„Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 5. janúar 2025 09:02 Feðurnir nefndu allir að skortur væri á fræðslu og upplýsingagjöf varðandi það hvað var að fara taka við og hvert þeirra hlutverk ætti að vera fyrstu vikurnar og mánuðina eftir fæðingu þar sem að foreldrahlutverkið er krefjandi. Getty „Þetta er alltaf tengt föðurhlutverkinu einhvern veginn, okkur líður eins og við séum fyrir og það er engin þörf fyrir okkur,“ segir 32 ára íslenskur faðir. Hann er einn af fjórum feðrum sem Andrea Ösp Kristinsdóttir ræddi við í tengslum við lokaverkefni sitt til BA-prófs í uppeldis og menntunarfræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands síðastliðið vor. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvaða sýn feður, sem taka fæðingarorlof, fá frá samfélaginu og hvernig þeir upplifa tengslamyndun við barn sitt. Í tengslum við rannsóknina ræddi Andrea við fjóra íslenska feður á aldrinum 27 til 36 ára sem allir áttu það sameiginlegt að hafa tekið sex mánaða fæðingarorlof en verið að minnsta kosti fjóra mánuði einir með barni sínu án barnsmóður. Feðurnir áttu það sameiginlegt að þeir bjuggu allir með barnsmóður sinni og áttu börn sem fædd voru eftir að nýjasta fæðingarorlofslöggjöfin tók gildi eða árið 2021. Allir þeirra nema einn voru að verða feður í fyrsta skiptið og vissu því lítið hvað væri framundan í þessu krefjandi hlutverki sem biði þeirra. Allir viðmælendurnir upplifðu stuðning og jákvætt viðhorf frá vinnuveitendum, fjölskyldu og vinum til fæðingarorlofstöku þeirra. Það stóð upp úr ummælum viðmælenda að fæðingarorlofstaka feðra væri sjálfsögð og ekkert sem krafðist frekari umræðu hvað hana varðar. Hugmyndin kviknaði í fæðingarorlofinu „Fyrst og fremst valdi ég þetta viðfangsefni vegna þess að mér fannst umræðan um þátttöku feðra í uppeldi og heimilishaldi í samfélaginu ábótavant. Mér fannst umræðan um þriðju vaktina á köflum ósanngjörn í garð þeirra feðra sem eru að gera sitt allra besta,“ segir Andrea í samtali við Vísi en hún segir kveikjuna að verkefninu hafa kviknað þegar hún var sjálf í fæðingarorlofi á sínum tíma. Líkt og Andrea bendir á hefur vitundarvakning átt sér stað í samfélaginu síðustu ár um mikilvægi feðra í uppeldi barna sinna og þátttöku þeirra til heimilishalds.Aðsend „Þá sat ég svolítið mikið ein með ábyrgðina því ég og maðurinn minn vorum í þeirri stöðu að hann var nýbúinn að stofna fyrirtæki með pabba sínum sem þarfnaðist mikillar vinnu við að starta og byggja upp þannig minn maður tók ekkert fæðingarorlof einn með stráknum okkar. Mér gramdist það mjög, svona í ljósi þess í hvaða námi ég var og vissi því vel hvað þátttaka hans myndi skipta miklu máli fyrir framtíð sonar okkar sem og parasambandið. Einnig fannst mér erfitt að vera svona meðvituð um hversu mikil áhrif það hefur á son minn að vera einn með bugaðri og þreyttri móður og kveikja þar með undir einhverskonar „trauma“ í heilanum á litla saklausa barninu okkar. Þannig það eru kostir og gallar að vera svona svakalega meðvituð um það sem betur mætti fara og það gerir það að verkum að pressan á að vera hin fullkomna móðir verður ennþá meiri.“ Upplifði algjört spennufall Feðurnir sem Andrea ræddi við nefndu allir að skortur væri á fræðslu og upplýsingagjöf varðandi það hvað var að fara taka við og hvert þeirra hlutverk ætti að vera fyrstu vikurnar og mánuðina eftir fæðingu þar sem að foreldrahlutverkið er krefjandi. Við greiningu gagnanna kom í ljós að viðmót heilbrigðisþjónustunnar veitti feðrum ekki nægilega athygli og mætti í sumum tilfellum tileinka sér betra viðmót gagnvart feðrum í fæðingarferlinu. Einn úr hópnum, sem nefndur er Jónas og er 27 ára kerfisstjóri utan af landi, lýsti því þannig að upplifun sín af fæðingarferlinu hefði ekki verið góð. Hans upplifun var sú að hann hefði ekki getað stutt makann sinn á fullnægjandi hátt; hann hefði ekki fengið neinar upplýsingar og þurfti hann að bíða út í bíl á meðan konan hans fór inn, þar sem hún þurfti að taka á móti öllum upplýsingum ein. Honum fannst erfitt að geta ekki fengið að vera meira til staðar og honum þótti erfitt að geta ekki verið konu sinni innan handar þegar tekin var ákvörðun um að hún þyrfti að fara í keisara. „Konan mín var komin fram yfir og við þurftum að koma suður til þess að eiga. Covid var í gangi þannig ég mátti ekki einu sinni fara inn á spítalann með henni. Ég fékk bara engar upplýsingar. Það var tekin ákvörðun um að fara í keisara og við vorum bara bókuð í fyrsta tíma daginn eftir. Þar fékk konan mín allar upplýsingar um hvernig þetta færi fram og á meðan sat ég bara út í bíl.“ Annar faðir úr hópnum, 31 árs lyfjafræðingur sem nefndur er Hilmar lýsti því hvernig hann upplifði gífurlegt spennufall við fæðingu sonar síns: „Mér leið eins og ég væri bara í einhverri geðshræringu. Ég áttaði mig ekkert á stað og stund. Þetta var bara alveg ólýsandi einhvern veginn. Ég held að ég hafi bara fengið svona nett kvíðakast þarna, fyrst um sinn, þegar við vorum komin inn á herbergi, bara við þrjú og enginn í kringum okkur. Núna áttum við bara einhvern veginn að gera þetta.” Allir feðurnir voru sammála því að þeir voru aldrei spurðir hvernig þeim liði eða þeir ávarpaðir eitthvað sérstaklega í mæðra- eða ungbarnavernd. Hilmar lýsti því hvernig hann upplifði ávallt eins og hann væri einungis áhorfandi í þessum samtölum. „Þarna upplifði ég meira eins og ég fengi bara að vera með og horfa á, en ég var ekki beinlínis þátttakandi í foreldrahlutverkinu. En hún fékk fræðsluna og það var alltaf verið að ávarpa hana.“ Skuldbindingin er erfið Í gegnum viðtölin mátti greina að viðmælendum hafði þótt föðurhlutverkið krefjandi, og þá sérstaklega bindingin sem fylgdi hlutverkinu. Einn úr hópnum, sem nefndur er Arnar og er 36 ára viðskiptafræðingur, sagði skuldbindinguna vera það erfiðasta við föðurhlutverkið. „Það tekur mikið pláss, þessi binding að vera faðir og allt sem fylgir því.“ Fyrrnefndur Hilmar lýsti upplifun sinni þannig að það hefði verið krefjandi að hafa enga stjórn á sumum aðstæðum hvað varðaði barnið: „Það er ekki þú sem ræður í rauninni; barnið hefur skuggalega mikla stjórn yfir þér. Mér finnst það alveg smá erfitt. En það er bara af því það krefst svo mikils af þér.“ Annar úr hópnum, 32 ára leikskólaleiðbeinandi sem nefnur er Róbert lýsti sinni upplifun þannig að hann hefði sett miklar kröfur á sjálfan sig varðandi föðurhlutverkið. Faðir hans tók ekki þátt í uppeldinu á honum og lýsti hann því þannig að það hefði haft mikil áhrif á það hvernig hann tæklar föðurhlutverkið í dag því hann vill vanda sig svo mikið og gera allt rétt. „Ég er með svona mótaðar hugmyndir um hvað ég vil gera og hvernig ég vil hafa hlutina. Ég er harðastur við mig hvað það varðar ef ég geri eitthvað öðruvísi en ég hefði viljað gera það. Þá er ég alveg með svipuna á mér. Það erfiðasta við föðurhlutverkið eru klárlega kröfurnar sem ég set á sjálfan mig.“ Lengra fæðingarorlof stuðlar að nánari tengslum Lýsandi var fyrir svör viðmælendanna að þeim þótti kostur við það að hafa tekið fæðingarorlof einir með börnum sínum; þeim þótti það styrkja tengsl þeirra og barnanna. Einnig lýstu þeir því hvernig þeir lærðu betur inn á föðurhlutverkið með því að fá að spreyta sig sjálfir í fæðingarorlofi. Þeim fannst þeir verða færari í að þekkja barnið, öðlast meira sjálfstraust og átta sig á því hvað felst í því að ala upp barn. Þrátt fyrir að þeim hefði fundist fæðingarorlofið hafa styrkt tengslamyndun við barn sitt þá upplifðu þeir allir eins og þeir væru ekki að gera nóg og þeir sögðust finna fyrir samviskubiti í föðurhlutverkinu. Fyrrnefndur Hilmar lýsti upplifun sinni af fæðingarorlofinu varðandi tengslamyndunina sem svo að hafa fundið fyrir sterkara sambandi við son sinn og að þeir hefðu náð að tengjast betur. Hann nefndi einnig að orlofið hefði haft áhrif á að sambandið þeirra væri svona sterkt í dag sem þeir hefðu kannski ekki upplifað svona fljótt. „Við erum rosalega nánir í dag og ég held að það sé bara fæðingarorlofinu að þakka sem er stór partur af því. Mér finnst bara ótrúlega gaman að fá hann til að hlægja, það færir mér alveg massa mikla hamingjutilfinningu. Þegar hann getur ekki andað úr hlátri, hann er bara í einhverju kasti, það er bara það besta.“ Fyrrnefndur Jónas var sammála því að fæðingarorlofið hafði áhrif á tengslamyndunina sem hann upplifði og sagði að hann væri ekkert endilega viss um að barnið hans væri svona tengt honum enn þann daginn í dag ef hann hefði ekki tekið svona langt fæðingarorlof. „Ég held að þessi sterka tenging mín við hann í dag hafi alveg klárlega komið vegna fæðingarorlofsins sem ég tók. Ég er ekkert endilega viss um að hann væri svona tengdur mér ef ég hefði ekki gert það.“ Upplifði sig einan á báti Hið sífellda foreldra samviskubit og stöðug þrá fyrir því að vilja gera betur og standa sig var lýsandi í viðtölunum hjá viðmælendunum. Allir sögðust þeir hafa upplifað foreldra samviskubit og vildu geta gert margt meira og betur. Fyrrnefndur Arnar lýsti upplifun sinni á foreldra samviskubitinu þannig að hann hefði fengið samviskubit yfir því að hafa verið í símanum þegar hann hefði átt að vera veita barninu sínu athygli og þegar hann hefði kannski ekki átt að slökkva á barnapíutækinu þegar hann var sofandi. Hann lýsti samviskubitinu þannig að hann hafði verið meðvitaður um það á þessum tíma að hann gæti vissulega gert betur. „Samviskubit yfir að vera í símanum til dæmis; samviskubit yfir að hafa slökkt á talstöðinni þegar ég var sofandi. Þetta var allt samt allt bara svona minniháttar dæmi, ég er ekki með krónískt samviskubit. Ég gæti örugglega gert eitthvað betur en ég er samt bara mjög sáttur við það sem ég hef gert.“ Í gegnum viðtölin mátti greina að þrír af fjórum viðmælendum upplifðu það sterkt hversu krefjandi það var að vera í fæðingarorlofi og allt sem þeir höfðu séð fyrir sér að ætla gera í fæðingarorlofinu hafði ekki staðist væntingar. Einn faðirinn, Róbert, talaði um að honum hafði þótt aðgengi að afþreyingu handa feðrum í fæðingarorlofi ábótavant. Hann upplifði einmannaleika þar sem lítið var um félagsskap fyrir feður í orlofi og lýsir því svona: „Mér fannst þetta mjög krefjandi, einmanaleikinn. Að búa til rútínu fyrir mig og í kringum hann sem ég fengi eitthvað út úr. Ég upplifði mig mjög einan,“ sagði hann og bætti við á öðrum stað: „Það er allt markaðsett þarna úti fyrir konur í fæðingarorlofi og allt í kringum okkur segir að konur eigi að fara í fæðingarorlof og hitta aðrar konur í fæðingarorlofi. Ég fann fyrir þeirri löngun að vilja tala við feður, ekkert endilega bara mæður. Mig langar að tala út frá mér. Meira svona „reflecta“ við aðra pabba, hvernig þeir upplifa fæðingarorlofið sitt.“ Róbert upplifði það sterkt hversu mikilvægt það væri að hafa eitthvað fyrir stafni í fæðingarorlofinu þar sem hann væri mjög félagslyndur og vildi finna aðra feður í fæðingarorlofi til að hitta og spjalla við á kaffihúsi. „Inni á Kjarvalsstöðum voru kannski þrjár mömmu grúbbur að spjalla saman á kaffihúsinu og úti. Á meðan sá maður svona sex pabba, og allir með heyrnatólin á eyrunum að labba þvers og kruss allstaðar á Klambratúni með barnavagn.“ Hið sífellda foreldra samviskubit og stöðug þrá fyrir því að vilja gera betur og standa sig var lýsandi í viðtölunum hjá viðmælendunum.Getty Ómetanlegur tími Frá röddum viðmælenda varðandi það hvernig fæðingarorlofið hafði reynst þeim og hvaða ráðleggingar þeir myndu veita öðrum feðrum sem væru að fara í fæðingarorlof má sjá að allir voru þeir sammála um að þeir hefðu ekki viljað taka styttra orlof. Þessar breytingar á fæðingarorlofslöggjöfinni væru að hinu betra til að jafna hlutverk og ábyrgð beggja foreldra inn á heimilinu og aukin þátttaka veitti þeim ánægju. Þeir ráðlögðu öllum feðrum að taka eins langt fæðingarorlof og þeir gætu. Þetta væri dýrmætur tími með barninu sem þeir fengju aldrei aftur og því er mikilvægt að nýta tímann vel. Hilmar talaði um að það væri mikilvægt að njóta tímans því það væri ómetanlegt að fá að vera með barninu sínu og fá að sjá um það. „Ef besti vinur minn væri að fara í orlof í dag, þá myndi ég ráðleggja honum að í rauninni bara njóta þess. Taka part af því einn líka af því þetta er ómetanlegt að fá að vera heima með barninu sínu og sjá um barnið sitt. Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt.“ Róbert sagðist ráðleggja öðrum feðrum að nýta mánuðina sex. „Það segir sig sjálft að þetta getur ekki verið slæmt fyrir barnið að vera sex mánuði heima með pabba sínum. Sumir myndu kannski segja að það væri betra fyrir barnið að verja lengri tíma með mömmu sinni en ég er bara ósammála því. Þannig ég myndi segja: vertu í sex mánuði og taktu part af því einn.“ Vonar að niðurstöður vekji feður til umhugsunar Andrea segir niðurstöðurnar styðja mikilvægi þess að feður nýti rétt sinn til fæðingarorlofs bæði fyrir velferð barnsins og fyrir sameiginlega ábyrgð foreldra við umönnun barns og heimilis. Feður hafa sýnt áhuga á aukinni þátttöku í uppeldi barna sinna og síðustu ár hafa verið tekin skref til að stuðla að þátttöku feðra í fæðingarorlofi. Hún segir það hafa verið áhugavert hversuvirkir viðmælendur hennar, feðurnir, voru í uppeldishlutverkinu og hvað þeir tóku yfirhöfuð á sig mikla ábyrgð. Hins vegar hafi það komið skýrt í ljós að þeim fannst fannst viðmótið sem þeir fengu í fæðingarferlinu og ungbarnaeftirlitinu neikvætt og fannst þeim það draga úr þeim í föðurhlutverkinu. „Þess vegna væri jákvætt að valdefla feður frekar í hlutverki sínu á þessu mikilvæga skeiði og veita þeim faglegan stuðning, svo þeir finni fyrir auknu öryggi í þessu mikilvæga og krefjandi hlutverki sem foreldrahlutverkið er. Feður eru jafn mikilvægir uppalendur og mæður en þeir þurfa bara að fá meira tækifæri frá samfélaginu til að geta gert það. Þetta snýst ekki um að þeir vilji það ekki þetta snýst um að samfélagið býður ekki upp á að þeir geti það. Því þarf að breyta,“ segir hún jafnframt. Líkt og Andrea bendir á hefur vitundarvakning átt sér stað í samfélaginu síðustu ár um mikilvægi feðra í uppeldi barna sinna og þátttöku þeirra til heimilishalds. „Ég vona að niðurstöður þessarar rannsóknar veki verðandi feður til umhugsunar þegar kemur að ákvörðun um fæðingarorlofstöku og að skilningur þeirra á mikilvægi öruggrar tengslamyndunar við báða foreldra aukist. Það er von mín að einn daginn fari feður að líta á það sem jákvætt að taka lengra fæðingarorlof og að stjórnvöld Íslands stuðli að enn frekari þátttöku þeirra.“ Fæðingarorlof Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Sjá meira
Hann er einn af fjórum feðrum sem Andrea Ösp Kristinsdóttir ræddi við í tengslum við lokaverkefni sitt til BA-prófs í uppeldis og menntunarfræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands síðastliðið vor. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvaða sýn feður, sem taka fæðingarorlof, fá frá samfélaginu og hvernig þeir upplifa tengslamyndun við barn sitt. Í tengslum við rannsóknina ræddi Andrea við fjóra íslenska feður á aldrinum 27 til 36 ára sem allir áttu það sameiginlegt að hafa tekið sex mánaða fæðingarorlof en verið að minnsta kosti fjóra mánuði einir með barni sínu án barnsmóður. Feðurnir áttu það sameiginlegt að þeir bjuggu allir með barnsmóður sinni og áttu börn sem fædd voru eftir að nýjasta fæðingarorlofslöggjöfin tók gildi eða árið 2021. Allir þeirra nema einn voru að verða feður í fyrsta skiptið og vissu því lítið hvað væri framundan í þessu krefjandi hlutverki sem biði þeirra. Allir viðmælendurnir upplifðu stuðning og jákvætt viðhorf frá vinnuveitendum, fjölskyldu og vinum til fæðingarorlofstöku þeirra. Það stóð upp úr ummælum viðmælenda að fæðingarorlofstaka feðra væri sjálfsögð og ekkert sem krafðist frekari umræðu hvað hana varðar. Hugmyndin kviknaði í fæðingarorlofinu „Fyrst og fremst valdi ég þetta viðfangsefni vegna þess að mér fannst umræðan um þátttöku feðra í uppeldi og heimilishaldi í samfélaginu ábótavant. Mér fannst umræðan um þriðju vaktina á köflum ósanngjörn í garð þeirra feðra sem eru að gera sitt allra besta,“ segir Andrea í samtali við Vísi en hún segir kveikjuna að verkefninu hafa kviknað þegar hún var sjálf í fæðingarorlofi á sínum tíma. Líkt og Andrea bendir á hefur vitundarvakning átt sér stað í samfélaginu síðustu ár um mikilvægi feðra í uppeldi barna sinna og þátttöku þeirra til heimilishalds.Aðsend „Þá sat ég svolítið mikið ein með ábyrgðina því ég og maðurinn minn vorum í þeirri stöðu að hann var nýbúinn að stofna fyrirtæki með pabba sínum sem þarfnaðist mikillar vinnu við að starta og byggja upp þannig minn maður tók ekkert fæðingarorlof einn með stráknum okkar. Mér gramdist það mjög, svona í ljósi þess í hvaða námi ég var og vissi því vel hvað þátttaka hans myndi skipta miklu máli fyrir framtíð sonar okkar sem og parasambandið. Einnig fannst mér erfitt að vera svona meðvituð um hversu mikil áhrif það hefur á son minn að vera einn með bugaðri og þreyttri móður og kveikja þar með undir einhverskonar „trauma“ í heilanum á litla saklausa barninu okkar. Þannig það eru kostir og gallar að vera svona svakalega meðvituð um það sem betur mætti fara og það gerir það að verkum að pressan á að vera hin fullkomna móðir verður ennþá meiri.“ Upplifði algjört spennufall Feðurnir sem Andrea ræddi við nefndu allir að skortur væri á fræðslu og upplýsingagjöf varðandi það hvað var að fara taka við og hvert þeirra hlutverk ætti að vera fyrstu vikurnar og mánuðina eftir fæðingu þar sem að foreldrahlutverkið er krefjandi. Við greiningu gagnanna kom í ljós að viðmót heilbrigðisþjónustunnar veitti feðrum ekki nægilega athygli og mætti í sumum tilfellum tileinka sér betra viðmót gagnvart feðrum í fæðingarferlinu. Einn úr hópnum, sem nefndur er Jónas og er 27 ára kerfisstjóri utan af landi, lýsti því þannig að upplifun sín af fæðingarferlinu hefði ekki verið góð. Hans upplifun var sú að hann hefði ekki getað stutt makann sinn á fullnægjandi hátt; hann hefði ekki fengið neinar upplýsingar og þurfti hann að bíða út í bíl á meðan konan hans fór inn, þar sem hún þurfti að taka á móti öllum upplýsingum ein. Honum fannst erfitt að geta ekki fengið að vera meira til staðar og honum þótti erfitt að geta ekki verið konu sinni innan handar þegar tekin var ákvörðun um að hún þyrfti að fara í keisara. „Konan mín var komin fram yfir og við þurftum að koma suður til þess að eiga. Covid var í gangi þannig ég mátti ekki einu sinni fara inn á spítalann með henni. Ég fékk bara engar upplýsingar. Það var tekin ákvörðun um að fara í keisara og við vorum bara bókuð í fyrsta tíma daginn eftir. Þar fékk konan mín allar upplýsingar um hvernig þetta færi fram og á meðan sat ég bara út í bíl.“ Annar faðir úr hópnum, 31 árs lyfjafræðingur sem nefndur er Hilmar lýsti því hvernig hann upplifði gífurlegt spennufall við fæðingu sonar síns: „Mér leið eins og ég væri bara í einhverri geðshræringu. Ég áttaði mig ekkert á stað og stund. Þetta var bara alveg ólýsandi einhvern veginn. Ég held að ég hafi bara fengið svona nett kvíðakast þarna, fyrst um sinn, þegar við vorum komin inn á herbergi, bara við þrjú og enginn í kringum okkur. Núna áttum við bara einhvern veginn að gera þetta.” Allir feðurnir voru sammála því að þeir voru aldrei spurðir hvernig þeim liði eða þeir ávarpaðir eitthvað sérstaklega í mæðra- eða ungbarnavernd. Hilmar lýsti því hvernig hann upplifði ávallt eins og hann væri einungis áhorfandi í þessum samtölum. „Þarna upplifði ég meira eins og ég fengi bara að vera með og horfa á, en ég var ekki beinlínis þátttakandi í foreldrahlutverkinu. En hún fékk fræðsluna og það var alltaf verið að ávarpa hana.“ Skuldbindingin er erfið Í gegnum viðtölin mátti greina að viðmælendum hafði þótt föðurhlutverkið krefjandi, og þá sérstaklega bindingin sem fylgdi hlutverkinu. Einn úr hópnum, sem nefndur er Arnar og er 36 ára viðskiptafræðingur, sagði skuldbindinguna vera það erfiðasta við föðurhlutverkið. „Það tekur mikið pláss, þessi binding að vera faðir og allt sem fylgir því.“ Fyrrnefndur Hilmar lýsti upplifun sinni þannig að það hefði verið krefjandi að hafa enga stjórn á sumum aðstæðum hvað varðaði barnið: „Það er ekki þú sem ræður í rauninni; barnið hefur skuggalega mikla stjórn yfir þér. Mér finnst það alveg smá erfitt. En það er bara af því það krefst svo mikils af þér.“ Annar úr hópnum, 32 ára leikskólaleiðbeinandi sem nefnur er Róbert lýsti sinni upplifun þannig að hann hefði sett miklar kröfur á sjálfan sig varðandi föðurhlutverkið. Faðir hans tók ekki þátt í uppeldinu á honum og lýsti hann því þannig að það hefði haft mikil áhrif á það hvernig hann tæklar föðurhlutverkið í dag því hann vill vanda sig svo mikið og gera allt rétt. „Ég er með svona mótaðar hugmyndir um hvað ég vil gera og hvernig ég vil hafa hlutina. Ég er harðastur við mig hvað það varðar ef ég geri eitthvað öðruvísi en ég hefði viljað gera það. Þá er ég alveg með svipuna á mér. Það erfiðasta við föðurhlutverkið eru klárlega kröfurnar sem ég set á sjálfan mig.“ Lengra fæðingarorlof stuðlar að nánari tengslum Lýsandi var fyrir svör viðmælendanna að þeim þótti kostur við það að hafa tekið fæðingarorlof einir með börnum sínum; þeim þótti það styrkja tengsl þeirra og barnanna. Einnig lýstu þeir því hvernig þeir lærðu betur inn á föðurhlutverkið með því að fá að spreyta sig sjálfir í fæðingarorlofi. Þeim fannst þeir verða færari í að þekkja barnið, öðlast meira sjálfstraust og átta sig á því hvað felst í því að ala upp barn. Þrátt fyrir að þeim hefði fundist fæðingarorlofið hafa styrkt tengslamyndun við barn sitt þá upplifðu þeir allir eins og þeir væru ekki að gera nóg og þeir sögðust finna fyrir samviskubiti í föðurhlutverkinu. Fyrrnefndur Hilmar lýsti upplifun sinni af fæðingarorlofinu varðandi tengslamyndunina sem svo að hafa fundið fyrir sterkara sambandi við son sinn og að þeir hefðu náð að tengjast betur. Hann nefndi einnig að orlofið hefði haft áhrif á að sambandið þeirra væri svona sterkt í dag sem þeir hefðu kannski ekki upplifað svona fljótt. „Við erum rosalega nánir í dag og ég held að það sé bara fæðingarorlofinu að þakka sem er stór partur af því. Mér finnst bara ótrúlega gaman að fá hann til að hlægja, það færir mér alveg massa mikla hamingjutilfinningu. Þegar hann getur ekki andað úr hlátri, hann er bara í einhverju kasti, það er bara það besta.“ Fyrrnefndur Jónas var sammála því að fæðingarorlofið hafði áhrif á tengslamyndunina sem hann upplifði og sagði að hann væri ekkert endilega viss um að barnið hans væri svona tengt honum enn þann daginn í dag ef hann hefði ekki tekið svona langt fæðingarorlof. „Ég held að þessi sterka tenging mín við hann í dag hafi alveg klárlega komið vegna fæðingarorlofsins sem ég tók. Ég er ekkert endilega viss um að hann væri svona tengdur mér ef ég hefði ekki gert það.“ Upplifði sig einan á báti Hið sífellda foreldra samviskubit og stöðug þrá fyrir því að vilja gera betur og standa sig var lýsandi í viðtölunum hjá viðmælendunum. Allir sögðust þeir hafa upplifað foreldra samviskubit og vildu geta gert margt meira og betur. Fyrrnefndur Arnar lýsti upplifun sinni á foreldra samviskubitinu þannig að hann hefði fengið samviskubit yfir því að hafa verið í símanum þegar hann hefði átt að vera veita barninu sínu athygli og þegar hann hefði kannski ekki átt að slökkva á barnapíutækinu þegar hann var sofandi. Hann lýsti samviskubitinu þannig að hann hafði verið meðvitaður um það á þessum tíma að hann gæti vissulega gert betur. „Samviskubit yfir að vera í símanum til dæmis; samviskubit yfir að hafa slökkt á talstöðinni þegar ég var sofandi. Þetta var allt samt allt bara svona minniháttar dæmi, ég er ekki með krónískt samviskubit. Ég gæti örugglega gert eitthvað betur en ég er samt bara mjög sáttur við það sem ég hef gert.“ Í gegnum viðtölin mátti greina að þrír af fjórum viðmælendum upplifðu það sterkt hversu krefjandi það var að vera í fæðingarorlofi og allt sem þeir höfðu séð fyrir sér að ætla gera í fæðingarorlofinu hafði ekki staðist væntingar. Einn faðirinn, Róbert, talaði um að honum hafði þótt aðgengi að afþreyingu handa feðrum í fæðingarorlofi ábótavant. Hann upplifði einmannaleika þar sem lítið var um félagsskap fyrir feður í orlofi og lýsir því svona: „Mér fannst þetta mjög krefjandi, einmanaleikinn. Að búa til rútínu fyrir mig og í kringum hann sem ég fengi eitthvað út úr. Ég upplifði mig mjög einan,“ sagði hann og bætti við á öðrum stað: „Það er allt markaðsett þarna úti fyrir konur í fæðingarorlofi og allt í kringum okkur segir að konur eigi að fara í fæðingarorlof og hitta aðrar konur í fæðingarorlofi. Ég fann fyrir þeirri löngun að vilja tala við feður, ekkert endilega bara mæður. Mig langar að tala út frá mér. Meira svona „reflecta“ við aðra pabba, hvernig þeir upplifa fæðingarorlofið sitt.“ Róbert upplifði það sterkt hversu mikilvægt það væri að hafa eitthvað fyrir stafni í fæðingarorlofinu þar sem hann væri mjög félagslyndur og vildi finna aðra feður í fæðingarorlofi til að hitta og spjalla við á kaffihúsi. „Inni á Kjarvalsstöðum voru kannski þrjár mömmu grúbbur að spjalla saman á kaffihúsinu og úti. Á meðan sá maður svona sex pabba, og allir með heyrnatólin á eyrunum að labba þvers og kruss allstaðar á Klambratúni með barnavagn.“ Hið sífellda foreldra samviskubit og stöðug þrá fyrir því að vilja gera betur og standa sig var lýsandi í viðtölunum hjá viðmælendunum.Getty Ómetanlegur tími Frá röddum viðmælenda varðandi það hvernig fæðingarorlofið hafði reynst þeim og hvaða ráðleggingar þeir myndu veita öðrum feðrum sem væru að fara í fæðingarorlof má sjá að allir voru þeir sammála um að þeir hefðu ekki viljað taka styttra orlof. Þessar breytingar á fæðingarorlofslöggjöfinni væru að hinu betra til að jafna hlutverk og ábyrgð beggja foreldra inn á heimilinu og aukin þátttaka veitti þeim ánægju. Þeir ráðlögðu öllum feðrum að taka eins langt fæðingarorlof og þeir gætu. Þetta væri dýrmætur tími með barninu sem þeir fengju aldrei aftur og því er mikilvægt að nýta tímann vel. Hilmar talaði um að það væri mikilvægt að njóta tímans því það væri ómetanlegt að fá að vera með barninu sínu og fá að sjá um það. „Ef besti vinur minn væri að fara í orlof í dag, þá myndi ég ráðleggja honum að í rauninni bara njóta þess. Taka part af því einn líka af því þetta er ómetanlegt að fá að vera heima með barninu sínu og sjá um barnið sitt. Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt.“ Róbert sagðist ráðleggja öðrum feðrum að nýta mánuðina sex. „Það segir sig sjálft að þetta getur ekki verið slæmt fyrir barnið að vera sex mánuði heima með pabba sínum. Sumir myndu kannski segja að það væri betra fyrir barnið að verja lengri tíma með mömmu sinni en ég er bara ósammála því. Þannig ég myndi segja: vertu í sex mánuði og taktu part af því einn.“ Vonar að niðurstöður vekji feður til umhugsunar Andrea segir niðurstöðurnar styðja mikilvægi þess að feður nýti rétt sinn til fæðingarorlofs bæði fyrir velferð barnsins og fyrir sameiginlega ábyrgð foreldra við umönnun barns og heimilis. Feður hafa sýnt áhuga á aukinni þátttöku í uppeldi barna sinna og síðustu ár hafa verið tekin skref til að stuðla að þátttöku feðra í fæðingarorlofi. Hún segir það hafa verið áhugavert hversuvirkir viðmælendur hennar, feðurnir, voru í uppeldishlutverkinu og hvað þeir tóku yfirhöfuð á sig mikla ábyrgð. Hins vegar hafi það komið skýrt í ljós að þeim fannst fannst viðmótið sem þeir fengu í fæðingarferlinu og ungbarnaeftirlitinu neikvætt og fannst þeim það draga úr þeim í föðurhlutverkinu. „Þess vegna væri jákvætt að valdefla feður frekar í hlutverki sínu á þessu mikilvæga skeiði og veita þeim faglegan stuðning, svo þeir finni fyrir auknu öryggi í þessu mikilvæga og krefjandi hlutverki sem foreldrahlutverkið er. Feður eru jafn mikilvægir uppalendur og mæður en þeir þurfa bara að fá meira tækifæri frá samfélaginu til að geta gert það. Þetta snýst ekki um að þeir vilji það ekki þetta snýst um að samfélagið býður ekki upp á að þeir geti það. Því þarf að breyta,“ segir hún jafnframt. Líkt og Andrea bendir á hefur vitundarvakning átt sér stað í samfélaginu síðustu ár um mikilvægi feðra í uppeldi barna sinna og þátttöku þeirra til heimilishalds. „Ég vona að niðurstöður þessarar rannsóknar veki verðandi feður til umhugsunar þegar kemur að ákvörðun um fæðingarorlofstöku og að skilningur þeirra á mikilvægi öruggrar tengslamyndunar við báða foreldra aukist. Það er von mín að einn daginn fari feður að líta á það sem jákvætt að taka lengra fæðingarorlof og að stjórnvöld Íslands stuðli að enn frekari þátttöku þeirra.“
Fæðingarorlof Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Sjá meira