Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. janúar 2025 19:42 Geirdís Hanna Kristjánsdóttir segir það hafa verið ljóst í langan tíma að aðstæður á Sævarhöfða hafi ekki verið góðar. Lítið bil hafi verið á milli hjólhýsa vegna þess hve svæðið er þröngt. vísir/vilhelm Kona sem missti heimili sitt í bruna í hjólhýsabyggð í nótt segir eldhafið hafi teygt sig á milli hjólhýsa á nokkrum mínútum. Hún er nú heimilislaus og finnst borgaryfirvöld bera ábyrgð á því að svo illa fór. Borgin verði að finna byggðinni annan og öruggari stað. Geirdís Hanna Kristjánsdóttir er ein þeirra sem er með fasta búsetu í hjólhýsabygðinni. Hundurinn hennar, Tinna, vakti hana um miðja nótt þegar eldur kom upp í hjólhýsi við hliðina á hennar. „Og svo bara hljóp ég á náttfötunum berfætt á inniskónum út með símann.“ Eigandi hjólhýsisins var þá kominn út úr sínu hýsi sem síðar brann til kaldra kola. Sá var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en varð ekki meint af brunanum. „Svo sé ég að eldurinn er farinn að teygja sig í húsbílinn við hliðina á. Þannig ég æði af stað í húsbílinn og lem hann allan að utan því ég vissi ekki hvort eigandi hans væri heima.“ Stæk brunalykt er úr hjólhýsi Geirdísar. Gluggarnir sviðnuðu vegna hitans og ljóst að tjónið er mikið. Hún er tryggð og á ekki von á öðru en að fá tjónið bætt.vísir/vilhelm Geirdís segir það hafa verið mikinn létti þegar henni var svo tilkynnt að eigandi húsbílsins væri erlendis. „Þá brotnaði ég bara niður og grét. Þetta gerðist svo hratt. Allt í einu þá stóð allt í ljósum logum og þvílíka eldhafið sem teygði sig í næstu bíla. Ég horfði á hýsið mitt þar sem gluggarnir bráðnuðu af hitanum.“ Súr brunalykt og sviðnaðir gluggar Hjólhýsi Geirdísar er ekki íbúðarhæft, súr brunalykt er allt umlykjandi og veit hún ekki hver næstu skref eru. „Þetta verður langur dagur.“ Hver er þá staðan á þínum högum, ertu heimilislaus núna? „Já ég er það.“ Hjólhýsi og húsbíll brunnu til kaldra kola í nótt.vísir/vilhelm Finnst Reykjavíkurborg bera ábyrgð Fulltrúi borgaryfirvalda sagði á RÚV í júlí 2023 að hjólhýsabyggðin yrði einungis á svæðinu til skamms tíma þar sem finna þyrfti betri staðsetningu. Geirdís segir að síðan þá hafi verið lítið um svör frá borginni. „Þetta hefði aldrei gerst ef það hefði verið farið strax í það mál að koma okkur á góða staðsetningu þar sem við getum haft sómasamlegt bil á milli hýsa.“ Finnst þér þá einhver bera ábyrgð á þessari stöðu sem nú er uppi? „Mér finnst Reykjavíkurborg bera ábyrgð og ég ætla að vera alveg hreinskilin með það.“ Reykjavík Slökkvilið Hjólhýsabyggð í Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. Íbúi á svæðinu segir aðbúnað skelfilegan, þeir hafi óttast að svona gæti farið. 8. janúar 2025 10:28 Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. 8. janúar 2025 07:25 Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Sjá meira
Geirdís Hanna Kristjánsdóttir er ein þeirra sem er með fasta búsetu í hjólhýsabygðinni. Hundurinn hennar, Tinna, vakti hana um miðja nótt þegar eldur kom upp í hjólhýsi við hliðina á hennar. „Og svo bara hljóp ég á náttfötunum berfætt á inniskónum út með símann.“ Eigandi hjólhýsisins var þá kominn út úr sínu hýsi sem síðar brann til kaldra kola. Sá var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en varð ekki meint af brunanum. „Svo sé ég að eldurinn er farinn að teygja sig í húsbílinn við hliðina á. Þannig ég æði af stað í húsbílinn og lem hann allan að utan því ég vissi ekki hvort eigandi hans væri heima.“ Stæk brunalykt er úr hjólhýsi Geirdísar. Gluggarnir sviðnuðu vegna hitans og ljóst að tjónið er mikið. Hún er tryggð og á ekki von á öðru en að fá tjónið bætt.vísir/vilhelm Geirdís segir það hafa verið mikinn létti þegar henni var svo tilkynnt að eigandi húsbílsins væri erlendis. „Þá brotnaði ég bara niður og grét. Þetta gerðist svo hratt. Allt í einu þá stóð allt í ljósum logum og þvílíka eldhafið sem teygði sig í næstu bíla. Ég horfði á hýsið mitt þar sem gluggarnir bráðnuðu af hitanum.“ Súr brunalykt og sviðnaðir gluggar Hjólhýsi Geirdísar er ekki íbúðarhæft, súr brunalykt er allt umlykjandi og veit hún ekki hver næstu skref eru. „Þetta verður langur dagur.“ Hver er þá staðan á þínum högum, ertu heimilislaus núna? „Já ég er það.“ Hjólhýsi og húsbíll brunnu til kaldra kola í nótt.vísir/vilhelm Finnst Reykjavíkurborg bera ábyrgð Fulltrúi borgaryfirvalda sagði á RÚV í júlí 2023 að hjólhýsabyggðin yrði einungis á svæðinu til skamms tíma þar sem finna þyrfti betri staðsetningu. Geirdís segir að síðan þá hafi verið lítið um svör frá borginni. „Þetta hefði aldrei gerst ef það hefði verið farið strax í það mál að koma okkur á góða staðsetningu þar sem við getum haft sómasamlegt bil á milli hýsa.“ Finnst þér þá einhver bera ábyrgð á þessari stöðu sem nú er uppi? „Mér finnst Reykjavíkurborg bera ábyrgð og ég ætla að vera alveg hreinskilin með það.“
Reykjavík Slökkvilið Hjólhýsabyggð í Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. Íbúi á svæðinu segir aðbúnað skelfilegan, þeir hafi óttast að svona gæti farið. 8. janúar 2025 10:28 Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. 8. janúar 2025 07:25 Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Sjá meira
Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. Íbúi á svæðinu segir aðbúnað skelfilegan, þeir hafi óttast að svona gæti farið. 8. janúar 2025 10:28
Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. 8. janúar 2025 07:25