„Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. janúar 2025 19:01 Hundar geta orðið skelfdir vegna flugelda. vísir/vilhelm Tíu hundaeigendur höfðu samband við dýraverndunarsamtökin Dýrfinnu yfir áramótin til að óska eftir aðstoð við að finna hunda sem höfðu horfið sjónum. Sex þeirra hafa fundist en fjögurra hunda er enn leitað. Þetta staðfestir Eygló Anna O. Guðlaugsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, í samtali við Vísi. Áramótin í ár hafi verið sérstaklega erilsöm og biðlar hún til dýraeigenda að huga að öryggi gæludýra sinna. Enn stendur yfir leit að tveimur tíkum á höfuðborgarsvæðinu og tveimur rökkum á Akureyri. „Það var alltof mikið að gera hjá okkur. Við reynum að koma öllum hundum sem við fáum tilkynningu um heim. Sama hvort einhver annar sé búinn að ná hundunum eða leita að týndum hundum. Í nótt vorum við að leita að tveimur tíkum sem að týndust á höfuðborginni. Þetta eru tíu hundar allt í allt sem hafa týnst.“ Eygló tekur fram að áramótin séu mjög erfiður tími fyrir gæludýr og að margir hundar hræðist mjög flugelda og lætin sem fylgja þeim. „Sérstaklega þegar þeir eru úti í lausagöngu á þessum tíma. Já sumir flýja bara því þeir eru lausir og þeim bregður, þeir verða hræddir. Sumir hundar verða það hræddir að þeir taka á rás frá eigendum sínum.“ Voru þessi áramót sérstaklega erilsöm? „Á þessum tíma í fyrra var enginn hundur týndur yfir áramót en þú sérð að núna eru enn fjórir hundar týndir. Þetta var allavega erfiðara en í fyrra. Við erum á staðnum og erum mikið með drónan okkar á lofti núna síðustu daga. Það er bara svo kalt að það er ekki að skila neinum árangri. En við mætum á staðinn og gefum líka eigendum ráð,“ segir Eygló og ítrekar fyrir eigendum að tryggja öryggi gæludýra sinna. Dýr Gæludýr Hundar Áramót Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Þetta staðfestir Eygló Anna O. Guðlaugsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, í samtali við Vísi. Áramótin í ár hafi verið sérstaklega erilsöm og biðlar hún til dýraeigenda að huga að öryggi gæludýra sinna. Enn stendur yfir leit að tveimur tíkum á höfuðborgarsvæðinu og tveimur rökkum á Akureyri. „Það var alltof mikið að gera hjá okkur. Við reynum að koma öllum hundum sem við fáum tilkynningu um heim. Sama hvort einhver annar sé búinn að ná hundunum eða leita að týndum hundum. Í nótt vorum við að leita að tveimur tíkum sem að týndust á höfuðborginni. Þetta eru tíu hundar allt í allt sem hafa týnst.“ Eygló tekur fram að áramótin séu mjög erfiður tími fyrir gæludýr og að margir hundar hræðist mjög flugelda og lætin sem fylgja þeim. „Sérstaklega þegar þeir eru úti í lausagöngu á þessum tíma. Já sumir flýja bara því þeir eru lausir og þeim bregður, þeir verða hræddir. Sumir hundar verða það hræddir að þeir taka á rás frá eigendum sínum.“ Voru þessi áramót sérstaklega erilsöm? „Á þessum tíma í fyrra var enginn hundur týndur yfir áramót en þú sérð að núna eru enn fjórir hundar týndir. Þetta var allavega erfiðara en í fyrra. Við erum á staðnum og erum mikið með drónan okkar á lofti núna síðustu daga. Það er bara svo kalt að það er ekki að skila neinum árangri. En við mætum á staðinn og gefum líka eigendum ráð,“ segir Eygló og ítrekar fyrir eigendum að tryggja öryggi gæludýra sinna.
Dýr Gæludýr Hundar Áramót Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira