hún flutti lögheimilið sitt í sveitarfélagið. Það eru einhver áhöld um það hvor tíminn reiknist með. Eins og málið horfir við henni eru þetta orðin meira en tvö ár og mjög langur tími sem hún hefur beðið þarna án þess að fá úthlutun. Í málum eins og þessum reynir auðvitað að lokum á það hvernig umsækjandahópurinn er samsettur og biðlistinn. Hefur verið gengið fram hjá henni á þessum biðlista? Eða er þetta, eins og ég býst við að sveitarfélagið leggi þetta upp, að það hafi verið umsækjendur á móti sem hafi haft brýnni þörf eða lengri biðtíma?“ Flóki Ásgeirsson lögmaður.vísir/vilhelm Flóki segir að málið muni mögulega reynast fordæmisgefandi enda hafi ekki mörg álíka mál ratað fyrir kærunefnd jafnréttismála. „Það er ekki við mörg fordæmi að styðjast, þetta mál mun að einhverju leyti slá tóninn. Það eru ekki mörg mál sem hafa komið til kasta nefndarinnar þar sem reynir á einmitt þetta. Það er auðvitað bara væntingar um að nefndin rannsaki málið og komist að niðurstöðu sem að tryggir þennan mjög mikilvæga rétt sem er að verða ekki fyrir neinni mismunun.“ Send í tvígang til Reykjavíkur gegn eigin vilja Í kærunni er því haldið fram að konan hafi ítrekað orðið vör við það í samskiptum við starfsmenn Vestmannaeyjabæjar að þjóðernisuppruni hennar eða trú hafi haft áhrif á viðmót starfsmanna og afgreiðslu mála. Þá hafi konan orðið fyrir því að „menningu hennar og trúarbrögðum sé mætt af hálfu kæranda með tortryggni og jafnvel lítilsvirðingu“. Spurður hvað felist í þessu segir Flóki: „Upplifunin hjá henni og syni hennar er sú að þetta sé gegnumgangandi í samskiptunum. Dæmin sem eru tekin um það eru bæði þetta með matinn og skilningsleysi á alvarleikanum að þeirra mati. Svo hafa komið upp þessi tilvik þar sem hún hefur leitað til bæjarins og lögreglunnar í plássinu og fengið meðferð og viðbrögð sem eru í engu samræmi í raun og veru við erindið. Hún var send þarna með flugi til Reykjavíkur og að þeirra mati var þetta allt byggt á því að það væru einhverjir fordómar í garð þeirra þjóðernisupruna eða trúar sem leiddi fólk á þessa braut.“ Í kærunni er því haldið fram að Vestmannaeyjabær hafi í tvígang brugðist við erindum konunnar með því að senda hana með flugi til Reykjavíkur til vistunar í athvarfi fyrir þolendur heimilisofbeldis. „Til þessara ráðstafana hefur kærði gripið án nokkurs réttmæts tilefnis og án þess að afla sér áður fullnægjandi upplýsinga um erindi kæranda og aðstæður með aðstoð túlks. Upplifun kæranda af þessum samskiptum er sú að þau hafi litast af fordómum í garð kæranda og fjölskyldu hennar sem byggist á neikvæðum staðalímyndum um þjóðernisuppruna hennar og/eða trúarbrögð.“ Flóki segir það á ábyrgð sveitarfélagsins að sýna fram á að mismunun á grundvelli kynþáttar og trúarbragðs liggi ekki að baki vinnubragða Vestmannaeyjabæjar. Hafna alfarið öllum ásökunum Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar, sagðist ekki geta tjáð sig um málið í smáatriðum en tók fram að málið hafi aðra forsögu. Hann hafnar því alfarið að um mismunun sé að ræða. „Ég hafna því algjörlega að þetta sé einhves konar mismunun gagnvart þessari konu,“ segir hann og bætir við að mannleg mistök hafi orðið til þess að konan hafi fengið svínakjöt frá bænum. „Það var enginn ásetningur eða neitt, við báðumst afsökunar strax. Við erum ekki að áreita fólk vegna uppruna.“ Dómsmál Vestmannaeyjar Kynþáttafordómar Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Fleiri fréttir Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori Sjá meira
Fréttastofa er með kæru konunnar undir höndum en hún var send á kærunefnd jafnréttismála á Þorláksmessu. Má reikna með því að málið verði tekið fyrir á næstu mánuðum. Bænum er gefið að sök að hafa brotið gegn lögum um jafna meðferð utan vinnumarkaðar. „Brotið lýtur að mismunun á grundvelli þjóðernisuppruna og/eða trúar við úthlutun leiguíbúða fyrir aldraða af hálfu Vestmannaeyjabæjar. Þrátt fyrir að liðin séu meira en tvö og hálft ár frá því að umsókn kæranda var lögð fram og þrátt fyrir brýna þörf kæranda hefur kærði enn ekki úthlutað kæranda leiguíbúð. Á sama tíma hefur kærði úthlutað fjölda leiguíbúða til annarra umsækjanda,“ segir í kærunni og er því haldið fram að engin málefnaleg sjónarmið réttlæti dráttinn. Nú er liðið rúmlega ár frá því að fyrst var fjallað um málið í fjölmiðlum. Konan og sonur hennar hafi beðið átekta þann tíma til að sjá hvort konunni verði veitt húsnæði en nú sé þeim ekki lengur til setunnar boðið. Þess vegna hafa þau leitað til kærunefndarinnar. Fengu staðfest að um svínakjöt væri að ræða Í kærunni er bæjarfélaginu einnig gefið að sök að hafa sent konunni svínakjöt þrátt fyrir að vera kunnugt um að neysla á slíku kjöti sé ósamrýmanleg trúabrögðum kæranda og feli í sér mjög alvarleg brot gegn þeim trúarlegu kennisetningum sem konan lifi eftir. Vestmannaeyjabær segir að mannleg mistök verktaka hafi orðið til þess að svínakjötið hafi verið sent til konunnar í misgripum fyrir annan rétt. Ekki sé um mismunun að ræða með nokkrum hætti. Sonur konunnar segir að kjötið hafi verið ranglega merkt og heldur því fram að þetta hafi verið gert með meðvituðum hætti. Skjáskot „Upplifun kæranda af þessari framgöngu kærða er sú að kærði hafi sýnt trúarbrögðum hennar lítilsvirðingu og látið sér í léttu rúmi liggja þótt hún neyti svínakjöts andstætt trú sinni,“ segir í kærunni. Umrætt kjöt sem að konan fékk var sent í greiningu hjá Matís þar sem var staðfest að um svínakjöt væri að ræða. Kæran eigi sér langan aðdraganda Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar þvertók fyrir það að starfsfólk sveitarfélagsins mismunaði konunni í samtali við Vísi í október í fyrra. Bærinn hafði þá fengið kröfubréf frá konunni þar sem farið var fram á afsökunarbeiðni og greiðslu þriggja milljóna króna miskabóta. Þá var tekið fram að ef ekki yrði orðið við kröfunni myndi konan höfða mál á hendur bæjarfélaginu. Lögmaður bæjarins, Elimar Hauksson, hafnaði kröfunni alfarið á þeim tíma og sagði ekki stein standa yfir steini í málabúnaði lögmanns konunnar. „Því er mótmælt að nokkuð í málsmeðferð bæjarins er varðar konuna hafi falið í sér ólögmæta meingerð gagnvart henni sjálfri og því er algjörlega hafnað að starfsfólk mismuni fólki á grundvelli húðlitar eða kynþáttar,“ sagði Elimar í samtali við Vísi í október 2023 varðandi málið. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður fór með málið fyrir hönd konunnar á þeim tíma en nú er málið komið í hendur Flóka Ásgeirssonar lögmanns. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sendi bréf fyrir hönds skjólstæðings síns og krafðist afsökunarbeiðni og 3 milljóna króna í skaðbætur.vísir/vilhelm Andi köldu á milli Flóki segir í samtali við Vísi að málið sé á frumstigi hjá nefndinni, nú þurfi að afla gagna og gefa sveitarfélaginu tækifæri á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Það andi köldu á milli umbjóðanda hans og sveitarfélagsins. Margt í málinu sé umdeilanlegt og verður greint um það fyrir nefndinni. Spurður hvort að þau telji að svínakjötið hafi verið sent til umbjóðanda hans vísvitandi segir Flóki: „Það er eitt af því sem deilt er um. Það eru til samskipti út af þessu. Í þeim samskiptum þá kemur það fram að hálfu bæjarins að þetta hafi verið mistök. Það er afstaðan þeim megin og svo liggur fyrir að umbjóðandinn tekur þessu öðruvísi,“ segir Flóki en jafnframt sé deilt um hvort konan hafi í raun þurft að bíða í rúmlega tvö ár eftir húsnæði. „Það er einhver ágreiningur um það við hvaða tímamark á að miða. Upphaflega sótti hún um áður en hún flutti lögheimilið sitt í sveitarfélagið. Það eru einhver áhöld um það hvor tíminn reiknist með. Eins og málið horfir við henni eru þetta orðin meira en tvö ár og mjög langur tími sem hún hefur beðið þarna án þess að fá úthlutun. Í málum eins og þessum reynir auðvitað að lokum á það hvernig umsækjandahópurinn er samsettur og biðlistinn. Hefur verið gengið fram hjá henni á þessum biðlista? Eða er þetta, eins og ég býst við að sveitarfélagið leggi þetta upp, að það hafi verið umsækjendur á móti sem hafi haft brýnni þörf eða lengri biðtíma?“ Flóki Ásgeirsson lögmaður.vísir/vilhelm Flóki segir að málið muni mögulega reynast fordæmisgefandi enda hafi ekki mörg álíka mál ratað fyrir kærunefnd jafnréttismála. „Það er ekki við mörg fordæmi að styðjast, þetta mál mun að einhverju leyti slá tóninn. Það eru ekki mörg mál sem hafa komið til kasta nefndarinnar þar sem reynir á einmitt þetta. Það er auðvitað bara væntingar um að nefndin rannsaki málið og komist að niðurstöðu sem að tryggir þennan mjög mikilvæga rétt sem er að verða ekki fyrir neinni mismunun.“ Send í tvígang til Reykjavíkur gegn eigin vilja Í kærunni er því haldið fram að konan hafi ítrekað orðið vör við það í samskiptum við starfsmenn Vestmannaeyjabæjar að þjóðernisuppruni hennar eða trú hafi haft áhrif á viðmót starfsmanna og afgreiðslu mála. Þá hafi konan orðið fyrir því að „menningu hennar og trúarbrögðum sé mætt af hálfu kæranda með tortryggni og jafnvel lítilsvirðingu“. Spurður hvað felist í þessu segir Flóki: „Upplifunin hjá henni og syni hennar er sú að þetta sé gegnumgangandi í samskiptunum. Dæmin sem eru tekin um það eru bæði þetta með matinn og skilningsleysi á alvarleikanum að þeirra mati. Svo hafa komið upp þessi tilvik þar sem hún hefur leitað til bæjarins og lögreglunnar í plássinu og fengið meðferð og viðbrögð sem eru í engu samræmi í raun og veru við erindið. Hún var send þarna með flugi til Reykjavíkur og að þeirra mati var þetta allt byggt á því að það væru einhverjir fordómar í garð þeirra þjóðernisupruna eða trúar sem leiddi fólk á þessa braut.“ Í kærunni er því haldið fram að Vestmannaeyjabær hafi í tvígang brugðist við erindum konunnar með því að senda hana með flugi til Reykjavíkur til vistunar í athvarfi fyrir þolendur heimilisofbeldis. „Til þessara ráðstafana hefur kærði gripið án nokkurs réttmæts tilefnis og án þess að afla sér áður fullnægjandi upplýsinga um erindi kæranda og aðstæður með aðstoð túlks. Upplifun kæranda af þessum samskiptum er sú að þau hafi litast af fordómum í garð kæranda og fjölskyldu hennar sem byggist á neikvæðum staðalímyndum um þjóðernisuppruna hennar og/eða trúarbrögð.“ Flóki segir það á ábyrgð sveitarfélagsins að sýna fram á að mismunun á grundvelli kynþáttar og trúarbragðs liggi ekki að baki vinnubragða Vestmannaeyjabæjar. Hafna alfarið öllum ásökunum Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar, sagðist ekki geta tjáð sig um málið í smáatriðum en tók fram að málið hafi aðra forsögu. Hann hafnar því alfarið að um mismunun sé að ræða. „Ég hafna því algjörlega að þetta sé einhves konar mismunun gagnvart þessari konu,“ segir hann og bætir við að mannleg mistök hafi orðið til þess að konan hafi fengið svínakjöt frá bænum. „Það var enginn ásetningur eða neitt, við báðumst afsökunar strax. Við erum ekki að áreita fólk vegna uppruna.“
Dómsmál Vestmannaeyjar Kynþáttafordómar Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Fleiri fréttir Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori Sjá meira