„Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. janúar 2025 19:01 Hundar geta orðið skelfdir vegna flugelda. vísir/vilhelm Tíu hundaeigendur höfðu samband við dýraverndunarsamtökin Dýrfinnu yfir áramótin til að óska eftir aðstoð við að finna hunda sem höfðu horfið sjónum. Sex þeirra hafa fundist en fjögurra hunda er enn leitað. Þetta staðfestir Eygló Anna O. Guðlaugsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, í samtali við Vísi. Áramótin í ár hafi verið sérstaklega erilsöm og biðlar hún til dýraeigenda að huga að öryggi gæludýra sinna. Enn stendur yfir leit að tveimur tíkum á höfuðborgarsvæðinu og tveimur rökkum á Akureyri. „Það var alltof mikið að gera hjá okkur. Við reynum að koma öllum hundum sem við fáum tilkynningu um heim. Sama hvort einhver annar sé búinn að ná hundunum eða leita að týndum hundum. Í nótt vorum við að leita að tveimur tíkum sem að týndust á höfuðborginni. Þetta eru tíu hundar allt í allt sem hafa týnst.“ Eygló tekur fram að áramótin séu mjög erfiður tími fyrir gæludýr og að margir hundar hræðist mjög flugelda og lætin sem fylgja þeim. „Sérstaklega þegar þeir eru úti í lausagöngu á þessum tíma. Já sumir flýja bara því þeir eru lausir og þeim bregður, þeir verða hræddir. Sumir hundar verða það hræddir að þeir taka á rás frá eigendum sínum.“ Voru þessi áramót sérstaklega erilsöm? „Á þessum tíma í fyrra var enginn hundur týndur yfir áramót en þú sérð að núna eru enn fjórir hundar týndir. Þetta var allavega erfiðara en í fyrra. Við erum á staðnum og erum mikið með drónan okkar á lofti núna síðustu daga. Það er bara svo kalt að það er ekki að skila neinum árangri. En við mætum á staðinn og gefum líka eigendum ráð,“ segir Eygló og ítrekar fyrir eigendum að tryggja öryggi gæludýra sinna. Dýr Gæludýr Hundar Áramót Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Þetta staðfestir Eygló Anna O. Guðlaugsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, í samtali við Vísi. Áramótin í ár hafi verið sérstaklega erilsöm og biðlar hún til dýraeigenda að huga að öryggi gæludýra sinna. Enn stendur yfir leit að tveimur tíkum á höfuðborgarsvæðinu og tveimur rökkum á Akureyri. „Það var alltof mikið að gera hjá okkur. Við reynum að koma öllum hundum sem við fáum tilkynningu um heim. Sama hvort einhver annar sé búinn að ná hundunum eða leita að týndum hundum. Í nótt vorum við að leita að tveimur tíkum sem að týndust á höfuðborginni. Þetta eru tíu hundar allt í allt sem hafa týnst.“ Eygló tekur fram að áramótin séu mjög erfiður tími fyrir gæludýr og að margir hundar hræðist mjög flugelda og lætin sem fylgja þeim. „Sérstaklega þegar þeir eru úti í lausagöngu á þessum tíma. Já sumir flýja bara því þeir eru lausir og þeim bregður, þeir verða hræddir. Sumir hundar verða það hræddir að þeir taka á rás frá eigendum sínum.“ Voru þessi áramót sérstaklega erilsöm? „Á þessum tíma í fyrra var enginn hundur týndur yfir áramót en þú sérð að núna eru enn fjórir hundar týndir. Þetta var allavega erfiðara en í fyrra. Við erum á staðnum og erum mikið með drónan okkar á lofti núna síðustu daga. Það er bara svo kalt að það er ekki að skila neinum árangri. En við mætum á staðinn og gefum líka eigendum ráð,“ segir Eygló og ítrekar fyrir eigendum að tryggja öryggi gæludýra sinna.
Dýr Gæludýr Hundar Áramót Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira