Lífið

Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Orri Steinn fagnar marki sínu í kvöld. Hann hefur kannski fagnað óléttutíðindunum á svipaðan máta.
Orri Steinn fagnar marki sínu í kvöld. Hann hefur kannski fagnað óléttutíðindunum á svipaðan máta. Vísir/Hulda Margrét

Orri Steinn Óskarsson, knattspyrnumaður hjá Real Sociedad, á von á stúlku í júní 2025 með kærustu sinni, Sylvíu Rós Sigurðardóttur.

Orri tilkynnti fréttirnar á Instagram-síðu sinni og birti þar mynd úr ómskoðuninni og af Sylvíu með tvö óléttupróf.

Árið 2024 hefur verið gæfuríkt fyrir Orra. Hann skoraði fimm mörk í sex leikjum fyrir FC København áður en hann var seldur til spænska liðsins Real Sociedad fyrir 20 milljónir evra sem var metsala frá danska félaginu. Þá gekk honum líka frábærlega með landsliðinu og skoraði þar þrjú mörk í átta leikjum.

Fréttir af stúlkunni tilvonandi er þó örugglega hápunktur ársins hjá Seltirningnum og Sylvíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.