Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar 9. janúar 2025 16:01 Ágætu stjórnendur Íslandspósts! Í dag 9.janúar var pósti dreift hér Breiðdalnum, sá fyrsti sem hefur borist á minn bæ síðan 17. desember sl.. Sem sagt rúmar þrjár vikur síðan síðast barst póstur hingað. Sá póstur sem barst í dag innhélt m.a. jólakort með póststimpli 13. desember og nokkur bréf og kort póstlögð á bilinu frá 17. desember til 6.janúar. Þetta finnst mér algjörlega óviðunandi þjónusta sérstaklega frá fyrirtæki sem birtir eftirfarandi á heimasíðu sinni: „Við hjá Póstinum leggjum mikið upp úr því að koma sendingum fljótt í hendur viðskiptavina og fögnum því hvað vinnsla og dreifing gekk hratt og hnökralaust fyrir sig á árinu. Síðasti hluti ársins og jólin gengu sérlega vel, Póstmiðstöðin tóm í lok hvers dags og engar tafir í vertíðinni sem var sérlega ánægjulegt.“ (tekið af heimasíðu póstsins https://posturinn.is/frettir/blogg/2024/svona-var-arid-2024/ ) Vil benda ykkur á að margir hafa treyst á póstinn til að fá tímanlega þau lyf (lyfjarúllur) sem eru mörgum lífsnauðsynleg, það er erfitt þegar ekki er hægt að treysta á reglulega dreifingu. Þegar ég flutti í Breiðdalinn fyrir nær 40 árum var póstinum dreift í sveitina tvisvar í viku, síðan var póstferðum fjölgað í þrjár á vikur og svo fjölgað í daglegar ferðir á virkum dögum. Þeim var svo fækkað aftur og eiga skv. áætlun að vera tvisvar í viku. Eins og sést í inngangi er svo langt frá því að það plan standist og póstur berst mjög óreglulega, er þó ekki hægt að kenna veðri eða færð um það sem af er vetrar. 1.júní sl. var pósthúsinu á Breiðdalsvík, ásamt öðrum pósthúsum víða um land, lokað og skildi póstinum hér austanlands dreift frá Reyðarfirði. Þær upplýsingar sem íbúar fengu var að póstbox yrði sett upp á Breiðdalsvík og landpóstur myndi dreifa pósti í sveitina tvisvar í viku eins og verið hafði. Og klikkt út með að þessi breyting myndi bæta þjónustuupplifun íbúa til muna. Já það er þetta með þjónustupplifunina, ennþá hef ég ekki hitt einstakling sem er sáttur við þessa breytingu. Eigi menn von á pökkum berast gjarnan sms um að pótbox á Breiðdalsvík sé fullt og pakkanum hafi verið ekið aftur á Reyðarfjörð og hægt sé að nálgast hann þar, heiman frá mér eru 80 km. sem myndi þýða 160 km akstur til að nálgast pakkann. Hafi pakkinn átt að berast heim með landpóstinum, koma gjarnan skilaboð um að vænta megi sendingar á einhverju tímabili. Keppast menn þá við að vera heima við þannig að hægt sé að taka á móti pakkanum. Síðla dags berst síðan sms um að ekki hafi verið tími til að fara með póst í sveitina, en pakkanum verði ekið heim næsta virka dag, svona sms sendingar geta endurtekið sig út þá vikuna því aldrei er tími til að aka pósti í sveitina. Getur þetta verið mjög bagalegt t.d. ef bændur eru að fá varahluti í tæki sem þurfa að vera í daglegri notkun. Veit að einhverjir leggja það frekar á sig að aka tvisvar sinnum 80-85 km. í veg fyrir flug á Egilsstöðum og fá pakkann þannig frekar en að treysta á Íslandspóst. Á þessu hálfa ári sem liðið er síðan pósthúsinu var lokað, sýnist mér reynslan af þessari lokun vera sú að þessar breytingar ganga alls ekki upp og tel ég að langflestir ef ekki allir íbúar Breiðdals og Breiðdalsvíkur taki undir það með mér. Því skora ég á ykkur stjórnendur Íslandspósts að endurskoða þessa breytingu og gera þær ráðstafanir sem þarf til að íbúar byggðalagsins upplifi sig ekki sem annars flokks íbúa sem eigi ekki rétt á sömu þjónustu og aðrir. Með fyrirfram þökk Höfundur er íbúi í Breiðdal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pósturinn Fjarðabyggð Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ágætu stjórnendur Íslandspósts! Í dag 9.janúar var pósti dreift hér Breiðdalnum, sá fyrsti sem hefur borist á minn bæ síðan 17. desember sl.. Sem sagt rúmar þrjár vikur síðan síðast barst póstur hingað. Sá póstur sem barst í dag innhélt m.a. jólakort með póststimpli 13. desember og nokkur bréf og kort póstlögð á bilinu frá 17. desember til 6.janúar. Þetta finnst mér algjörlega óviðunandi þjónusta sérstaklega frá fyrirtæki sem birtir eftirfarandi á heimasíðu sinni: „Við hjá Póstinum leggjum mikið upp úr því að koma sendingum fljótt í hendur viðskiptavina og fögnum því hvað vinnsla og dreifing gekk hratt og hnökralaust fyrir sig á árinu. Síðasti hluti ársins og jólin gengu sérlega vel, Póstmiðstöðin tóm í lok hvers dags og engar tafir í vertíðinni sem var sérlega ánægjulegt.“ (tekið af heimasíðu póstsins https://posturinn.is/frettir/blogg/2024/svona-var-arid-2024/ ) Vil benda ykkur á að margir hafa treyst á póstinn til að fá tímanlega þau lyf (lyfjarúllur) sem eru mörgum lífsnauðsynleg, það er erfitt þegar ekki er hægt að treysta á reglulega dreifingu. Þegar ég flutti í Breiðdalinn fyrir nær 40 árum var póstinum dreift í sveitina tvisvar í viku, síðan var póstferðum fjölgað í þrjár á vikur og svo fjölgað í daglegar ferðir á virkum dögum. Þeim var svo fækkað aftur og eiga skv. áætlun að vera tvisvar í viku. Eins og sést í inngangi er svo langt frá því að það plan standist og póstur berst mjög óreglulega, er þó ekki hægt að kenna veðri eða færð um það sem af er vetrar. 1.júní sl. var pósthúsinu á Breiðdalsvík, ásamt öðrum pósthúsum víða um land, lokað og skildi póstinum hér austanlands dreift frá Reyðarfirði. Þær upplýsingar sem íbúar fengu var að póstbox yrði sett upp á Breiðdalsvík og landpóstur myndi dreifa pósti í sveitina tvisvar í viku eins og verið hafði. Og klikkt út með að þessi breyting myndi bæta þjónustuupplifun íbúa til muna. Já það er þetta með þjónustupplifunina, ennþá hef ég ekki hitt einstakling sem er sáttur við þessa breytingu. Eigi menn von á pökkum berast gjarnan sms um að pótbox á Breiðdalsvík sé fullt og pakkanum hafi verið ekið aftur á Reyðarfjörð og hægt sé að nálgast hann þar, heiman frá mér eru 80 km. sem myndi þýða 160 km akstur til að nálgast pakkann. Hafi pakkinn átt að berast heim með landpóstinum, koma gjarnan skilaboð um að vænta megi sendingar á einhverju tímabili. Keppast menn þá við að vera heima við þannig að hægt sé að taka á móti pakkanum. Síðla dags berst síðan sms um að ekki hafi verið tími til að fara með póst í sveitina, en pakkanum verði ekið heim næsta virka dag, svona sms sendingar geta endurtekið sig út þá vikuna því aldrei er tími til að aka pósti í sveitina. Getur þetta verið mjög bagalegt t.d. ef bændur eru að fá varahluti í tæki sem þurfa að vera í daglegri notkun. Veit að einhverjir leggja það frekar á sig að aka tvisvar sinnum 80-85 km. í veg fyrir flug á Egilsstöðum og fá pakkann þannig frekar en að treysta á Íslandspóst. Á þessu hálfa ári sem liðið er síðan pósthúsinu var lokað, sýnist mér reynslan af þessari lokun vera sú að þessar breytingar ganga alls ekki upp og tel ég að langflestir ef ekki allir íbúar Breiðdals og Breiðdalsvíkur taki undir það með mér. Því skora ég á ykkur stjórnendur Íslandspósts að endurskoða þessa breytingu og gera þær ráðstafanir sem þarf til að íbúar byggðalagsins upplifi sig ekki sem annars flokks íbúa sem eigi ekki rétt á sömu þjónustu og aðrir. Með fyrirfram þökk Höfundur er íbúi í Breiðdal
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun