Innherji

Gengi Ocu­lis í hæstu hæðum en er­lendir grein­endur telja það eiga mikið inni

Hörður Ægisson skrifar
Einar Stefánsson, annar stofnanda Oculis, hringir inn Kauphallarbjölluna þegar félagið var skráð á Aðalmarkað í fyrra. Hlutabréfaverð líftæknifélagsins hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu.
Einar Stefánsson, annar stofnanda Oculis, hringir inn Kauphallarbjölluna þegar félagið var skráð á Aðalmarkað í fyrra. Hlutabréfaverð líftæknifélagsins hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu. Vísir/Vilhelm

Fjárfestar og greinendur hafa brugðist afar vel við jákvæðum niðurstöðum rannsóknar á mögulega byltingarkenndu lyfi Oculis við sjóntaugabólgu og hlutabréfaverð líftæknifyrirtækisins er núna í hæstu hæðum, meðal annars eftir hækkun á verðmatsgengi hjá sumum fjármálafyrirtækjum. Mikil velta var í dag með bréf Oculis í Kauphöllinni, sem er orðið verðmætara að markaðsvirði en Hagar, og er gengi bréfa félagsins upp um meira en fimmtíu prósent á örfáum mánuðum.


Tengdar fréttir

Ocu­lis að klára milljarða hluta­fjár­út­boð og á­formar skráningu í Kaup­höllina

Augnlyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, stofnað af tveimur íslenskum prófessorum, er núna á lokametrunum með að klára stóra hlutafjáraukningu frá meðal annars íslenskum fjárfestum og setur stefnuna í kjölfarið á skráningu í Kauphöllina hér heima. Félagið yrði þá tvískráð – því var fleytt á markað í Bandaríkjunum fyrir rétt rúmlega einu ári – en það er í dag með markaðsvirði upp á liðlega sextíu milljarða króna.

Aug­ljós tæki­færi Ocu­lis

Takmörkuð þekking er meðal markaðsaðila hér á landi á sérhæfðum líftæknifyrirtækjum eins og Oculis. Það hefur því verið krefjandi verkefni fyrir stjórnendur fyrirtækisins að miðla skýrri fjárfestasögu hér á landi. Það eru líklega fáir sem átta sig á því að markaðsvirði Oculis er um þrisvar sinnum hærra en Símans, ríflega þriðjungi meira en Eimskips og sambærilegt virði Kviku banka.

Breskur eigna­stýringar­risi byggir upp stöðu í Ocu­lis

Breska eignarstýringarfélagið Standard Life Aberdeen er komið í hóp stærri hluthafa augnlyfjaþróunarfyrirtækisins Oculis, stofnað af tveimur íslenskum prófessorum og skráð á markað vestanhafs, eftir að hafa byggt upp stöðu í félaginu undir lok síðasta árs. Hlutabréfaverð Oculis hefur hækkað um nærri fimmtán prósent frá áramótum.

Ocu­lis að sækja um átta milljarða króna í nýtt hluta­fé

Augnlyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, sem var stofnað fyrir tuttugu árum af tveimur íslenskum prófessorum við Háskóla Íslands og Landspítalann, hefur ákveðið að efna til hlutafjárútboðs sem er beint að innlendum og erlendum fjárfestum en ætlunin er að sækja samtals um átta milljarða króna miðað við núverandi markaðsgengi. Hlutabréfaverð Oculis hefur hækkað um 20 prósent frá því að það var skráð í kauphöll Nasdaq í New York fyrr á árinu en niðurstöður nýlegra verðmata gefa til kynna að félagið sé verulega undirverðlagt á markaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×