Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2025 08:26 Lögregla girti af svæði í kringum anddyri Trump-hótelsins í Las Vegas þar sem Tesla Cybertruck sprakk að morgni nýársdags. AP/Ty O'Neil Lögreglan í Las Vegas rannsakar nú hvort að sprenging sem varð ökumanni Tesla-bifreiðar að bana fyrir utan hótel í eigu Donalds Trump í gær hafi verið hryðjuverk og tengist mannskæðri árás í New Orleans. Kennsl hafa enn ekki verið borin á ökumanninn. Sjö særðust lítillega þegar Tesla Cybertruck, framúrstefnulegur rafjeppi, sprakk fyrir utan inngang Trump International-hótelsins í Las Vegas á nýársdag. Lögregla segir að flugeldum og eldsneytisgeimum hafi verið troðið aftan í bifreiðina. Bifreiðin var leigð í gegnum snjallforrit í Colorado-ríki, þarnæstaríki til austurs við Nevada. Upptökur úr öryggismyndavélum við hleðslustöðvar sýna að bifreiðinni var ekið inn í Las Vegas klukkan 7:30 að staðartíma í gærmorgun. Um klukkustund síðar var henni ekið að anddyri Trump-hótelsins þar sem hún sprakk nokkrum sekúndum síðar. Lögregla hefur ekki gert nafn mannsins sem leigði bifreiðina opinbert þar sem hún á eftir að fullvissa sig um að það sé sami maður og lést í sprengingunni. Enn hafði ekki tekist að ná líkamsleifum ökumannsins út úr bifreiðinni síðdegis í gær. „Meginmarkmið okkar er að tryggja að við berum rétt kennsl á þann grunaða í þessum atburði. Eftir það er annað markmið okkar að skera úr um hvort að þetta hafi verið hryðjuverk eða ekki,“ sagði Jeremy Schwartz, starfandi yfirmaður alríkislögreglunnar FBI í Las Vegas. Skoða möguleg tengsl við New Orleans eða pólitík Sprengingin varð aðeins nokkrum klukkustundum eftir að maður ók bifreið inn í hóp fólks í New Orleans. Að minnsta kosti fimmtán eru látnir eftir árásina sem er rannsökuð sem hryðjuverk. Lögregla telur að ökumaðurinn hafi ekki verið einn að verki og fáni hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams fannst í bifreiðinni. „Við erum algerlega að rannsaka hvort einhver tengsl séu við það sem gerðist í New Orleans og aðrar árásir sem hafa átt sér stað í heiminum. Við útilokum ekki neitt,“ sagði Kevin McMahill, lögreglustjóri, um sprenginguna í Las Vegas. Tesla-rafbílaframleiðandinn er í eigu Elons Musk, suðurafrísks auðkýfings, sem jós fé í kosningabaráttu Trumps og er orðinn einn helsti ráðgjafi verðandi forsetans. McMahill sagði fréttamönnum að lögregla skoðaði hvort að sprengingin tengdist stjórnmálum. Tesla Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Sjö særðust lítillega þegar Tesla Cybertruck, framúrstefnulegur rafjeppi, sprakk fyrir utan inngang Trump International-hótelsins í Las Vegas á nýársdag. Lögregla segir að flugeldum og eldsneytisgeimum hafi verið troðið aftan í bifreiðina. Bifreiðin var leigð í gegnum snjallforrit í Colorado-ríki, þarnæstaríki til austurs við Nevada. Upptökur úr öryggismyndavélum við hleðslustöðvar sýna að bifreiðinni var ekið inn í Las Vegas klukkan 7:30 að staðartíma í gærmorgun. Um klukkustund síðar var henni ekið að anddyri Trump-hótelsins þar sem hún sprakk nokkrum sekúndum síðar. Lögregla hefur ekki gert nafn mannsins sem leigði bifreiðina opinbert þar sem hún á eftir að fullvissa sig um að það sé sami maður og lést í sprengingunni. Enn hafði ekki tekist að ná líkamsleifum ökumannsins út úr bifreiðinni síðdegis í gær. „Meginmarkmið okkar er að tryggja að við berum rétt kennsl á þann grunaða í þessum atburði. Eftir það er annað markmið okkar að skera úr um hvort að þetta hafi verið hryðjuverk eða ekki,“ sagði Jeremy Schwartz, starfandi yfirmaður alríkislögreglunnar FBI í Las Vegas. Skoða möguleg tengsl við New Orleans eða pólitík Sprengingin varð aðeins nokkrum klukkustundum eftir að maður ók bifreið inn í hóp fólks í New Orleans. Að minnsta kosti fimmtán eru látnir eftir árásina sem er rannsökuð sem hryðjuverk. Lögregla telur að ökumaðurinn hafi ekki verið einn að verki og fáni hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams fannst í bifreiðinni. „Við erum algerlega að rannsaka hvort einhver tengsl séu við það sem gerðist í New Orleans og aðrar árásir sem hafa átt sér stað í heiminum. Við útilokum ekki neitt,“ sagði Kevin McMahill, lögreglustjóri, um sprenginguna í Las Vegas. Tesla-rafbílaframleiðandinn er í eigu Elons Musk, suðurafrísks auðkýfings, sem jós fé í kosningabaráttu Trumps og er orðinn einn helsti ráðgjafi verðandi forsetans. McMahill sagði fréttamönnum að lögregla skoðaði hvort að sprengingin tengdist stjórnmálum.
Tesla Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira