Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. janúar 2025 19:42 Geirdís Hanna Kristjánsdóttir segir það hafa verið ljóst í langan tíma að aðstæður á Sævarhöfða hafi ekki verið góðar. Lítið bil hafi verið á milli hjólhýsa vegna þess hve svæðið er þröngt. vísir/vilhelm Kona sem missti heimili sitt í bruna í hjólhýsabyggð í nótt segir eldhafið hafi teygt sig á milli hjólhýsa á nokkrum mínútum. Hún er nú heimilislaus og finnst borgaryfirvöld bera ábyrgð á því að svo illa fór. Borgin verði að finna byggðinni annan og öruggari stað. Geirdís Hanna Kristjánsdóttir er ein þeirra sem er með fasta búsetu í hjólhýsabygðinni. Hundurinn hennar, Tinna, vakti hana um miðja nótt þegar eldur kom upp í hjólhýsi við hliðina á hennar. „Og svo bara hljóp ég á náttfötunum berfætt á inniskónum út með símann.“ Eigandi hjólhýsisins var þá kominn út úr sínu hýsi sem síðar brann til kaldra kola. Sá var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en varð ekki meint af brunanum. „Svo sé ég að eldurinn er farinn að teygja sig í húsbílinn við hliðina á. Þannig ég æði af stað í húsbílinn og lem hann allan að utan því ég vissi ekki hvort eigandi hans væri heima.“ Stæk brunalykt er úr hjólhýsi Geirdísar. Gluggarnir sviðnuðu vegna hitans og ljóst að tjónið er mikið. Hún er tryggð og á ekki von á öðru en að fá tjónið bætt.vísir/vilhelm Geirdís segir það hafa verið mikinn létti þegar henni var svo tilkynnt að eigandi húsbílsins væri erlendis. „Þá brotnaði ég bara niður og grét. Þetta gerðist svo hratt. Allt í einu þá stóð allt í ljósum logum og þvílíka eldhafið sem teygði sig í næstu bíla. Ég horfði á hýsið mitt þar sem gluggarnir bráðnuðu af hitanum.“ Súr brunalykt og sviðnaðir gluggar Hjólhýsi Geirdísar er ekki íbúðarhæft, súr brunalykt er allt umlykjandi og veit hún ekki hver næstu skref eru. „Þetta verður langur dagur.“ Hver er þá staðan á þínum högum, ertu heimilislaus núna? „Já ég er það.“ Hjólhýsi og húsbíll brunnu til kaldra kola í nótt.vísir/vilhelm Finnst Reykjavíkurborg bera ábyrgð Fulltrúi borgaryfirvalda sagði á RÚV í júlí 2023 að hjólhýsabyggðin yrði einungis á svæðinu til skamms tíma þar sem finna þyrfti betri staðsetningu. Geirdís segir að síðan þá hafi verið lítið um svör frá borginni. „Þetta hefði aldrei gerst ef það hefði verið farið strax í það mál að koma okkur á góða staðsetningu þar sem við getum haft sómasamlegt bil á milli hýsa.“ Finnst þér þá einhver bera ábyrgð á þessari stöðu sem nú er uppi? „Mér finnst Reykjavíkurborg bera ábyrgð og ég ætla að vera alveg hreinskilin með það.“ Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. Íbúi á svæðinu segir aðbúnað skelfilegan, þeir hafi óttast að svona gæti farið. 8. janúar 2025 10:28 Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. 8. janúar 2025 07:25 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira
Geirdís Hanna Kristjánsdóttir er ein þeirra sem er með fasta búsetu í hjólhýsabygðinni. Hundurinn hennar, Tinna, vakti hana um miðja nótt þegar eldur kom upp í hjólhýsi við hliðina á hennar. „Og svo bara hljóp ég á náttfötunum berfætt á inniskónum út með símann.“ Eigandi hjólhýsisins var þá kominn út úr sínu hýsi sem síðar brann til kaldra kola. Sá var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en varð ekki meint af brunanum. „Svo sé ég að eldurinn er farinn að teygja sig í húsbílinn við hliðina á. Þannig ég æði af stað í húsbílinn og lem hann allan að utan því ég vissi ekki hvort eigandi hans væri heima.“ Stæk brunalykt er úr hjólhýsi Geirdísar. Gluggarnir sviðnuðu vegna hitans og ljóst að tjónið er mikið. Hún er tryggð og á ekki von á öðru en að fá tjónið bætt.vísir/vilhelm Geirdís segir það hafa verið mikinn létti þegar henni var svo tilkynnt að eigandi húsbílsins væri erlendis. „Þá brotnaði ég bara niður og grét. Þetta gerðist svo hratt. Allt í einu þá stóð allt í ljósum logum og þvílíka eldhafið sem teygði sig í næstu bíla. Ég horfði á hýsið mitt þar sem gluggarnir bráðnuðu af hitanum.“ Súr brunalykt og sviðnaðir gluggar Hjólhýsi Geirdísar er ekki íbúðarhæft, súr brunalykt er allt umlykjandi og veit hún ekki hver næstu skref eru. „Þetta verður langur dagur.“ Hver er þá staðan á þínum högum, ertu heimilislaus núna? „Já ég er það.“ Hjólhýsi og húsbíll brunnu til kaldra kola í nótt.vísir/vilhelm Finnst Reykjavíkurborg bera ábyrgð Fulltrúi borgaryfirvalda sagði á RÚV í júlí 2023 að hjólhýsabyggðin yrði einungis á svæðinu til skamms tíma þar sem finna þyrfti betri staðsetningu. Geirdís segir að síðan þá hafi verið lítið um svör frá borginni. „Þetta hefði aldrei gerst ef það hefði verið farið strax í það mál að koma okkur á góða staðsetningu þar sem við getum haft sómasamlegt bil á milli hýsa.“ Finnst þér þá einhver bera ábyrgð á þessari stöðu sem nú er uppi? „Mér finnst Reykjavíkurborg bera ábyrgð og ég ætla að vera alveg hreinskilin með það.“
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. Íbúi á svæðinu segir aðbúnað skelfilegan, þeir hafi óttast að svona gæti farið. 8. janúar 2025 10:28 Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. 8. janúar 2025 07:25 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira
Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. Íbúi á svæðinu segir aðbúnað skelfilegan, þeir hafi óttast að svona gæti farið. 8. janúar 2025 10:28
Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. 8. janúar 2025 07:25