Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2025 18:03 Jose Mourinho er orðaður við Everton starfið en það virðist þó vera lítið á bak við þær vangaveltur. Getty/Richard Sellers Enskir miðlar eru strax farnir að velta því fyrir sér hver verði næsti knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Everton. Everton tók þá ákvörðun að reka Sean Dyche í dag aðeins þremur klukkutímum fyrir bikarleik liðsins. Dyche mætti á blaðamannafundinn fyrir leikinn og fréttirnar hafa því vakið nokkra furðu. En hvað með eftirmann hans? Nýir bandarískir eigendur hafa nú eignast félagið og ætla sér örugglega stóra hluti. Veðbankar voru líka fljótir til og þeir setja Portúgalann Jose Mourinho sem þann líklegasta til að taka við Everton. Would you want to see Jose Mourinho at Everton? 👀Leave your vote in the comments 👇 pic.twitter.com/YYVhV8GTRe— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 9, 2025 Lífið gengur ekki allt of vel hjá Mourinho í Tyrklandi þessa dagana og það vakti líka mikla athygli þegar hann grínaðist með það að hann vildi næst taka við liðið sem væri ekki í Evrópukeppni. Það er lítil hætta á því að Everton sé í Evrópukeppni enda hefur lífið á Goodison Park snúist um það síðustu ár að halda sæti sínu í deildinni. Ensku miðlarnir eru því farnir að orða Mourinho við starfið og það þrátt fyrir að hann hafi líka talað um það að fallbaráttan væri of erfitt starf fyrir sig. Everton er aðeins rétt fyrir ofan fallsæti og sleppur ekki við fallbaráttuna í vetur ekki frekar en síðustu tímabil. Hinn 61 árs gamli Mourinho hefur stýrt Chelsea, Manchester United og Tottenham í ensku deildinni. Hann þekkir toppbaráttuna og efri hlutann vel en hefur litla sem enga reynslu af fallbaráttu. Það virðist þó vera lítil annað en vangaveltur að baki þess að veðbankar setji Mourinho sem líklegast eftirmann Dyche. David Ornstein hjá The Athletic segir að samkvæmt hans heimildum þá komi Mourinho ekki tl greina í starfið. 🚨 Jose Mourinho not in contention to take over as next Everton manager following departure of Sean Dyche today. Never a consideration for either 61yo Portuguese coach or new #EFC owners The Friedkin Group - having worked together at AS Roma @TheAthleticFC https://t.co/CFwGQh44mI— David Ornstein (@David_Ornstein) January 9, 2025 Enski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Everton tók þá ákvörðun að reka Sean Dyche í dag aðeins þremur klukkutímum fyrir bikarleik liðsins. Dyche mætti á blaðamannafundinn fyrir leikinn og fréttirnar hafa því vakið nokkra furðu. En hvað með eftirmann hans? Nýir bandarískir eigendur hafa nú eignast félagið og ætla sér örugglega stóra hluti. Veðbankar voru líka fljótir til og þeir setja Portúgalann Jose Mourinho sem þann líklegasta til að taka við Everton. Would you want to see Jose Mourinho at Everton? 👀Leave your vote in the comments 👇 pic.twitter.com/YYVhV8GTRe— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 9, 2025 Lífið gengur ekki allt of vel hjá Mourinho í Tyrklandi þessa dagana og það vakti líka mikla athygli þegar hann grínaðist með það að hann vildi næst taka við liðið sem væri ekki í Evrópukeppni. Það er lítil hætta á því að Everton sé í Evrópukeppni enda hefur lífið á Goodison Park snúist um það síðustu ár að halda sæti sínu í deildinni. Ensku miðlarnir eru því farnir að orða Mourinho við starfið og það þrátt fyrir að hann hafi líka talað um það að fallbaráttan væri of erfitt starf fyrir sig. Everton er aðeins rétt fyrir ofan fallsæti og sleppur ekki við fallbaráttuna í vetur ekki frekar en síðustu tímabil. Hinn 61 árs gamli Mourinho hefur stýrt Chelsea, Manchester United og Tottenham í ensku deildinni. Hann þekkir toppbaráttuna og efri hlutann vel en hefur litla sem enga reynslu af fallbaráttu. Það virðist þó vera lítil annað en vangaveltur að baki þess að veðbankar setji Mourinho sem líklegast eftirmann Dyche. David Ornstein hjá The Athletic segir að samkvæmt hans heimildum þá komi Mourinho ekki tl greina í starfið. 🚨 Jose Mourinho not in contention to take over as next Everton manager following departure of Sean Dyche today. Never a consideration for either 61yo Portuguese coach or new #EFC owners The Friedkin Group - having worked together at AS Roma @TheAthleticFC https://t.co/CFwGQh44mI— David Ornstein (@David_Ornstein) January 9, 2025
Enski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira