Fjórtán áramótabrennur verða tendraðar á höfuðborgarsvæðinu í dag - fleiri en útlit var fyrir í haust. Við förum yfir málið og heyrum í Sævari Helga Bragasyni um stórkostlega norðurljósasýningu sem gæti veitt flugeldum samkeppni á himni í kvöld.
Við verðum einnig í beinni frá flugeldasölu Flugbjörgunarsveitarinnar og kíkjum á undirbúning Kryddsíldar.