Mo Salah skýtur á Carragher Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2025 23:02 Mohamed Salah er bæði markahæsti og stoðsendingahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar og Liverpool er með sex stiga forskot á toppnum. Getty/Liverpool FC Jamie Carragher hefur gagnrýnt það hvernig Mohamed Salah hefur talað um samningamál sín í fjölmiðlum. Á sama tíma og Egyptinn hefur verið besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar þá er samingur hans að renna út í sumar. Nú síðast tilkynnti Salah eftir 2-2 jafntefli við Manchester United að hann væri á sínu síðasta ári með félaginu því ekkert væri að frétta af nýjum samningi. Það er frekar augljóst að hann vill stærri samning en Liverpool er tilbúið að bjóða. Carragher er sérfræðingur á Sky Sports og ráðlagði Salah að fara sömu leið og Virgil van Dijk hefur gert. Hollenski miðvörðurinn er líka að klára samning sinn í sumar. „Þú veist hvað ég myndi segja við hann. Ég mynd segja að Virgil van Dijk hafi komið mun betur út úr þessu en hann og Van Dijk hefur vaxið í áliti hjá mér. Hvernig hann hefur komið fram, frammistaða hans á vellinum og hvernig hann hefur leitt þetta lið,“ sagði Jamie Carragher. „Hann hefur ekki blandað sér í þetta opinberlega. Augljóslega er þetta mikilvægur tími fyrir alla þrjá leikmennina við vitum það, en í stað þess að tala um Trent Alexander-Arnold eða Mo Salah, þá vil ég frekar votta Virgil van Dijk virðingu mína,“ sagði Carragher. „Hann hefur fengið spurningar en hann hefur ýtt þessum samningamálum frá sér. Hann er hér og vill vinna deildina. Hann vill gera sitt allra besta fyrir Liverpool og vonandi skrifar hann undir. Ég tel að hinir tveir ættu að horfa frekar til hans,“ sagði Carragher. Mohamed Salah var greinilega að horfa og ákvað að skjóta á Carragher á samfélagsmiðlum. „Ég farinn að halda að þú sért með mig á heilanum“ skrifaði Salah og bætti við broskarli en það er óvanalegt að sjá Egyptann tjá sig á samfélagsmiðlum. Carragher sá þetta og svaraði Salah. Carragher sagði að hann væri alltaf með Salah á heilanum og að vonandi héldi það áfram á næstu leiktíð. Það má sjá það sem Carragher sagði hér fyrir neðan sem og samskipti þeirra með því að fletta. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira
Nú síðast tilkynnti Salah eftir 2-2 jafntefli við Manchester United að hann væri á sínu síðasta ári með félaginu því ekkert væri að frétta af nýjum samningi. Það er frekar augljóst að hann vill stærri samning en Liverpool er tilbúið að bjóða. Carragher er sérfræðingur á Sky Sports og ráðlagði Salah að fara sömu leið og Virgil van Dijk hefur gert. Hollenski miðvörðurinn er líka að klára samning sinn í sumar. „Þú veist hvað ég myndi segja við hann. Ég mynd segja að Virgil van Dijk hafi komið mun betur út úr þessu en hann og Van Dijk hefur vaxið í áliti hjá mér. Hvernig hann hefur komið fram, frammistaða hans á vellinum og hvernig hann hefur leitt þetta lið,“ sagði Jamie Carragher. „Hann hefur ekki blandað sér í þetta opinberlega. Augljóslega er þetta mikilvægur tími fyrir alla þrjá leikmennina við vitum það, en í stað þess að tala um Trent Alexander-Arnold eða Mo Salah, þá vil ég frekar votta Virgil van Dijk virðingu mína,“ sagði Carragher. „Hann hefur fengið spurningar en hann hefur ýtt þessum samningamálum frá sér. Hann er hér og vill vinna deildina. Hann vill gera sitt allra besta fyrir Liverpool og vonandi skrifar hann undir. Ég tel að hinir tveir ættu að horfa frekar til hans,“ sagði Carragher. Mohamed Salah var greinilega að horfa og ákvað að skjóta á Carragher á samfélagsmiðlum. „Ég farinn að halda að þú sért með mig á heilanum“ skrifaði Salah og bætti við broskarli en það er óvanalegt að sjá Egyptann tjá sig á samfélagsmiðlum. Carragher sá þetta og svaraði Salah. Carragher sagði að hann væri alltaf með Salah á heilanum og að vonandi héldi það áfram á næstu leiktíð. Það má sjá það sem Carragher sagði hér fyrir neðan sem og samskipti þeirra með því að fletta. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira