Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Bjarki Sigurðsson skrifar 6. janúar 2025 11:56 Runólfur Ólafsson er formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Vísir/Ívar Fannar Bensínverð á Íslandi er það þriðja hæsta á heimsvísu og dísilverð það næsthæsta. Formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir fákeppni og skort á aðhaldi stjórnvalda skýra gríðarlega hátt verð. Á vefsíðunni Global Petrol Prices er gerð samantekt á eldsneytisverði í 168 ríkjum. Þar kemur fram að á Íslandi sé meðalverð á bensíni 303 krónur og á dísil 310 krónur. Hong Kong er eina ríkið þar sem bæði bensín- og dísilverðið er hærra en á Íslandi og í Mónakó er bensínið dýrara. Í Danmörku er bensínlíterinn tuttugu krónum ódýrari, í Noregi fjörutíu krónum ódýrari, Finnlandi 65 krónum ódýrari og í Svíþjóð 85 krónum ódýrari. Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir muninn milli Norðurlandanna sláandi. Félagið hafi lengi gagnrýnt þessi háu verð sem skýrast að miklu leyti af fákeppnisumhverfi. „Það þarf miklu víðtækara aðhald með þessum markaði en hefur verið undanfarin ár. Ég bind vonir við að ný stjórnvöld íhugi það hvernig hægt sé að bregðast við þessu með einhverjum hætti. Það er mjög slæmt að við búum við fákeppni varðandi svona stóra vöruflokka sem hafa mikil áhrif á afkomu heimilanna,“ segir Runólfur. Lágt verð eldsneytis hjá Costco hafi til skamms tíma valdið lækkunum hjá olíufélögunum. Þau hafi hins vegar dregið í land. Í dag munur fimmtán krónum á lítranum á bensíni hjá Costco, þar sem viðskiptavinir þurfa að vera meðlimir, og á ódýrasta verði Orkunnar. „Til skamms tíma voru þessar lággjaldastöðvar hinna félaganna að bjóða lítraverð sem var kannski tveimur til fimm krónum yfir Costco-verðinu. En þetta hefur breyst núna síðustu misserin og nú er verðmunurinn orðinn mun meiri. Það sýnir sig að menn eru tilbúnir að draga í land með samkeppnina því þeir treysta á fákeppnina,“ segir Runólfur. Bensín og olía Verðlag Neytendur Costco Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Á vefsíðunni Global Petrol Prices er gerð samantekt á eldsneytisverði í 168 ríkjum. Þar kemur fram að á Íslandi sé meðalverð á bensíni 303 krónur og á dísil 310 krónur. Hong Kong er eina ríkið þar sem bæði bensín- og dísilverðið er hærra en á Íslandi og í Mónakó er bensínið dýrara. Í Danmörku er bensínlíterinn tuttugu krónum ódýrari, í Noregi fjörutíu krónum ódýrari, Finnlandi 65 krónum ódýrari og í Svíþjóð 85 krónum ódýrari. Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir muninn milli Norðurlandanna sláandi. Félagið hafi lengi gagnrýnt þessi háu verð sem skýrast að miklu leyti af fákeppnisumhverfi. „Það þarf miklu víðtækara aðhald með þessum markaði en hefur verið undanfarin ár. Ég bind vonir við að ný stjórnvöld íhugi það hvernig hægt sé að bregðast við þessu með einhverjum hætti. Það er mjög slæmt að við búum við fákeppni varðandi svona stóra vöruflokka sem hafa mikil áhrif á afkomu heimilanna,“ segir Runólfur. Lágt verð eldsneytis hjá Costco hafi til skamms tíma valdið lækkunum hjá olíufélögunum. Þau hafi hins vegar dregið í land. Í dag munur fimmtán krónum á lítranum á bensíni hjá Costco, þar sem viðskiptavinir þurfa að vera meðlimir, og á ódýrasta verði Orkunnar. „Til skamms tíma voru þessar lággjaldastöðvar hinna félaganna að bjóða lítraverð sem var kannski tveimur til fimm krónum yfir Costco-verðinu. En þetta hefur breyst núna síðustu misserin og nú er verðmunurinn orðinn mun meiri. Það sýnir sig að menn eru tilbúnir að draga í land með samkeppnina því þeir treysta á fákeppnina,“ segir Runólfur.
Bensín og olía Verðlag Neytendur Costco Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira