Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2025 12:01 BBC og Liverpool Echo eru meðal miðla sem hafa fjallað um árásina. Vísir Ungur stuðningsmaður Liverpool frá Blönduósi lenti í öndunarvél á sjúkrahúsi eftir að hópur manna og unglinga réðst á hann að tilefnislausu í miðborg Liverpool í fyrrinótt. Hann er útskrifaður af sjúkrahúsi og stefnir á stórleik um helgina, að sögn föður hans. Björn Ívar Jónsson, 21 árs gamall Blönduósingur, fór til Liverpool í fjölskylduferð til þess að vera viðstaddur nágrannaslag Liverpool og Manchester United á Anfield á sunnudag. Hann var á leið út af pöbb í miðborginni skömmu eftir miðnætti á aðfararnótt fimmtudags þegar karlmaður og hópur unglinga réðst skyndilega á hann að tilefnislausu. Hann var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús með höfuðáverka og var um tíma tengdur í öndunarvél, að sögn Jóns Arnar Stefánssonar, föður hans. „Ég var bara staddur heima á Blönduósi í fyrrakvöld og við fengum hringingu um eittleytið. Þá var hann bara meðvitundarlaus á götunni og fluttur með sjúkrabíl. Svo fer hann bara upp á spítala og tengdur við öndunarvél og var þar yfir nóttina í krítísku ástandi til að byrja með,“ segir Jón Örn við Vísi. Björn Ívar var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær. Fyrir utan höfuðáverkann hlaut hann smávægilega skurði. Jón Örn segir að sonur sinn sé heilsuhraustur og í góðu standi. Hann muni hins vegar ekki eftir árásinni sjálfur. Hann var kominn upp á hótel í Liverpool þegar Vísir náði sambandi við föður hans nú í morgun. Árásin átti sér stað á Hanover-stræti nærri gatnamótum Church-strætis í miðborg Liverpool. Myndin er frá öðrum stað í miðborginni.Vísir/Getty Sleginn á leið út af pöbb Árásin átti sér stað fyrir utan vínveitingahús sem Björn Ívar fór inn á með bróður sínum og kærustu hans í fyrrakvöld. „Þegar hann kemur út af vínveitingahúsi er ráðist á hliðina á honum og hann bara sleginn miðað við lýsingar hjá rannsóknarlögreglunni í Bretlandi,“ segir Jón Örn. Bjössi Jóns, eins og hann kallar sig, á góðri stundu fyrir framan veggmynd af Jürgen Klopp, fyrrverandi stjóra Liverpool.Björn Ívar Jónsson Þegar bróðir hans ætlaði út sjálfur hafi hann hringt í Björn Ívar en þá hafi kona svarað í símann. Hún var önnur tveggja eldri kvenna sem komu að Birni Ívari meðvitundarlausum í götunni og reyndu að aðstoða hann. „Hún sagði að hann lægi bara og að hún væri að reyna að aðstoða hann. Hann hljóp náttúrulega bara út, fann hann og fór með honum upp eftir,“ segir Jón Örn sem pantaði sér flugfar út um leið og hann fékk fréttirnar. Flestir unglinganna frá Manchester Jón Örn segir að lögreglan hafi verið fljót að hafa upp á árásarmönnunum með því að leggjast yfir upptökur úr öryggismyndavélum í miðborginni. Árásin hafi verið algerlega tilefnislaus. Sjö manns voru handteknir grunaðir um að ráðast á Björn Ívar, sex þeirra unglingar á aldrinum fimmtán til átján ára. Samkvæmt skriflegu svari lögreglunnar á Merseyside við fyrirspurn Vísis hefur 38 ára gömlum karlmanni verið sleppt og ungmenninn sex eru laus gegn tryggingu. Samkvæmt frétt staðarblaðsins Liverpool Echo er fullorðni karlmaðurinn frá Bootle, nágrannabæ Liverpool, en fimm unglinganna frá Manchester eða Salford sem er hluti af stærra Manchester-svæðinu. Lögreglan segir í svari til Vísis að ekkert bendi til þess að fótboltarígur hafi átt þátt í árásinni. Björn Ívar og fjölskylda fer á Anfield, heimavöll Liverpool, til að sjá heimamenn spila við erkifjendurna Manchester United á sunnudag.Vísir/EPA Læknirinn ábyrgðist að hann kæmist á leikinn Leikurinn sem Björn Ívar ætlaði á fer fram sídegis á sunnudaginn og segir Jón Örn að hann nái honum. „Læknirinn á sjúkrahúsinu sagðist tryggja það. Hann á sjálfur ársmiða á Anfield og hann ætlaði að gera allt sem hann gæti að koma honum á völlinn. Ef allt um þryti fengi hann ársmiðann hjá honum. Þannig að við tökum leikinn,“ segir Jón Örn. Stórliðin tvö sem etja kappi á sunnudaginn eiga nokkuð ólíku gengi að fagna þessa dagana. Liverpool trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en Mancester United er í fjórtánda sætinu, aðeins sjö stigum yfir fallsvæðinu. Enski boltinn Bretland Húnabyggð Íslendingar erlendis Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Björn Ívar Jónsson, 21 árs gamall Blönduósingur, fór til Liverpool í fjölskylduferð til þess að vera viðstaddur nágrannaslag Liverpool og Manchester United á Anfield á sunnudag. Hann var á leið út af pöbb í miðborginni skömmu eftir miðnætti á aðfararnótt fimmtudags þegar karlmaður og hópur unglinga réðst skyndilega á hann að tilefnislausu. Hann var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús með höfuðáverka og var um tíma tengdur í öndunarvél, að sögn Jóns Arnar Stefánssonar, föður hans. „Ég var bara staddur heima á Blönduósi í fyrrakvöld og við fengum hringingu um eittleytið. Þá var hann bara meðvitundarlaus á götunni og fluttur með sjúkrabíl. Svo fer hann bara upp á spítala og tengdur við öndunarvél og var þar yfir nóttina í krítísku ástandi til að byrja með,“ segir Jón Örn við Vísi. Björn Ívar var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær. Fyrir utan höfuðáverkann hlaut hann smávægilega skurði. Jón Örn segir að sonur sinn sé heilsuhraustur og í góðu standi. Hann muni hins vegar ekki eftir árásinni sjálfur. Hann var kominn upp á hótel í Liverpool þegar Vísir náði sambandi við föður hans nú í morgun. Árásin átti sér stað á Hanover-stræti nærri gatnamótum Church-strætis í miðborg Liverpool. Myndin er frá öðrum stað í miðborginni.Vísir/Getty Sleginn á leið út af pöbb Árásin átti sér stað fyrir utan vínveitingahús sem Björn Ívar fór inn á með bróður sínum og kærustu hans í fyrrakvöld. „Þegar hann kemur út af vínveitingahúsi er ráðist á hliðina á honum og hann bara sleginn miðað við lýsingar hjá rannsóknarlögreglunni í Bretlandi,“ segir Jón Örn. Bjössi Jóns, eins og hann kallar sig, á góðri stundu fyrir framan veggmynd af Jürgen Klopp, fyrrverandi stjóra Liverpool.Björn Ívar Jónsson Þegar bróðir hans ætlaði út sjálfur hafi hann hringt í Björn Ívar en þá hafi kona svarað í símann. Hún var önnur tveggja eldri kvenna sem komu að Birni Ívari meðvitundarlausum í götunni og reyndu að aðstoða hann. „Hún sagði að hann lægi bara og að hún væri að reyna að aðstoða hann. Hann hljóp náttúrulega bara út, fann hann og fór með honum upp eftir,“ segir Jón Örn sem pantaði sér flugfar út um leið og hann fékk fréttirnar. Flestir unglinganna frá Manchester Jón Örn segir að lögreglan hafi verið fljót að hafa upp á árásarmönnunum með því að leggjast yfir upptökur úr öryggismyndavélum í miðborginni. Árásin hafi verið algerlega tilefnislaus. Sjö manns voru handteknir grunaðir um að ráðast á Björn Ívar, sex þeirra unglingar á aldrinum fimmtán til átján ára. Samkvæmt skriflegu svari lögreglunnar á Merseyside við fyrirspurn Vísis hefur 38 ára gömlum karlmanni verið sleppt og ungmenninn sex eru laus gegn tryggingu. Samkvæmt frétt staðarblaðsins Liverpool Echo er fullorðni karlmaðurinn frá Bootle, nágrannabæ Liverpool, en fimm unglinganna frá Manchester eða Salford sem er hluti af stærra Manchester-svæðinu. Lögreglan segir í svari til Vísis að ekkert bendi til þess að fótboltarígur hafi átt þátt í árásinni. Björn Ívar og fjölskylda fer á Anfield, heimavöll Liverpool, til að sjá heimamenn spila við erkifjendurna Manchester United á sunnudag.Vísir/EPA Læknirinn ábyrgðist að hann kæmist á leikinn Leikurinn sem Björn Ívar ætlaði á fer fram sídegis á sunnudaginn og segir Jón Örn að hann nái honum. „Læknirinn á sjúkrahúsinu sagðist tryggja það. Hann á sjálfur ársmiða á Anfield og hann ætlaði að gera allt sem hann gæti að koma honum á völlinn. Ef allt um þryti fengi hann ársmiðann hjá honum. Þannig að við tökum leikinn,“ segir Jón Örn. Stórliðin tvö sem etja kappi á sunnudaginn eiga nokkuð ólíku gengi að fagna þessa dagana. Liverpool trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en Mancester United er í fjórtánda sætinu, aðeins sjö stigum yfir fallsvæðinu.
Enski boltinn Bretland Húnabyggð Íslendingar erlendis Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira