Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 7. janúar 2025 11:53 Kristrún er verulega ánægð með samráðið við almenning. Vísir/Einar Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er verulega ánægð með þátttöku almennings í samráðsgátt. Hún segir mikilvægt að virkja almenning og segir ríkisstjórnina mögulega gera það aftur síðar. „Það er heilmikið gott sem kemur út svona samráði,“ segir Kristrún. Ríkisstjórnin muni nota gervigreind til að skoða tillögurnar og skila fyrstu niðurstöðum. Alls hafa um 2.300 tillögur borist í samráðsgáttina þegar fréttin er skrifuð. Samráðinu lýkur 23. janúar. „Þetta er er auðvitað bara einn angi hagræðingarhópsins og við munum þurfa að velja úr hvað hentar hverju sinni. Þetta er bara mjög áhugavert,“ segir Kristrún. Hún segir ekki útilokað að ríkisstjórnin leiti til þjóðarinnar vegna fleiri mála en þetta mál sé þannig að það er öllum aðgengilegt. Það geti allir skilað í samráðsgáttina. „Það er mismikill áhugi á því og mál sem eru almenns eðlis og með opnari spurningar vekja meiri athygli.“ Brotthvarf Bjarna breytir stöðunni Kristrún segir brotthvarf Bjarna úr pólitíkinni stórtíðindi sem breyti pólitíska landslaginu. „Þetta auðvitað breytir stöðunni innan Sjálfstæðisflokksins verulega og stöðunni inni á þinginu.“ Hún segist hafa átt ágætis samstarf við Bjarna. „Ég man varla sjálf eftir pólitík þar sem Bjarni hefur ekki komið við sögu en þetta eru stór tíðindi vissulega.“ Spurð hvort hún muni leita til hans eftir ráðum segir Kristrún aldrei að vita. „Við eigum kannski ekki mörg samtöl okkar á milli en það er þannig að fólk sem eru kollegar í þinginu eiga ágætis samskipti þó þau séu á mismunandi pólitískum skoðunum. Það skiptir máli að geta rætt saman,“ segir Kristrún. Hún hlakki til að sjá hvað hann taki sér næst fyrir hendur. Tilkynnt um þingflokksformann í dag Tilkynnt verður um nýjan þingflokksformann Samfylkingarinnar síðar í dag. Kristrún segir þingflokkinn hittast á fundi klukkan 13 til að greiða atkvæði um stjórn þingflokks í vetur. „Það virkar ekki þannig að fólk eigi tilkall til einhverra embætta. Það eru allir fúsir samstarfsaðilar í þessum flokki. Auðvitað hefur fólk allskonar skoðanir og það hefur ekkert bara með þetta að gera. Það hefur að gera með nefndarsetu og formennsku og fleira og fleira,“ segir Kristrún og að fólk sé áhugasamt. Það þurfi að byrja á því að kjósa um tillöguna. „Ég vonast eftir stuðningi við þeim tillögum sem ég legg fram,“ segir hún en vill ekkert frekar gefa upp um þær. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Efnahagsmál Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Sjá meira
„Það er heilmikið gott sem kemur út svona samráði,“ segir Kristrún. Ríkisstjórnin muni nota gervigreind til að skoða tillögurnar og skila fyrstu niðurstöðum. Alls hafa um 2.300 tillögur borist í samráðsgáttina þegar fréttin er skrifuð. Samráðinu lýkur 23. janúar. „Þetta er er auðvitað bara einn angi hagræðingarhópsins og við munum þurfa að velja úr hvað hentar hverju sinni. Þetta er bara mjög áhugavert,“ segir Kristrún. Hún segir ekki útilokað að ríkisstjórnin leiti til þjóðarinnar vegna fleiri mála en þetta mál sé þannig að það er öllum aðgengilegt. Það geti allir skilað í samráðsgáttina. „Það er mismikill áhugi á því og mál sem eru almenns eðlis og með opnari spurningar vekja meiri athygli.“ Brotthvarf Bjarna breytir stöðunni Kristrún segir brotthvarf Bjarna úr pólitíkinni stórtíðindi sem breyti pólitíska landslaginu. „Þetta auðvitað breytir stöðunni innan Sjálfstæðisflokksins verulega og stöðunni inni á þinginu.“ Hún segist hafa átt ágætis samstarf við Bjarna. „Ég man varla sjálf eftir pólitík þar sem Bjarni hefur ekki komið við sögu en þetta eru stór tíðindi vissulega.“ Spurð hvort hún muni leita til hans eftir ráðum segir Kristrún aldrei að vita. „Við eigum kannski ekki mörg samtöl okkar á milli en það er þannig að fólk sem eru kollegar í þinginu eiga ágætis samskipti þó þau séu á mismunandi pólitískum skoðunum. Það skiptir máli að geta rætt saman,“ segir Kristrún. Hún hlakki til að sjá hvað hann taki sér næst fyrir hendur. Tilkynnt um þingflokksformann í dag Tilkynnt verður um nýjan þingflokksformann Samfylkingarinnar síðar í dag. Kristrún segir þingflokkinn hittast á fundi klukkan 13 til að greiða atkvæði um stjórn þingflokks í vetur. „Það virkar ekki þannig að fólk eigi tilkall til einhverra embætta. Það eru allir fúsir samstarfsaðilar í þessum flokki. Auðvitað hefur fólk allskonar skoðanir og það hefur ekkert bara með þetta að gera. Það hefur að gera með nefndarsetu og formennsku og fleira og fleira,“ segir Kristrún og að fólk sé áhugasamt. Það þurfi að byrja á því að kjósa um tillöguna. „Ég vonast eftir stuðningi við þeim tillögum sem ég legg fram,“ segir hún en vill ekkert frekar gefa upp um þær.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Efnahagsmál Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Sjá meira