Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. janúar 2025 20:46 Þórir kvaddur með stæl. EPA/Liselotte Sabroe Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta, er þjálfari ársins 2024 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld. Þá var Þórir kjörinn þjálfari ársins í Noregi. Þóri þarf ekki að kynna fyrir landsmönnum en hann er einn sigursælasti þjálfari Íslandssögunnar - þó svo að titlar hans hafi komið með kvennalandsliði Noregs. Hann var í 2. sæti kjörsins í fyrra en gerði gott betur í ár og vann með miklum yfirburðum. Þórir hlaut 116 atkvæði á meðan Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, var í 2. sæti með 48 stig og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta, var í 3. sæti með 17 stig. Þetta er í þriðja sinn sem Þórir er kjörinn þjálfari ársins en hann hlaut verðlaunin árin 2021 og 2022. Þá hefur hann fjórum sinnum verið í 2. sæti í kjörinu. Þórir þakkaði fyrir sig í gegnum myndband sem birt var.Vísir/Hulda Margrét Þórir hefur ákveðið að hætta með norska kvennalandsliðið og verður ekki annað sagt en hann hafi hætt á toppnum. Vann hann til tveggja gullverðlauna á sínu síðasta ári sem þjálfari liðsins. Þær norsku stóðu uppi sem Ólympíumeistarar í París í ágúst á síðasta ári og í desember bættu þeir Evrópumeistaratitlinum við. Það kemur því ekki á óvart að liðið hafi verið kjörið lið ársins í Noregi. Alls vann norska kvennalandsliðið vann alls 11 gullverðlaun undir stjórn Þóris frá 2009 til 2024. Ekki nóg með að vera kjörinn þjálfari ársins á Íslandi heldur var Þórir einnig kjörinn þjálfari ársins í Noregi. Geri aðrir betur. Alls tóku 24 íþróttafréttamenn þátt í kjörinu og valdi hver og einn þrjá bestu þjálfara ársins að sínu mati. Fimm stig fengust fyrir efsta sæti, þrjú fyrir 2. sæti og eitt stig fyrir það þriðja. Þjálfari ársins 1. Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennaliðs Noregs í handbolta 116 2. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta 48 3. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta 17 4. Alfreð Gíslason, þjálfari karlaliðs Þýskalands í handbolta 15 5. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals í handbolta 9 6. Halldór Árnason, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta 6 7. Freyr Alexandersson, þjálfari karlaliðs Kortrijk í fótbolta 5 Íþróttamaður ársins Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sjá meira
Þóri þarf ekki að kynna fyrir landsmönnum en hann er einn sigursælasti þjálfari Íslandssögunnar - þó svo að titlar hans hafi komið með kvennalandsliði Noregs. Hann var í 2. sæti kjörsins í fyrra en gerði gott betur í ár og vann með miklum yfirburðum. Þórir hlaut 116 atkvæði á meðan Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, var í 2. sæti með 48 stig og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta, var í 3. sæti með 17 stig. Þetta er í þriðja sinn sem Þórir er kjörinn þjálfari ársins en hann hlaut verðlaunin árin 2021 og 2022. Þá hefur hann fjórum sinnum verið í 2. sæti í kjörinu. Þórir þakkaði fyrir sig í gegnum myndband sem birt var.Vísir/Hulda Margrét Þórir hefur ákveðið að hætta með norska kvennalandsliðið og verður ekki annað sagt en hann hafi hætt á toppnum. Vann hann til tveggja gullverðlauna á sínu síðasta ári sem þjálfari liðsins. Þær norsku stóðu uppi sem Ólympíumeistarar í París í ágúst á síðasta ári og í desember bættu þeir Evrópumeistaratitlinum við. Það kemur því ekki á óvart að liðið hafi verið kjörið lið ársins í Noregi. Alls vann norska kvennalandsliðið vann alls 11 gullverðlaun undir stjórn Þóris frá 2009 til 2024. Ekki nóg með að vera kjörinn þjálfari ársins á Íslandi heldur var Þórir einnig kjörinn þjálfari ársins í Noregi. Geri aðrir betur. Alls tóku 24 íþróttafréttamenn þátt í kjörinu og valdi hver og einn þrjá bestu þjálfara ársins að sínu mati. Fimm stig fengust fyrir efsta sæti, þrjú fyrir 2. sæti og eitt stig fyrir það þriðja. Þjálfari ársins 1. Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennaliðs Noregs í handbolta 116 2. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta 48 3. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta 17 4. Alfreð Gíslason, þjálfari karlaliðs Þýskalands í handbolta 15 5. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals í handbolta 9 6. Halldór Árnason, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta 6 7. Freyr Alexandersson, þjálfari karlaliðs Kortrijk í fótbolta 5
Íþróttamaður ársins Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sjá meira