„Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. desember 2024 15:46 Inga Sæland, formaður Flokk fólksins. Vísir/Hulda Margrét „Það er líka annað sem við segjum sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir í sumar og marg stunguð hausnum í sandinn með það. Við ætlum að koma því á að erlendir glæpamenn sem fremja hér mikla glæpi þrátt fyrir að hafa fengið alþjóðlega vernd, eins og þessi ágæti maður sem hefur tekið upp nafn fyrrverandi forseta, að við munum umsvifalaust senda þau úr landi.“ Þetta sagði Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, í Kryddsíld Stöðvar 2 þar sem hún beindi orðum sínum að Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Útlendingamálin voru tekin fyrir eftir að Yazan Tamimi tók við verðlaunum sem maður ársins hjá fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi. Mikill hiti var í umræðunum og áttu þó nokkrir í orðaskaki og deilum um þetta viðkvæma málefni. Bjarni svaraði Ingu á þennan máta: „Frumvarpið er tilbúið í ráðuneytinu. Hafðu bara pung til að koma með það. Það er í ráðuneytinu.“ Berja má hluta umræðunnar augum í spilaranum hér að neðan. Leiðtogar flokkanna skiptust á sínum skoðunum og ræddu stefnu nýrrar ríkisstjórnar. Fræg ræða sem að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fór með um málaflokkinn í aðdraganda kosninganna hjá Ríkisútvarpinu, rataði í umræðuna og sagði Inga Sæland ræðuna hljóma eins og stef samið af gervigreind. Inga sagði jafnframt að málaflokkurinn hafi verið gjörsamlega stjórnlaus í fangi fyrrverandi ríkisstjórnar. „Þessi gervigreindarræða þín, hún var grín,“ sagði hún. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kvartaði þá undan því að það ætti að vera gaman í Kryddsíld en nú væri mikill tími búinn að fara í að ræða viðkvæm málefni. Þá greip Inga inn í aftur: „Við erum búin að hanga hér í kvótakerfinu og nú erum við komin í þetta viðkvæma mál og þetta er síðasti dagur ársins. Þið eruð bara hundleiðinleg, ég verð að segja það.“ Að því loknu lentu Inga Sæland og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í miklu orðaskaki. Sigmundur beindi máli sínu þá að Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, og spurði hvort framhaldið yrði svona hjá ríkisstjórninni og Ingu sem þær hafi „leitt til valda“. Kristrún sagðist ekki sjá ástæðu til að gera stórkostlegar breytingar á þeirri högun mála sem þegar er í málaflokknum. Hafa þurfi bæði mannúð og raunsæi að leiðarljósi. Þá sé lykilatriðið að takast á við viðkvæm mál með almennum en ekki sértækum hætti. „Það er mjög erfitt þegar mál snúast alltaf um staka einstaklinga sem koma í fjölmiðlum vegna þess að þrátt fyrir að það séu erfið mál er fjöldinn allur af fólki í kerfinu sem fær ekki athygli, ekki aðstoð, og við verðum að leitast við að vera með almennar reglur.“ Þorgerður sló svo botn í umræðuna með því að segja að það þyrfti pung og dug til að taka mannúðlega á móti börnum á landamærunum. Kryddsíldina í heild sinni má berja augum í spilaranum hér að neðan: Kryddsíld Áramót Flokkur fólksins Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Þetta sagði Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, í Kryddsíld Stöðvar 2 þar sem hún beindi orðum sínum að Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Útlendingamálin voru tekin fyrir eftir að Yazan Tamimi tók við verðlaunum sem maður ársins hjá fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi. Mikill hiti var í umræðunum og áttu þó nokkrir í orðaskaki og deilum um þetta viðkvæma málefni. Bjarni svaraði Ingu á þennan máta: „Frumvarpið er tilbúið í ráðuneytinu. Hafðu bara pung til að koma með það. Það er í ráðuneytinu.“ Berja má hluta umræðunnar augum í spilaranum hér að neðan. Leiðtogar flokkanna skiptust á sínum skoðunum og ræddu stefnu nýrrar ríkisstjórnar. Fræg ræða sem að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fór með um málaflokkinn í aðdraganda kosninganna hjá Ríkisútvarpinu, rataði í umræðuna og sagði Inga Sæland ræðuna hljóma eins og stef samið af gervigreind. Inga sagði jafnframt að málaflokkurinn hafi verið gjörsamlega stjórnlaus í fangi fyrrverandi ríkisstjórnar. „Þessi gervigreindarræða þín, hún var grín,“ sagði hún. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kvartaði þá undan því að það ætti að vera gaman í Kryddsíld en nú væri mikill tími búinn að fara í að ræða viðkvæm málefni. Þá greip Inga inn í aftur: „Við erum búin að hanga hér í kvótakerfinu og nú erum við komin í þetta viðkvæma mál og þetta er síðasti dagur ársins. Þið eruð bara hundleiðinleg, ég verð að segja það.“ Að því loknu lentu Inga Sæland og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í miklu orðaskaki. Sigmundur beindi máli sínu þá að Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, og spurði hvort framhaldið yrði svona hjá ríkisstjórninni og Ingu sem þær hafi „leitt til valda“. Kristrún sagðist ekki sjá ástæðu til að gera stórkostlegar breytingar á þeirri högun mála sem þegar er í málaflokknum. Hafa þurfi bæði mannúð og raunsæi að leiðarljósi. Þá sé lykilatriðið að takast á við viðkvæm mál með almennum en ekki sértækum hætti. „Það er mjög erfitt þegar mál snúast alltaf um staka einstaklinga sem koma í fjölmiðlum vegna þess að þrátt fyrir að það séu erfið mál er fjöldinn allur af fólki í kerfinu sem fær ekki athygli, ekki aðstoð, og við verðum að leitast við að vera með almennar reglur.“ Þorgerður sló svo botn í umræðuna með því að segja að það þyrfti pung og dug til að taka mannúðlega á móti börnum á landamærunum. Kryddsíldina í heild sinni má berja augum í spilaranum hér að neðan:
Kryddsíld Áramót Flokkur fólksins Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira