Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2025 08:26 Lögregla girti af svæði í kringum anddyri Trump-hótelsins í Las Vegas þar sem Tesla Cybertruck sprakk að morgni nýársdags. AP/Ty O'Neil Lögreglan í Las Vegas rannsakar nú hvort að sprenging sem varð ökumanni Tesla-bifreiðar að bana fyrir utan hótel í eigu Donalds Trump í gær hafi verið hryðjuverk og tengist mannskæðri árás í New Orleans. Kennsl hafa enn ekki verið borin á ökumanninn. Sjö særðust lítillega þegar Tesla Cybertruck, framúrstefnulegur rafjeppi, sprakk fyrir utan inngang Trump International-hótelsins í Las Vegas á nýársdag. Lögregla segir að flugeldum og eldsneytisgeimum hafi verið troðið aftan í bifreiðina. Bifreiðin var leigð í gegnum snjallforrit í Colorado-ríki, þarnæstaríki til austurs við Nevada. Upptökur úr öryggismyndavélum við hleðslustöðvar sýna að bifreiðinni var ekið inn í Las Vegas klukkan 7:30 að staðartíma í gærmorgun. Um klukkustund síðar var henni ekið að anddyri Trump-hótelsins þar sem hún sprakk nokkrum sekúndum síðar. Lögregla hefur ekki gert nafn mannsins sem leigði bifreiðina opinbert þar sem hún á eftir að fullvissa sig um að það sé sami maður og lést í sprengingunni. Enn hafði ekki tekist að ná líkamsleifum ökumannsins út úr bifreiðinni síðdegis í gær. „Meginmarkmið okkar er að tryggja að við berum rétt kennsl á þann grunaða í þessum atburði. Eftir það er annað markmið okkar að skera úr um hvort að þetta hafi verið hryðjuverk eða ekki,“ sagði Jeremy Schwartz, starfandi yfirmaður alríkislögreglunnar FBI í Las Vegas. Skoða möguleg tengsl við New Orleans eða pólitík Sprengingin varð aðeins nokkrum klukkustundum eftir að maður ók bifreið inn í hóp fólks í New Orleans. Að minnsta kosti fimmtán eru látnir eftir árásina sem er rannsökuð sem hryðjuverk. Lögregla telur að ökumaðurinn hafi ekki verið einn að verki og fáni hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams fannst í bifreiðinni. „Við erum algerlega að rannsaka hvort einhver tengsl séu við það sem gerðist í New Orleans og aðrar árásir sem hafa átt sér stað í heiminum. Við útilokum ekki neitt,“ sagði Kevin McMahill, lögreglustjóri, um sprenginguna í Las Vegas. Tesla-rafbílaframleiðandinn er í eigu Elons Musk, suðurafrísks auðkýfings, sem jós fé í kosningabaráttu Trumps og er orðinn einn helsti ráðgjafi verðandi forsetans. McMahill sagði fréttamönnum að lögregla skoðaði hvort að sprengingin tengdist stjórnmálum. Tesla Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Sjö særðust lítillega þegar Tesla Cybertruck, framúrstefnulegur rafjeppi, sprakk fyrir utan inngang Trump International-hótelsins í Las Vegas á nýársdag. Lögregla segir að flugeldum og eldsneytisgeimum hafi verið troðið aftan í bifreiðina. Bifreiðin var leigð í gegnum snjallforrit í Colorado-ríki, þarnæstaríki til austurs við Nevada. Upptökur úr öryggismyndavélum við hleðslustöðvar sýna að bifreiðinni var ekið inn í Las Vegas klukkan 7:30 að staðartíma í gærmorgun. Um klukkustund síðar var henni ekið að anddyri Trump-hótelsins þar sem hún sprakk nokkrum sekúndum síðar. Lögregla hefur ekki gert nafn mannsins sem leigði bifreiðina opinbert þar sem hún á eftir að fullvissa sig um að það sé sami maður og lést í sprengingunni. Enn hafði ekki tekist að ná líkamsleifum ökumannsins út úr bifreiðinni síðdegis í gær. „Meginmarkmið okkar er að tryggja að við berum rétt kennsl á þann grunaða í þessum atburði. Eftir það er annað markmið okkar að skera úr um hvort að þetta hafi verið hryðjuverk eða ekki,“ sagði Jeremy Schwartz, starfandi yfirmaður alríkislögreglunnar FBI í Las Vegas. Skoða möguleg tengsl við New Orleans eða pólitík Sprengingin varð aðeins nokkrum klukkustundum eftir að maður ók bifreið inn í hóp fólks í New Orleans. Að minnsta kosti fimmtán eru látnir eftir árásina sem er rannsökuð sem hryðjuverk. Lögregla telur að ökumaðurinn hafi ekki verið einn að verki og fáni hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams fannst í bifreiðinni. „Við erum algerlega að rannsaka hvort einhver tengsl séu við það sem gerðist í New Orleans og aðrar árásir sem hafa átt sér stað í heiminum. Við útilokum ekki neitt,“ sagði Kevin McMahill, lögreglustjóri, um sprenginguna í Las Vegas. Tesla-rafbílaframleiðandinn er í eigu Elons Musk, suðurafrísks auðkýfings, sem jós fé í kosningabaráttu Trumps og er orðinn einn helsti ráðgjafi verðandi forsetans. McMahill sagði fréttamönnum að lögregla skoðaði hvort að sprengingin tengdist stjórnmálum.
Tesla Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira