Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. janúar 2025 15:47 Aðalsteinn hefur þá kenningu að stuðningur úr hópi Bjarna hafi minnkað á síðustu misserum, með þeim afleiðingum að Bjarni hafi farið að íhuga stöðu sína. vísir/vilhelm „Að hann geri þetta akkúrat núna, gefur þeim kenningum byr undir báða vængi, að hann hafi verið búinn að missa einhvern úr sínum kjarnastuðningshópi. Það fólk sem staðið hefur þéttast að baki honum, með honum í gegnum þessa mörgu storma, hafi verið búið að missa trúna.“ Þetta segir Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Heimildinni í Pallborðinu. Til umræðu var sú staða um sem upp er komin innan Sjálfstæðisflokksins eftir að Bjarni Benediktsson formaður sagði af sér formennsku í flokknum. Ásamt Aðalsteini veittu veittu álit sitt þau Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Gísli Freyr Valdórsson umsjónarmaður Þjóðmála og Ólöf Skaftadóttir annar tveggja umsjónarmanna Komið gott. „Það er búið að vera tilefni, pressa og talað um að hann þurfi að fara frá sem formaður í mörg ár. Hann hefur þrisvar fengið mótframboð á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þar hafa áskorendur verið að fá, allt frá 30 prósentum upp í 45 prósent sem Hanna Birna fékk þegar hún skoraði hann á hólm.“ Það hafi því oft verið tilefni fyrir Bjarna til að íhuga stöðu sína en tímasetningin nú gefi tilefni til að ætla að stuðningur hafi minnkað úr hans kjarnahópi. Bjarni tvíeflist við mótvind Ragnhildur Alda kveðst vera með „leiðinlegra take“ um málið. Mikið hafi blásið á hann, vissulega, en Bjarni hafi einfaldlega viljað kalla þetta gott. „Bjarni tvíeflist bara við mótvind. Mér finnst þetta frekar bera þess merki að hann hafi ákveðið að nú væri kominn tími til að skipta um starfsvettvang. Hann getur átt mjög góðan tíma á öðrum starfsvettvangi,“ segir Ragnhildur Alda Ólöf Skaftadóttir segir ljóst að aðrir hafi farið að máta sig við formannsstól Bjarna. Gísli Freyr Valdórsson umsjónarmaður Þjóðmála og Ólöf Skaftadóttir.vísir/vilhelm „Þegar maður hugsar um hans arfleifð þá held ég að það hafi verið miklu meira hér að baki en bara að menn hafi skorað formann Sjálfstæðisflokksins á hólm. Það gerist bara reglulega, það hafa margir áhuga á þessum stól. En við getum bara verið jákvæð á þessu ári og kallað hann samningamaður áratugarins. Hann hefur verið í ríkisstjórn samfleytt frá árinu 2013, í ólíkum stjórnarmynstrum, er hann ekki bara saddur af þessum ferli?,“ spyr Ólöf. Gísli Freyr segir að þrátt fyrir mótvindinn, þar á meðal innan úr flokknum, hafi enginn augljós kandídat ýtt það mikið á hann að það væri verið að hrekja hann í burtu. „Hann fékk þessi mótframboð 2011 og 2022 sem voru erfið fyrir hann að takast á við. Hann hefur tekið nokkra slagi innnan flokksins.“ Sjálfstæðisflokkurinn Pallborðið Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Sjá meira
Þetta segir Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Heimildinni í Pallborðinu. Til umræðu var sú staða um sem upp er komin innan Sjálfstæðisflokksins eftir að Bjarni Benediktsson formaður sagði af sér formennsku í flokknum. Ásamt Aðalsteini veittu veittu álit sitt þau Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Gísli Freyr Valdórsson umsjónarmaður Þjóðmála og Ólöf Skaftadóttir annar tveggja umsjónarmanna Komið gott. „Það er búið að vera tilefni, pressa og talað um að hann þurfi að fara frá sem formaður í mörg ár. Hann hefur þrisvar fengið mótframboð á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þar hafa áskorendur verið að fá, allt frá 30 prósentum upp í 45 prósent sem Hanna Birna fékk þegar hún skoraði hann á hólm.“ Það hafi því oft verið tilefni fyrir Bjarna til að íhuga stöðu sína en tímasetningin nú gefi tilefni til að ætla að stuðningur hafi minnkað úr hans kjarnahópi. Bjarni tvíeflist við mótvind Ragnhildur Alda kveðst vera með „leiðinlegra take“ um málið. Mikið hafi blásið á hann, vissulega, en Bjarni hafi einfaldlega viljað kalla þetta gott. „Bjarni tvíeflist bara við mótvind. Mér finnst þetta frekar bera þess merki að hann hafi ákveðið að nú væri kominn tími til að skipta um starfsvettvang. Hann getur átt mjög góðan tíma á öðrum starfsvettvangi,“ segir Ragnhildur Alda Ólöf Skaftadóttir segir ljóst að aðrir hafi farið að máta sig við formannsstól Bjarna. Gísli Freyr Valdórsson umsjónarmaður Þjóðmála og Ólöf Skaftadóttir.vísir/vilhelm „Þegar maður hugsar um hans arfleifð þá held ég að það hafi verið miklu meira hér að baki en bara að menn hafi skorað formann Sjálfstæðisflokksins á hólm. Það gerist bara reglulega, það hafa margir áhuga á þessum stól. En við getum bara verið jákvæð á þessu ári og kallað hann samningamaður áratugarins. Hann hefur verið í ríkisstjórn samfleytt frá árinu 2013, í ólíkum stjórnarmynstrum, er hann ekki bara saddur af þessum ferli?,“ spyr Ólöf. Gísli Freyr segir að þrátt fyrir mótvindinn, þar á meðal innan úr flokknum, hafi enginn augljós kandídat ýtt það mikið á hann að það væri verið að hrekja hann í burtu. „Hann fékk þessi mótframboð 2011 og 2022 sem voru erfið fyrir hann að takast á við. Hann hefur tekið nokkra slagi innnan flokksins.“
Sjálfstæðisflokkurinn Pallborðið Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Sjá meira