„Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Hinrik Wöhler skrifar 4. janúar 2025 15:30 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, náði ekki að stela stigi af sterku liði Hauka í Olís-deild kvenna í dag. Vísir/Diego Stjarnan beið lægri hlut á móti Haukum í Olís-deild kvenna í dag. Deildin fór af stað að nýju eftir tæplega tveggja mánaða hlé og sigruðu Haukar leikinn með þremur mörkum, 32-29. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður valda kafla í leiknum þrátt fyrir ósigur á heimavelli í dag. „Ég er ánægður með margt miðað við hvernig leikirnir hafa verið hjá okkur í vetur. Við spiluðum vel á móti ÍR í síðasta leik fyrir pásuna en Haukar eru gríðarlega sterkt og þetta var jafn leikur framan af.“ „Við gefum aðeins eftir í hlaupunum til baka síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik. Þess vegna voru Haukarnir yfir í hálfleik en annars var ég ánægður með varnarleikinn. Við vildum stöðva Elínu [Klöru Þorkelsdóttur] og Rut [Jónsdóttur] í þessari einn á einn stöðu og við vildum fá færin úr hornunum og Hrafnhildur [Anna Þorleifsdóttir] var að verja vel,“ sagði Patrekur skömmu eftir leik. Stjörnukonur skoruðu 29 mörk í dag en það dugði skammt fyrir Garðbæinga í dag. Patrekur var ánægður með sóknarleikinn en Haukar gengu á lagið þegar Stjarnan átti slæma kafla í leiknum og munurinn varð of mikill fyrir Garðbæinga. „Sóknarlega vorum við oft á tíðum beinskeyttar og ég var ánægður með það. Til þess að klára að leikinn hefði ekki mátt koma kaflar eins og í byrjun seinni hálfleiks. Það var ekki alveg kveikt á perunni þar. Í heildina var þetta töluvert betra en það sem við vorum að sýna núna en til dæmis ÍR-leikurinn sem við unnum.“ Stjarnan byrjaði leikinn gríðarlega vel og um miðbik fyrri hálfleiks var staðan 10-6. Skömmu síðar slökknaði neistinn hjá leikmönnum Stjörnunnar og Haukar gengu á lagið. „Við vorum að hlaupa fínt til baka og Haukar eru þannig lið að þær eru mjög góðar að keyra upp og við gerum það ekki nægilega vel, hver svo sem ástæðan er. Leikmenn ná ekki að skanna völlinn, þetta er einbeiting og Haukar gerðu þetta einnig vel – það er munurinn,“ sagði Patrekur þegar hann var spurður út í slæman kafla undir lok fyrri hálfleiks. Annar bragur á liðinu eftir langt frí Stjarnan hefur aðeins sigrað þrjá leiki í fyrstu tíu umferðum deildarinnar en þrátt fyrir tap í dag sér Patrekur miklar framfarir hjá liðinu. „Til þess að vinna leikinn hefðum við þurft að hlaupa betur til baka en ég get ekki annað en hrósað stelpunum því að þetta eru gríðarlega framfarir þó að maður vill alltaf vinna þá er þetta töluverður munur frá fyrstu leikjunum okkar í september og október.“ Olís-deild kvenna hefur verið í löngu fríi vegna EM-kvenna í handbolta og hátíðanna. Stjarnan lék síðast þann 13. nóvember og segir Patrekur að þetta hafa verið ansi langt en liðið náði þó að nýta hléið vel. „Auðvitað var hún kannski fulllöng, einhverjir 50 dagar, en ég held að við höfum haft gott af því. Framan af móti vorum við að berjast við meiðsli og fáliðuð. Núna í desember í æfingaferðinni úti náðum við að æfa betur sex á sex og það er vonandi að skila sér. Það hefði verið að gaman að stela stigi eða vinna en það gekk ekki alveg,“ sagði þjálfarinn að lokum. Olís-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Sjá meira
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður valda kafla í leiknum þrátt fyrir ósigur á heimavelli í dag. „Ég er ánægður með margt miðað við hvernig leikirnir hafa verið hjá okkur í vetur. Við spiluðum vel á móti ÍR í síðasta leik fyrir pásuna en Haukar eru gríðarlega sterkt og þetta var jafn leikur framan af.“ „Við gefum aðeins eftir í hlaupunum til baka síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik. Þess vegna voru Haukarnir yfir í hálfleik en annars var ég ánægður með varnarleikinn. Við vildum stöðva Elínu [Klöru Þorkelsdóttur] og Rut [Jónsdóttur] í þessari einn á einn stöðu og við vildum fá færin úr hornunum og Hrafnhildur [Anna Þorleifsdóttir] var að verja vel,“ sagði Patrekur skömmu eftir leik. Stjörnukonur skoruðu 29 mörk í dag en það dugði skammt fyrir Garðbæinga í dag. Patrekur var ánægður með sóknarleikinn en Haukar gengu á lagið þegar Stjarnan átti slæma kafla í leiknum og munurinn varð of mikill fyrir Garðbæinga. „Sóknarlega vorum við oft á tíðum beinskeyttar og ég var ánægður með það. Til þess að klára að leikinn hefði ekki mátt koma kaflar eins og í byrjun seinni hálfleiks. Það var ekki alveg kveikt á perunni þar. Í heildina var þetta töluvert betra en það sem við vorum að sýna núna en til dæmis ÍR-leikurinn sem við unnum.“ Stjarnan byrjaði leikinn gríðarlega vel og um miðbik fyrri hálfleiks var staðan 10-6. Skömmu síðar slökknaði neistinn hjá leikmönnum Stjörnunnar og Haukar gengu á lagið. „Við vorum að hlaupa fínt til baka og Haukar eru þannig lið að þær eru mjög góðar að keyra upp og við gerum það ekki nægilega vel, hver svo sem ástæðan er. Leikmenn ná ekki að skanna völlinn, þetta er einbeiting og Haukar gerðu þetta einnig vel – það er munurinn,“ sagði Patrekur þegar hann var spurður út í slæman kafla undir lok fyrri hálfleiks. Annar bragur á liðinu eftir langt frí Stjarnan hefur aðeins sigrað þrjá leiki í fyrstu tíu umferðum deildarinnar en þrátt fyrir tap í dag sér Patrekur miklar framfarir hjá liðinu. „Til þess að vinna leikinn hefðum við þurft að hlaupa betur til baka en ég get ekki annað en hrósað stelpunum því að þetta eru gríðarlega framfarir þó að maður vill alltaf vinna þá er þetta töluverður munur frá fyrstu leikjunum okkar í september og október.“ Olís-deild kvenna hefur verið í löngu fríi vegna EM-kvenna í handbolta og hátíðanna. Stjarnan lék síðast þann 13. nóvember og segir Patrekur að þetta hafa verið ansi langt en liðið náði þó að nýta hléið vel. „Auðvitað var hún kannski fulllöng, einhverjir 50 dagar, en ég held að við höfum haft gott af því. Framan af móti vorum við að berjast við meiðsli og fáliðuð. Núna í desember í æfingaferðinni úti náðum við að æfa betur sex á sex og það er vonandi að skila sér. Það hefði verið að gaman að stela stigi eða vinna en það gekk ekki alveg,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Olís-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Sjá meira