Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. janúar 2025 20:02 Gunnar Dofri, samskiptastjóri Sorpu, hvetur íbúa til að skila flugeldarusli í þar til gerða gáma. Gámarnir standa uppi fram yfir þrettándann. vísir/sigurjón Sérstökum gámum hefur verið komið fyrir á höfuðborgarsvæðinu og eru íbúar hvattir til að skila notuðum flugeldum þangað. Ruslið er sent til úr landi og notað til að framleiða orku fyrir Svía. Gámarnir eru samstarfsverkefni Sorpu og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og má finna staðsetningu þeirra á vef Sorpu. Um tuttugu gámum hefur verið komið fyrir víðs vegar um svæðið og standa þeir fram yfir þrettándann sem er á mánudaginn næsta. Gámarnir eru víða.grafík/hjalti Flæðir úr gámum „Og eins og þú sérð þá flæðir úr gámnum þannig við erum í rauninni mjög ánægð með að fólk sé svona duglegt að skila þessu, því það er miklu auðveldara að safna þessu saman á einum stað heldur en fyrir utan níutíu þúsund heimili,“ sagði Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu. Gámurinn sem sést í fréttinni var settur upp í morgun og er strax orðinn yfirfullur. Þegar fréttastofa var á svæðinu komu starfsmenn borgarinnar og hirtu stútfullan gáminn. Ekkert nema sprungnir flugeldar Hvað á að fara í þennan gám? „Sprungnir flugeldar. Það er mjög sjaldan sem maður getur komið með einföld svör en þetta er mjög einfalt. Það eru bara sprungnir flugeldar. “ Þeir mega væntanlega alls ekki fara í almenna heimilistunnu? „Nei við viljum ekki fá þá í tunnuna og það spilar margt inn í. Eins og þú sérð, ef þú myndir setja 150 skota Bjarma í tunnuna fyrir utan hjá þér þá myndir þú sennilega ekki setja mikið meira í tunnuna þann mánuðinn. Þannig það er mjög gott að geta nýtt þessa auka þjónustu.“ Gámur staðsettur fyrir utan Vesturbæjarlaugina í Reykjavík.vísir/sigurjón Hálfgerður viðbjóður sem eigi ekki heima í pappatunnu Og þó þetta sé pappi þá á þetta heldur ekki heima í papptunnunni? „Nei þetta er illendurvinnanlegt. Það er mikill leir í þessu. Þetta er búið að brenna og safna í sig vatni. Þannig þetta er hálfgerður viðbjóður og á í raun engan annan farveg heldur en þennan.“ Svíar njóta góðs af Ruslið er síðan sent úr landi í brennslufarveg enda ekki hægt að endurvinna það að neinu leyti. „Nei það skásta sem þú getur gert við þetta er að vinna orkuna úr þessu af því að þegar þú brennir þetta þá myndast smá orka og það er notað til að framleiða orku í Svíþjóð.“ Flugeldar Áramót Sorpa Tengdar fréttir Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Gildi svifryksmengunar mældis margfalt yfir heilsuverndarmörkum þegar mest var í nótt, en varði skemur en óttast hafði verið. Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort flugeldum hafi verið skotið upp í minna magni en oft áður. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur almenning til að hreinsa upp flugeldarusl og skila í viðeigandi grenndargáma. 1. janúar 2025 13:02 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Sjá meira
Gámarnir eru samstarfsverkefni Sorpu og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og má finna staðsetningu þeirra á vef Sorpu. Um tuttugu gámum hefur verið komið fyrir víðs vegar um svæðið og standa þeir fram yfir þrettándann sem er á mánudaginn næsta. Gámarnir eru víða.grafík/hjalti Flæðir úr gámum „Og eins og þú sérð þá flæðir úr gámnum þannig við erum í rauninni mjög ánægð með að fólk sé svona duglegt að skila þessu, því það er miklu auðveldara að safna þessu saman á einum stað heldur en fyrir utan níutíu þúsund heimili,“ sagði Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu. Gámurinn sem sést í fréttinni var settur upp í morgun og er strax orðinn yfirfullur. Þegar fréttastofa var á svæðinu komu starfsmenn borgarinnar og hirtu stútfullan gáminn. Ekkert nema sprungnir flugeldar Hvað á að fara í þennan gám? „Sprungnir flugeldar. Það er mjög sjaldan sem maður getur komið með einföld svör en þetta er mjög einfalt. Það eru bara sprungnir flugeldar. “ Þeir mega væntanlega alls ekki fara í almenna heimilistunnu? „Nei við viljum ekki fá þá í tunnuna og það spilar margt inn í. Eins og þú sérð, ef þú myndir setja 150 skota Bjarma í tunnuna fyrir utan hjá þér þá myndir þú sennilega ekki setja mikið meira í tunnuna þann mánuðinn. Þannig það er mjög gott að geta nýtt þessa auka þjónustu.“ Gámur staðsettur fyrir utan Vesturbæjarlaugina í Reykjavík.vísir/sigurjón Hálfgerður viðbjóður sem eigi ekki heima í pappatunnu Og þó þetta sé pappi þá á þetta heldur ekki heima í papptunnunni? „Nei þetta er illendurvinnanlegt. Það er mikill leir í þessu. Þetta er búið að brenna og safna í sig vatni. Þannig þetta er hálfgerður viðbjóður og á í raun engan annan farveg heldur en þennan.“ Svíar njóta góðs af Ruslið er síðan sent úr landi í brennslufarveg enda ekki hægt að endurvinna það að neinu leyti. „Nei það skásta sem þú getur gert við þetta er að vinna orkuna úr þessu af því að þegar þú brennir þetta þá myndast smá orka og það er notað til að framleiða orku í Svíþjóð.“
Flugeldar Áramót Sorpa Tengdar fréttir Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Gildi svifryksmengunar mældis margfalt yfir heilsuverndarmörkum þegar mest var í nótt, en varði skemur en óttast hafði verið. Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort flugeldum hafi verið skotið upp í minna magni en oft áður. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur almenning til að hreinsa upp flugeldarusl og skila í viðeigandi grenndargáma. 1. janúar 2025 13:02 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Sjá meira
Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Gildi svifryksmengunar mældis margfalt yfir heilsuverndarmörkum þegar mest var í nótt, en varði skemur en óttast hafði verið. Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort flugeldum hafi verið skotið upp í minna magni en oft áður. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur almenning til að hreinsa upp flugeldarusl og skila í viðeigandi grenndargáma. 1. janúar 2025 13:02