Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2025 23:00 Sir Jim Ratcliffe ólst upp í Manchester og sem stuðningsmaður Manchester United. Paul Scholes sér engin merki um það og telur að Ratcliffe sé alveg sama um stuðningsmenn félagsins. Getty/Visionhaus/John Peters Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester United og ellefufaldur Englandsmeistari með félaginu, er vægast ósáttur með innkomu Sir Jim Ratcliffe og INEOS fyrirtækisins inn í eigandahóp félagsins. Scholes fór svo langt að segja að hann hafi ekki séð neitt jákvætt í því sem INEOS menn hafa gert síðan þeir komu inn í félagið á síðasta ári. Fyrirtæki Ratcliffe eignaðist 27,7 prósent hlut í Manchester United í desember 2023 og jók síðan eignarhlut sinn enn frekar í síðasta mánuði. United hefur aldrei byrjað tímabil verr í ensku úrvalsdeildinni og fyrr í vetur var Erik ten Haag rekinn og Portúgalinn Ruben Amorim ráðinn í staðinn. Kveikjan af mikilli óánægju Scholes eru fréttir um hækkun miðaverðs upp í 66 pund, sem eru rúmlega ellefu þúsund og sex hundruð íslenskar krónur, og að það verði enginn afsláttur gefinn fyrir börn og ellilífeyrisþega. „[INEOS] menn hafa nú stjórnað United í næstum því heilt ár og allt sem er í gangi hjá þeim er neikvætt,“ sagði Scholes í þættinum The Overlap Football Fan Debate. ESPN segir frá. „Ég get ekki talið fram neitt jákvætt af því sem þeir hafa gert fyrir þetta fótboltafélag,“ sagði Scholes. Hver fréttin á fætur annarri af niðurskurði hefur líka hneykslað marga. „Hlutirnir eru að versna inn á fótboltavellinum og hefðu þeir þá ekki bara getað lækkað miðaverðið. Komið fram með eitthvað jákvætt. Hvernig getur þú beðið stuðningsfólk Manchester United um að borga meira miðað við það sem er í gangi inn á vellinum,“ spurði Scholes. „Hvernig geta þessir eigendur verið svo frakkir að hækka miðaverðið? Þetta er líklega versta tímabil félagsins og það fyrsta sem þeir gera er að hækka miðaverðið,“ sagði Scholes. „Það er bara ekkert jákvætt í gangi hjá þessu fótboltafélagi. Liðið er algjört meðallið og þeir gera ekkert fyrir stuðningsmennina,“ sagði Scholes. „Við erum með Sir Jim Ratcliffe sem hefur verið stuðningsmaður United síðan í æsku. Ef við berum hann saman við amerísku eigendurna þá sýnir þetta okkur að honum er alveg sama um fólkið í Manchester,“ sagði Scholes. “If you’ve got a family you’re looking at £300/£400!” 😬Scholsey calls out the crazy ticket prices in the Premier League! 🗣️ pic.twitter.com/IqISKHDvNd— The Overlap (@WeAreTheOverlap) January 7, 2025 Enski boltinn Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Sjá meira
Scholes fór svo langt að segja að hann hafi ekki séð neitt jákvætt í því sem INEOS menn hafa gert síðan þeir komu inn í félagið á síðasta ári. Fyrirtæki Ratcliffe eignaðist 27,7 prósent hlut í Manchester United í desember 2023 og jók síðan eignarhlut sinn enn frekar í síðasta mánuði. United hefur aldrei byrjað tímabil verr í ensku úrvalsdeildinni og fyrr í vetur var Erik ten Haag rekinn og Portúgalinn Ruben Amorim ráðinn í staðinn. Kveikjan af mikilli óánægju Scholes eru fréttir um hækkun miðaverðs upp í 66 pund, sem eru rúmlega ellefu þúsund og sex hundruð íslenskar krónur, og að það verði enginn afsláttur gefinn fyrir börn og ellilífeyrisþega. „[INEOS] menn hafa nú stjórnað United í næstum því heilt ár og allt sem er í gangi hjá þeim er neikvætt,“ sagði Scholes í þættinum The Overlap Football Fan Debate. ESPN segir frá. „Ég get ekki talið fram neitt jákvætt af því sem þeir hafa gert fyrir þetta fótboltafélag,“ sagði Scholes. Hver fréttin á fætur annarri af niðurskurði hefur líka hneykslað marga. „Hlutirnir eru að versna inn á fótboltavellinum og hefðu þeir þá ekki bara getað lækkað miðaverðið. Komið fram með eitthvað jákvætt. Hvernig getur þú beðið stuðningsfólk Manchester United um að borga meira miðað við það sem er í gangi inn á vellinum,“ spurði Scholes. „Hvernig geta þessir eigendur verið svo frakkir að hækka miðaverðið? Þetta er líklega versta tímabil félagsins og það fyrsta sem þeir gera er að hækka miðaverðið,“ sagði Scholes. „Það er bara ekkert jákvætt í gangi hjá þessu fótboltafélagi. Liðið er algjört meðallið og þeir gera ekkert fyrir stuðningsmennina,“ sagði Scholes. „Við erum með Sir Jim Ratcliffe sem hefur verið stuðningsmaður United síðan í æsku. Ef við berum hann saman við amerísku eigendurna þá sýnir þetta okkur að honum er alveg sama um fólkið í Manchester,“ sagði Scholes. “If you’ve got a family you’re looking at £300/£400!” 😬Scholsey calls out the crazy ticket prices in the Premier League! 🗣️ pic.twitter.com/IqISKHDvNd— The Overlap (@WeAreTheOverlap) January 7, 2025
Enski boltinn Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Sjá meira