Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. janúar 2025 19:30 Heimsmeistari. James Fearn/Getty Images Enska undrabarnið, hinn 17 ára Luke Littler, er heimsmeistari í pílukasti í fyrsta sinn eftir öruggan sigur gegn þrefalda heimsmeistaranum Michael van Gerwen í Ally Pally í kvöld. Viðureignin var í beinni útsendingu á Vodafone Sport og hófst klukkan 20. Beina textalýsingu frá leiknum má sjá hér að neðan. Littler, sem er aðeins 17 ára, var í úrslitaleiknum annað árið í röð eftir að hafa tapað fyrir Luke Humphries fyrir ári. Van Gerwen er þrefaldur heimsmeistari en hann vann titilinn árin 2014, 2017 og 2019. Þrátt fyrir að vera tveir af bestu pílukösturum heims virtust þeir félagarnir vera nokkuð stressaðir í upphafi leiks. Meðaltal beggja var undir 90 og fátt um fína drætti í fyrsta setti. Littler hélt þó ró sinni í útskotunum, eitthvað sem Van Gerwen tókst ekki, og sá fyrrnefndi kom sér yfir með 3-1 sigri í fyrsta setti. FIRST SET TO LITTLER!Luke Littler wraps up the opening set against the darts!The 17-year-old sensation converts a trademark two-dart 80 finish to lead Van Gerwen 1-0!📺 https://t.co/pIQvhqYxEj#WCDarts | Final pic.twitter.com/YLlZbDKWow— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2025 Littler hafði svo mikla yfirburði í öðru setti þar sem hann vann alla þrjá leggina og kom sér í 2-0. Van Gerwen gekk því hugsi út af sviðinu í smá pásu, sem hann þurfti klárlega á að halda til að reyna að rétta sig af. Pásan gerði þó ekki mikið fyrir þrefalda heimsmeistarann því eftir hlé var meira af því sama. Littler virtist ekki geta klikkað á útskoti, en í þau fáu skipti sem Van Gerwen fékk tækifæri til að klára legg klikkaði hann. Littler kláraði þriðja settið 3-1 og setti svo tóninn í fjórða settinu með því að taka út 70 með einni pílu í búllið og annarri í tvöfaldan tíu. Van Gerwen náði að stela einum legg í settinu, en klikkaði svo heldur betur á útskoti í fjórða legg og Littler tók settið og komst í 4-0. Michael van Gerwen var á þessum tímapunkti aðeins búinn að hitta þremur pílum í tvöfaldan reit í sautján tilraunum. Já, sautján. LITTLER LEADS VAN GERWEN 4-0!Luke Littler is absolutely FLYING here!Van Gerwen's doubling woes resurface in the closing stages of set four, and Littler punishes to establish a four-set lead!📺 https://t.co/pIQvhqYxEj#WCDarts | Final pic.twitter.com/f6mMatjtut— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2025 Van Gerwen vaknaði loksins til lífsins í fimmta setti þar sem hann vann fyrsta legg. Littler jafnaði þegar hann tók út 130, en Van Gerwen bætti um betur í fjórða legg þar sem hann tók út 132 og vann loksins sitt fyrsta sett, staðan 4-1. Littler og Van Gerwen unnu svo sitt settið hvor fyrir næsta hlé þar sem Littler komst í 5-1 áður en Van Gerwen minnkaði muninn á ný í 5-2 með góðu útskoti í toppinn. Littler lét það þó ekki slá sig út af laginu og vann öruggan 3-0 sigur í áttunda setti, kom sér í 6-2 og var þá aðeins einu setti frá sínum fyrsta heimsmeistaratitli. Van Gerwen gerði svo vel þegar hann vann næsta sett, en þá var það bara orðið of seint. Littler kláraði næsta sett örugglega, 3-0, og tryggði sér þar með heimsmeistaratitilinn með 7-3 sigri, hans fyrsta heimsmeistaratitill á ferlinum. HISTORY. MADE. 🏆LUKE LITTLER HAS DONE IT!!!He is crowned the youngest ever champion as he wins the 2024/25 @paddypower World Darts Championship!A special talent. pic.twitter.com/HVI8KtWrhh— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2025 Vísir var með beina textalýsingu frá viðureigninni og má sjá hana hér fyrir neðan.
Viðureignin var í beinni útsendingu á Vodafone Sport og hófst klukkan 20. Beina textalýsingu frá leiknum má sjá hér að neðan. Littler, sem er aðeins 17 ára, var í úrslitaleiknum annað árið í röð eftir að hafa tapað fyrir Luke Humphries fyrir ári. Van Gerwen er þrefaldur heimsmeistari en hann vann titilinn árin 2014, 2017 og 2019. Þrátt fyrir að vera tveir af bestu pílukösturum heims virtust þeir félagarnir vera nokkuð stressaðir í upphafi leiks. Meðaltal beggja var undir 90 og fátt um fína drætti í fyrsta setti. Littler hélt þó ró sinni í útskotunum, eitthvað sem Van Gerwen tókst ekki, og sá fyrrnefndi kom sér yfir með 3-1 sigri í fyrsta setti. FIRST SET TO LITTLER!Luke Littler wraps up the opening set against the darts!The 17-year-old sensation converts a trademark two-dart 80 finish to lead Van Gerwen 1-0!📺 https://t.co/pIQvhqYxEj#WCDarts | Final pic.twitter.com/YLlZbDKWow— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2025 Littler hafði svo mikla yfirburði í öðru setti þar sem hann vann alla þrjá leggina og kom sér í 2-0. Van Gerwen gekk því hugsi út af sviðinu í smá pásu, sem hann þurfti klárlega á að halda til að reyna að rétta sig af. Pásan gerði þó ekki mikið fyrir þrefalda heimsmeistarann því eftir hlé var meira af því sama. Littler virtist ekki geta klikkað á útskoti, en í þau fáu skipti sem Van Gerwen fékk tækifæri til að klára legg klikkaði hann. Littler kláraði þriðja settið 3-1 og setti svo tóninn í fjórða settinu með því að taka út 70 með einni pílu í búllið og annarri í tvöfaldan tíu. Van Gerwen náði að stela einum legg í settinu, en klikkaði svo heldur betur á útskoti í fjórða legg og Littler tók settið og komst í 4-0. Michael van Gerwen var á þessum tímapunkti aðeins búinn að hitta þremur pílum í tvöfaldan reit í sautján tilraunum. Já, sautján. LITTLER LEADS VAN GERWEN 4-0!Luke Littler is absolutely FLYING here!Van Gerwen's doubling woes resurface in the closing stages of set four, and Littler punishes to establish a four-set lead!📺 https://t.co/pIQvhqYxEj#WCDarts | Final pic.twitter.com/f6mMatjtut— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2025 Van Gerwen vaknaði loksins til lífsins í fimmta setti þar sem hann vann fyrsta legg. Littler jafnaði þegar hann tók út 130, en Van Gerwen bætti um betur í fjórða legg þar sem hann tók út 132 og vann loksins sitt fyrsta sett, staðan 4-1. Littler og Van Gerwen unnu svo sitt settið hvor fyrir næsta hlé þar sem Littler komst í 5-1 áður en Van Gerwen minnkaði muninn á ný í 5-2 með góðu útskoti í toppinn. Littler lét það þó ekki slá sig út af laginu og vann öruggan 3-0 sigur í áttunda setti, kom sér í 6-2 og var þá aðeins einu setti frá sínum fyrsta heimsmeistaratitli. Van Gerwen gerði svo vel þegar hann vann næsta sett, en þá var það bara orðið of seint. Littler kláraði næsta sett örugglega, 3-0, og tryggði sér þar með heimsmeistaratitilinn með 7-3 sigri, hans fyrsta heimsmeistaratitill á ferlinum. HISTORY. MADE. 🏆LUKE LITTLER HAS DONE IT!!!He is crowned the youngest ever champion as he wins the 2024/25 @paddypower World Darts Championship!A special talent. pic.twitter.com/HVI8KtWrhh— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2025 Vísir var með beina textalýsingu frá viðureigninni og má sjá hana hér fyrir neðan.
Pílukast Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira