Sport

Kastaði ó­vart spaða í á­horf­anda

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cameron Norrie í leiknum gegn Facundo Díaz Acosta.
Cameron Norrie í leiknum gegn Facundo Díaz Acosta. getty/Phil Walter

Tenniskappinn Cameron Norrie hefur beðist afsökunar á að hafa kastað spaða sínum óvart í áhorfanda á móti á ATP mótaröðinni í Auckland, Nýja-Sjálandi.

Norrie var í erfiðri stöðu gegn Facundo Díaz Acosta þegar hann kastaði spaðanum frá sér. Hann lenti á konu í stúkunni sem slapp þó ómeidd.

Norrie fékk viðvörun frá dómara leiksins en fékk að halda áfram að spila. Hann tapaði leiknum, 6-2 og 6-3.

„Ég ætlaði ekki að gera þetta en þetta var ekki gott og ég hef aldrei gert svona áður. Hún var hlæjandi og ég baðst bara afsökunar. Hún sagðist vera í góðu lagi,“ sagði Norrie.

„Þetta var ekkert stórmál. Ég ætlaði ekki að gera þetta og þetta var ekki í mínum anda. Ég var fljótur að biðjast afsökunar. Ég er ekki ánægður með hvernig ég hagaði mér.“

Hinn 29 ára Norrie hefur unnið fimm titla á ferlinum og komst í undanúrslit Wimbledon-mótsins fyrir þremur árum. Hann er í 49. sæti heimslistans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×