„Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2025 11:54 Fyrirliðinn Aron Pálmarsson á æfingu landsliðsins í Víkinni í dag. vísir/Ívar „Það er alltaf allt jákvætt svona í byrjun og svo þurfum við að halda því þannig,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, ánægður með byrjunina á undirbúningi fyrir HM í handbolta. Hann hefur einnig notið þess í botn að snúa á ný í atvinnumennsku í vetur, með Veszprém, og fékk blíðar viðtökur hjá sínu gamla félagi þrátt fyrir viðskilnaðinn árið 2017. Aron hefur reyndar ekki verið með af fullum krafti á fyrstu tveimur æfingum landsliðsins, í gær og í dag, en í viðtali við Vísi í Víkinni í dag segir hann ekkert að óttast: „Ég fékk aðeins of langt jólafrí og fór aðeins fram úr mér í æfingum, en ekkert til að hafa áhyggjur af. Bara að passa að fara ekki aftur fram úr sér. Ég verð hundrað prósent klár í æfingu á mánudaginn.“ Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Aron á æfingu fyrir HM Íslenska liðið varð þó fyrir áfalli í byrjun síðasta mánaðar þegar Ómar Ingi Magnússon, handboltamaður ársins 2024 hjá HSÍ, meiddist í ökkla. Hann missir því af HM, sem Ísland byrjar með leik við Grænhöfðaeyjar 16. janúar: „Það er hrikalegt. Ömurlegt bæði fyrir hann og liðið. Við gætum alveg notað Ómar. Leikmaður sem er í heimsklassa og það myndu öll lið sakna hans. En við erum auðvitað með breidd í þessari stöðu. Viggó [Kristjánsson] hefur spilað frábærlega í mörg ár og það er hans tími til að skína núna. Ég hef engar áhyggjur af því svo sem,“ sagði Aron. „Hefur verið algjör veisla“ Eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu FH síðasta vor fór Aron óvænt aftur í atvinnumennsku í október, og sneri þá aftur til ungverska stórveldisins Veszprém. Hann nýtur þess í botn að vera mættur aftur í deild þeirra bestu, Meistaradeild Evrópu, sem hann hefur þrívegis unnið með Kiel og Barcelona: „Það hefur verið algjör veisla. Ég fann að ég saknaði þess pínu. Ég var fljótur að aðlagast, þekkti klúbbinn vel, þjálfarann mjög vel og hafði spilað með mörgum leikmönnum þarna. Það er fínt að vera kominn í atvinnumannaumhverfið aftur. Auðvitað fylgja þessu smábreytingar fjölskyldulega, en ég á frábært fólk að sem styður við þetta. Þannig að þetta er bara jákvætt,“ sagði Aron. „Notaði þetta til að mótivera mig“ Mikið var rætt og ritað um viðskilnað hans við Veszprém á sínum tíma, en forráðamenn félagsins á þeim tíma virtust þá vægast sagt afar óánægðir með framkomu Arons, en honum var afar vel tekið við endurkomuna: „Ég reyndar tók eftir því núna að það eru eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp,“ sagði Aron léttur í viðtali við nafna sinn, Aron Guðmundsson, á æfingu í dag. „Það var enginn með eitthvað vesen og allir bara mjög ánægðir að sjá mig. Enda er langt síðan. Ný stjórn og nýr þjálfari, og búnir að vera nokkrir þjálfarar síðan. Það bar enginn nokkurn kala til mín þegar ég kom aftur en ég notaði þetta samt aðeins í byrjun til að mótivera mig.“ HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska karlalandsliðið í handbolta er byrjað að æfa fyrir heimsmeistaramótið sem brátt hefst í Króatíu, Danmörku og Noregi. 2. janúar 2025 13:32 Aron aftur til Veszprém eftir stormasaman viðskilnað Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, mun yfirgefa FH og spila með ungverska stórliðinu Veszprém á nýjan leik, út yfirstandandi leiktíð. 17. október 2024 19:46 Snorri fagnar ákvörðun Arons: „Mér finnst þetta virðingarvert“ Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari fagnar því að Aron Pálmarsson sé aftur að fara að spila með liði í Meistaradeild Evrópu, og segir það lýsandi fyrir persónueinkenni landsliðsfyrirliðans. 21. október 2024 14:45 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira
Aron hefur reyndar ekki verið með af fullum krafti á fyrstu tveimur æfingum landsliðsins, í gær og í dag, en í viðtali við Vísi í Víkinni í dag segir hann ekkert að óttast: „Ég fékk aðeins of langt jólafrí og fór aðeins fram úr mér í æfingum, en ekkert til að hafa áhyggjur af. Bara að passa að fara ekki aftur fram úr sér. Ég verð hundrað prósent klár í æfingu á mánudaginn.“ Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Aron á æfingu fyrir HM Íslenska liðið varð þó fyrir áfalli í byrjun síðasta mánaðar þegar Ómar Ingi Magnússon, handboltamaður ársins 2024 hjá HSÍ, meiddist í ökkla. Hann missir því af HM, sem Ísland byrjar með leik við Grænhöfðaeyjar 16. janúar: „Það er hrikalegt. Ömurlegt bæði fyrir hann og liðið. Við gætum alveg notað Ómar. Leikmaður sem er í heimsklassa og það myndu öll lið sakna hans. En við erum auðvitað með breidd í þessari stöðu. Viggó [Kristjánsson] hefur spilað frábærlega í mörg ár og það er hans tími til að skína núna. Ég hef engar áhyggjur af því svo sem,“ sagði Aron. „Hefur verið algjör veisla“ Eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu FH síðasta vor fór Aron óvænt aftur í atvinnumennsku í október, og sneri þá aftur til ungverska stórveldisins Veszprém. Hann nýtur þess í botn að vera mættur aftur í deild þeirra bestu, Meistaradeild Evrópu, sem hann hefur þrívegis unnið með Kiel og Barcelona: „Það hefur verið algjör veisla. Ég fann að ég saknaði þess pínu. Ég var fljótur að aðlagast, þekkti klúbbinn vel, þjálfarann mjög vel og hafði spilað með mörgum leikmönnum þarna. Það er fínt að vera kominn í atvinnumannaumhverfið aftur. Auðvitað fylgja þessu smábreytingar fjölskyldulega, en ég á frábært fólk að sem styður við þetta. Þannig að þetta er bara jákvætt,“ sagði Aron. „Notaði þetta til að mótivera mig“ Mikið var rætt og ritað um viðskilnað hans við Veszprém á sínum tíma, en forráðamenn félagsins á þeim tíma virtust þá vægast sagt afar óánægðir með framkomu Arons, en honum var afar vel tekið við endurkomuna: „Ég reyndar tók eftir því núna að það eru eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp,“ sagði Aron léttur í viðtali við nafna sinn, Aron Guðmundsson, á æfingu í dag. „Það var enginn með eitthvað vesen og allir bara mjög ánægðir að sjá mig. Enda er langt síðan. Ný stjórn og nýr þjálfari, og búnir að vera nokkrir þjálfarar síðan. Það bar enginn nokkurn kala til mín þegar ég kom aftur en ég notaði þetta samt aðeins í byrjun til að mótivera mig.“
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska karlalandsliðið í handbolta er byrjað að æfa fyrir heimsmeistaramótið sem brátt hefst í Króatíu, Danmörku og Noregi. 2. janúar 2025 13:32 Aron aftur til Veszprém eftir stormasaman viðskilnað Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, mun yfirgefa FH og spila með ungverska stórliðinu Veszprém á nýjan leik, út yfirstandandi leiktíð. 17. október 2024 19:46 Snorri fagnar ákvörðun Arons: „Mér finnst þetta virðingarvert“ Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari fagnar því að Aron Pálmarsson sé aftur að fara að spila með liði í Meistaradeild Evrópu, og segir það lýsandi fyrir persónueinkenni landsliðsfyrirliðans. 21. október 2024 14:45 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira
Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska karlalandsliðið í handbolta er byrjað að æfa fyrir heimsmeistaramótið sem brátt hefst í Króatíu, Danmörku og Noregi. 2. janúar 2025 13:32
Aron aftur til Veszprém eftir stormasaman viðskilnað Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, mun yfirgefa FH og spila með ungverska stórliðinu Veszprém á nýjan leik, út yfirstandandi leiktíð. 17. október 2024 19:46
Snorri fagnar ákvörðun Arons: „Mér finnst þetta virðingarvert“ Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari fagnar því að Aron Pálmarsson sé aftur að fara að spila með liði í Meistaradeild Evrópu, og segir það lýsandi fyrir persónueinkenni landsliðsfyrirliðans. 21. október 2024 14:45