Aukið flóð við Hvítá Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. janúar 2025 11:59 Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti þessa mynd af aðstæðum við Hvítá í gær. Vatnsmagnið sem flæðir er nú meira að sögn lögreglu. mynd/eldfjalla- og náttúruvárhópur suðurlands Flóð vegna klakastíflu í Hvíta við Brúnastaði hefur aukist talsvert síðan í gær að sögn lögreglu og ómögulegt er að segja til um þróunina. Veðurstofa, almannavarnir og lögregla fylgjast grannt með málinu. Í gær varaði Veðurstofan við því að vatn væri tekið að flæða yfir bakka Hvítár við Brúnastaði vegna klakastíflu sem verið hefur að myndast undanfarna daga. Lögreglan á Suðurlandi fór nú á tólfta tímanum á staðinn til þess að kanna aðstæður. „Við settum dróna á loft til að skoða þetta og bera saman við stöðuna í gærkvöldi,“ sagði Þorsteinn Matthías Kristinsson, aðalvarðstjóri, þegar fréttastofa náði af honum tali við árbakkann. Flóðið er nú talsvert meira en í gær. „Það er talsvert meira vatnsmagn sem fer fram hjá stíflunni við svokallaða flóðgátt við Hvítá, sem rennur svo yfir í Flóaáveitu, eða rennur fram hjá þessari stíflu og aðeins út á tún, og aftur út í Flóáveituna,“ sagði Þorsteinn beðinn um að lýsa aðstæðum. Vatnsborð hækkaði snögglega í gær.mynd/eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands benti á að vatnsborð hafi hækkaði um einn og hálfan metra á um tuttugu mínútum í gær og því ljóst að vatnið hafi tekið að flæða nokkuð snögglega. Fólk er beðið um að sýna aðgát á svæðinu en Veðurstofan, almannavarnir og lögregla fylgjast náið með þróuninni. „Þetta hefur í gegnum tíðina eitthvað flætt um hérna en ég þori ekki að spá til um það hvernig þetta þróast. Ef vatnið fer að flæmast hér um tún og annað slíkt, og ræsi og brýr taka ekki við þessu, veit maður ekki hvað gerist,“ segir Þorsteinn. Flóahreppur Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Í gær varaði Veðurstofan við því að vatn væri tekið að flæða yfir bakka Hvítár við Brúnastaði vegna klakastíflu sem verið hefur að myndast undanfarna daga. Lögreglan á Suðurlandi fór nú á tólfta tímanum á staðinn til þess að kanna aðstæður. „Við settum dróna á loft til að skoða þetta og bera saman við stöðuna í gærkvöldi,“ sagði Þorsteinn Matthías Kristinsson, aðalvarðstjóri, þegar fréttastofa náði af honum tali við árbakkann. Flóðið er nú talsvert meira en í gær. „Það er talsvert meira vatnsmagn sem fer fram hjá stíflunni við svokallaða flóðgátt við Hvítá, sem rennur svo yfir í Flóaáveitu, eða rennur fram hjá þessari stíflu og aðeins út á tún, og aftur út í Flóáveituna,“ sagði Þorsteinn beðinn um að lýsa aðstæðum. Vatnsborð hækkaði snögglega í gær.mynd/eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands benti á að vatnsborð hafi hækkaði um einn og hálfan metra á um tuttugu mínútum í gær og því ljóst að vatnið hafi tekið að flæða nokkuð snögglega. Fólk er beðið um að sýna aðgát á svæðinu en Veðurstofan, almannavarnir og lögregla fylgjast náið með þróuninni. „Þetta hefur í gegnum tíðina eitthvað flætt um hérna en ég þori ekki að spá til um það hvernig þetta þróast. Ef vatnið fer að flæmast hér um tún og annað slíkt, og ræsi og brýr taka ekki við þessu, veit maður ekki hvað gerist,“ segir Þorsteinn.
Flóahreppur Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels