Dregið var í átta liða úrslit Powerade-bikars kvenna í hádeginu. Sem fyrr fara bikarmeistararnir til Eyja. Tveir aðrir Olís-deildarslagir eru á dagskrá.
ÍR mætir Haukum í Skógarselinu og Fram fær Stjörnuna í heimsókn. Stjörnukonur töpuðu fyrir Valskonum í úrslitum Powerade-bikarsins í fyrra.
Þá mætir Víkingur, sem er í 6. sæti Grill 66-deildarinnar, Gróttu.
Leikirnir í átta liða úrslitum Powerade-bikars kvenna fara fram 4. og 5. febrúar næstkomandi.