Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 2. janúar 2025 16:56 Þorgerður Katrín segir Íslendinga þurfa tala skýrari röddu varðandi mál Palestínu. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra segir hugtakið þjóðarmorð vera lagatæknilega skilgreiningu. Atburðirnir á Gasa séu hræðilegir en hún vill að Ísland tali skýrari röddu en hefur verið gert. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, tjáði sig um málefni Ísraels og Palestínu í Kryddsíldinni sem sýnd var á Stöð 2 á gamlársdag. „Við getum farið í sama lagatæknilegu skilgreiningu hvort sem að það sé þjóðarmorð, ofbeldi eða hryðjuverk. Ástandið á Gasa er algjörlega óþolandi og alþjóðasamfélagið verður að tala skýrar og meira. Það er mín skoðun,“ sagði Þorgerður Katrín. Hlusta má á svar Þorgerðar í Kryddsíldinni í spilaranum hér fyrir neðan. Hún ítrekar að atburðirnir á Gasa sé hryllilegir. „Við vitum að allur grunnurinn að þessu er hryðjuverkaárás Hamas 7. október fyrir rúmu ári síðan. En það hvernig Ísraelsmenn hafa brugðist við, hvernig þeir hafa með yfirgengilegum, hræðilegum hætti ráðist inn á Gasa og farið markvisst núna að spítölum, að innviðum...“ Þverpólitísk samstaða Alþingismanna „Ég fagna sérstaklega að þingið hérna heima náði þverpólitískt, og þá voru átta flokkar, að sameinast um ákveðna yfirlýsingu þegar kemur að þessu og fordæmingu á framferði Ísraelsmanna þegar kemur að þessum átökum fyrir botni Miðjarðarhafs,“ segir Þorgerður. Hún vill að Íslandi tali skýrari röddu en áður og þurfi að veita fólki í neyð, líkt og þeim sem búa á Gasa, hjálp og aðstoð. „Við þurfum líka, við Íslendingar höfum tekið undir það og síðasti utanríkisráðherra gerði það, að við verðum að mótmæla því þegar Ísrael er að gera allt til þess að stoppa meðal annars hjálparstofnun eins og UNRWA og fleira,“ segir Þorgerður. Þá vilji hún fylgja stefnu Norðurlanda en sú stefna er ekki skýr þar sem ekki er einhugur með allra Norðurlandanna. Norðmenn hafi verið ákveðnastir þegar komi að málefnum Palestínu. Þá hafi alþjóðasamfélagið í heild brugðist. „Mér finnst alþjóðasamfélagið að einhverju leyti hafa brugðist hvað það varðar, alveg eins og það hefur brugðist líka við það að taka á ýmsum öðrum þáttum og rótum þessa vanda.“ Lagatæknileg skilgreining „Eins og ég segi, mín skoðun er að horfa á þetta, ef að þjóðarmorð er það [hugtak] að lýsa yfir hryllilegum aðstæðum, gríðarlegu ofbeldi þá getur fólk talað um að það sé þjóðarmorð. Það er bara lagatæknileg skilgreining á alþjóðavísu sem þú þarft að falla undir. Ég veit bara ekki hvort það falli undir,“ segir Þorgerður. „Þetta er hræðilegt og við getum notað hvaða orð sem er.“ Að neðan má sjá Kryddsíld í heild sinni. Átök í Ísrael og Palestínu Kryddsíld Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Tengdar fréttir Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist vera búin að ákveða sig hvaða „flotti einstaklingur“ verði formaður þingflokksins. Hins vegar eigi eftir að greiða um það atkvæði á þingflokksfundi. 2. janúar 2025 11:56 „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Einar Lövdahl steig á stokk í Kryddsíld Stöðvar 2 þetta árið og flutti nýtt lag sitt Um mann sem móðgast. Árið var gjöfult hjá Einari sem gaf út Gegnumtrekk, fyrstu skáldsöguna sína, og svo lagið sem fékk áhorfendur Kryddsíldar til að brosa. 2. janúar 2025 11:31 Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Eins og hefð er fyrir lauk Kryddsíld fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi á hróshring meðal formanna flokkanna. Þar skiptust þau á fallegum orðum í garð hvors annars og kvöddu árið með hlýju í hjarta. 31. desember 2024 17:07 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, tjáði sig um málefni Ísraels og Palestínu í Kryddsíldinni sem sýnd var á Stöð 2 á gamlársdag. „Við getum farið í sama lagatæknilegu skilgreiningu hvort sem að það sé þjóðarmorð, ofbeldi eða hryðjuverk. Ástandið á Gasa er algjörlega óþolandi og alþjóðasamfélagið verður að tala skýrar og meira. Það er mín skoðun,“ sagði Þorgerður Katrín. Hlusta má á svar Þorgerðar í Kryddsíldinni í spilaranum hér fyrir neðan. Hún ítrekar að atburðirnir á Gasa sé hryllilegir. „Við vitum að allur grunnurinn að þessu er hryðjuverkaárás Hamas 7. október fyrir rúmu ári síðan. En það hvernig Ísraelsmenn hafa brugðist við, hvernig þeir hafa með yfirgengilegum, hræðilegum hætti ráðist inn á Gasa og farið markvisst núna að spítölum, að innviðum...“ Þverpólitísk samstaða Alþingismanna „Ég fagna sérstaklega að þingið hérna heima náði þverpólitískt, og þá voru átta flokkar, að sameinast um ákveðna yfirlýsingu þegar kemur að þessu og fordæmingu á framferði Ísraelsmanna þegar kemur að þessum átökum fyrir botni Miðjarðarhafs,“ segir Þorgerður. Hún vill að Íslandi tali skýrari röddu en áður og þurfi að veita fólki í neyð, líkt og þeim sem búa á Gasa, hjálp og aðstoð. „Við þurfum líka, við Íslendingar höfum tekið undir það og síðasti utanríkisráðherra gerði það, að við verðum að mótmæla því þegar Ísrael er að gera allt til þess að stoppa meðal annars hjálparstofnun eins og UNRWA og fleira,“ segir Þorgerður. Þá vilji hún fylgja stefnu Norðurlanda en sú stefna er ekki skýr þar sem ekki er einhugur með allra Norðurlandanna. Norðmenn hafi verið ákveðnastir þegar komi að málefnum Palestínu. Þá hafi alþjóðasamfélagið í heild brugðist. „Mér finnst alþjóðasamfélagið að einhverju leyti hafa brugðist hvað það varðar, alveg eins og það hefur brugðist líka við það að taka á ýmsum öðrum þáttum og rótum þessa vanda.“ Lagatæknileg skilgreining „Eins og ég segi, mín skoðun er að horfa á þetta, ef að þjóðarmorð er það [hugtak] að lýsa yfir hryllilegum aðstæðum, gríðarlegu ofbeldi þá getur fólk talað um að það sé þjóðarmorð. Það er bara lagatæknileg skilgreining á alþjóðavísu sem þú þarft að falla undir. Ég veit bara ekki hvort það falli undir,“ segir Þorgerður. „Þetta er hræðilegt og við getum notað hvaða orð sem er.“ Að neðan má sjá Kryddsíld í heild sinni.
Átök í Ísrael og Palestínu Kryddsíld Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Tengdar fréttir Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist vera búin að ákveða sig hvaða „flotti einstaklingur“ verði formaður þingflokksins. Hins vegar eigi eftir að greiða um það atkvæði á þingflokksfundi. 2. janúar 2025 11:56 „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Einar Lövdahl steig á stokk í Kryddsíld Stöðvar 2 þetta árið og flutti nýtt lag sitt Um mann sem móðgast. Árið var gjöfult hjá Einari sem gaf út Gegnumtrekk, fyrstu skáldsöguna sína, og svo lagið sem fékk áhorfendur Kryddsíldar til að brosa. 2. janúar 2025 11:31 Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Eins og hefð er fyrir lauk Kryddsíld fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi á hróshring meðal formanna flokkanna. Þar skiptust þau á fallegum orðum í garð hvors annars og kvöddu árið með hlýju í hjarta. 31. desember 2024 17:07 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist vera búin að ákveða sig hvaða „flotti einstaklingur“ verði formaður þingflokksins. Hins vegar eigi eftir að greiða um það atkvæði á þingflokksfundi. 2. janúar 2025 11:56
„Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Einar Lövdahl steig á stokk í Kryddsíld Stöðvar 2 þetta árið og flutti nýtt lag sitt Um mann sem móðgast. Árið var gjöfult hjá Einari sem gaf út Gegnumtrekk, fyrstu skáldsöguna sína, og svo lagið sem fékk áhorfendur Kryddsíldar til að brosa. 2. janúar 2025 11:31
Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Eins og hefð er fyrir lauk Kryddsíld fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi á hróshring meðal formanna flokkanna. Þar skiptust þau á fallegum orðum í garð hvors annars og kvöddu árið með hlýju í hjarta. 31. desember 2024 17:07