Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. janúar 2025 20:58 Glódís Perla átti sigurinn svo sannarlega skilinn. Vísir/Hulda Margrét Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta sem og stórliðsins Bayern München, var kjörin Íþróttamaður ársins 2024 af Samtökum íþróttafréttamanna. Hin 29 ára gamla Glódís Perla var í 3. sæti kjörsins á síðasta ári en gerði gott betur í ár og hlaut fullt hús stiga í kosningunni að þessu sinni. Undanfarin þrjú ár hafa handboltamenn Íslands hlotið nafnbótina, Gísli Þorgeir Kristjánsson á síðasta ári og Ómar Ingi Magnússon árin tvö þar á undan. Það komst hins vegar engin/n með tærnar þar sem Glódís Perla hafði hælana árið 2024. Glódís Perla fékk alls 480 stig sem er fullt hús stiga eins og áður. Það kemur því ekki á óvart að hún hafi borið af í kosningunni þessu sinni en í 2. sæti var kraftlyftingakonan Sóley Margrét Jónsdóttir með 217 stig og Eygló Fanndal Sturludóttir, sem keppir í ólympískum lyftingum, var í 3. sæti með 159 stig. Glódís Perla með viðurkenningu fyrir að vera meðal tíu efstu í kjörinu.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Glódís Perla átti frábært ár með bæði íslenska landsliðinu sem og Bayern. Hún bar fyrirliðabandið þegar Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Sviss næsta sumar. Þar er Ísland í riðli með heimakonum, Noregi og Finnlandi. Bayern fór taplaust í gegnum deildina og stóð uppi sem Þýskalandsmeistari. Fékk liðið aðeins á sig átta mörk í 22 deildarleikjum. Liðið fór alla leið í bikarúrslit þar sem það mátti hins vegar þola 0-2 tap gegn Wolfsburg. Liðið endaði hins vegar óvænt í 3. sæti í sínum riðli í Meistaradeild Evrópu og komst ekki í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Þá var Glódís Perla efsti miðvörður í kjöri Gullboltans (Ballon d'Or) sem og efsti miðvörðurinn á lista The Guardian yfir 100 bestu knattspyrnukonur í heimi. Samkvæmt því má með sanni segja að Glódís Perla sé besti miðvörður heims um þessar mundir. Íþróttamaður ársins 1. Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna 480 2. Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar 217 3. Eygló Fanndal Sturludóttir, ólympískar lyftingar 159 4. Albert Guðmundsson, knattspyrna 156 5. Anton Sveinn McKee, sund 131 6. Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur 94 7. Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund 69 8. Orri Steinn Óskarsson, knattspyrna 67 9. Sveindís Jane Jónsdóttir, knattspyrna 57 10. Ásta Kristinsdóttir, fimleikar 53 Íþróttamaður ársins Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Sjá meira
Hin 29 ára gamla Glódís Perla var í 3. sæti kjörsins á síðasta ári en gerði gott betur í ár og hlaut fullt hús stiga í kosningunni að þessu sinni. Undanfarin þrjú ár hafa handboltamenn Íslands hlotið nafnbótina, Gísli Þorgeir Kristjánsson á síðasta ári og Ómar Ingi Magnússon árin tvö þar á undan. Það komst hins vegar engin/n með tærnar þar sem Glódís Perla hafði hælana árið 2024. Glódís Perla fékk alls 480 stig sem er fullt hús stiga eins og áður. Það kemur því ekki á óvart að hún hafi borið af í kosningunni þessu sinni en í 2. sæti var kraftlyftingakonan Sóley Margrét Jónsdóttir með 217 stig og Eygló Fanndal Sturludóttir, sem keppir í ólympískum lyftingum, var í 3. sæti með 159 stig. Glódís Perla með viðurkenningu fyrir að vera meðal tíu efstu í kjörinu.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Glódís Perla átti frábært ár með bæði íslenska landsliðinu sem og Bayern. Hún bar fyrirliðabandið þegar Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Sviss næsta sumar. Þar er Ísland í riðli með heimakonum, Noregi og Finnlandi. Bayern fór taplaust í gegnum deildina og stóð uppi sem Þýskalandsmeistari. Fékk liðið aðeins á sig átta mörk í 22 deildarleikjum. Liðið fór alla leið í bikarúrslit þar sem það mátti hins vegar þola 0-2 tap gegn Wolfsburg. Liðið endaði hins vegar óvænt í 3. sæti í sínum riðli í Meistaradeild Evrópu og komst ekki í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Þá var Glódís Perla efsti miðvörður í kjöri Gullboltans (Ballon d'Or) sem og efsti miðvörðurinn á lista The Guardian yfir 100 bestu knattspyrnukonur í heimi. Samkvæmt því má með sanni segja að Glódís Perla sé besti miðvörður heims um þessar mundir. Íþróttamaður ársins 1. Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna 480 2. Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar 217 3. Eygló Fanndal Sturludóttir, ólympískar lyftingar 159 4. Albert Guðmundsson, knattspyrna 156 5. Anton Sveinn McKee, sund 131 6. Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur 94 7. Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund 69 8. Orri Steinn Óskarsson, knattspyrna 67 9. Sveindís Jane Jónsdóttir, knattspyrna 57 10. Ásta Kristinsdóttir, fimleikar 53
Íþróttamaður ársins Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Sjá meira