Árásarmaðurinn ók á þriðja hundrað manns áður en lögreglumenn höfðu hendur í hári hans að kvöldi 20. desember. Hann er fimmtugur geðlæknir og andstæðingur íslams þrátt fyrir að vera sjálfur fæddur í múslimaríkinu Sádi-Arabíu. Hann hafði jafnframt lýst stuðningi við málstað hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD).
Talsmaður saksóknara staðfesti í dag að 52 ára gömul kona sem særðist alvarlega í árásinni hefði látist á sjúkrahúsi, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Fjórar konur á aldrinum 45 til 75 ára og níu ára gamall drengur létust á staðnum.