Úrvalsdeildarliðið Everton vann 2-0 sigur á C-deildarliði Peterborough á Goodison Park en þetta var furðulegur dagur því Everton rak knattspyrnustjóra sinn, Sean Dyche, þremur tímum fyrir leik.
Leighton Baines og Séamus Coleman stýrðu liðinu til sigurs í leiknum í kvöld.
Beto skoraði fyrsta mark leiksins á 42. mínútu eftir stoðsendingu frá Harrison Armstrong.
Seinna markið kom úr vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatímanum. Jarrad Branthwaite fiskaði vítið og Iliman Ndiaye skoraði úr því.
Ashley Young kom inn á sem varamaður hjá Everton en fékk þó ekki að spila á móti syni sínum Tyler Young sem sat allan tímann á bekknum hjá Peterborough.
Úrvalsdeildarliðið Fulham vann 4-1 sigur á b-deildarliði Watford.
Rodrigo Muniz kom Fulham í 1-0 á 26. mínútu en Rocco Vata jafnaði metin sjö mínútum síðar.
Raul Jiménez kom inn á sem varamaður í hálfleik og kom Fulham aftur yfir með marki úr víti á 49. mínútu. Joachim Andersen skoraði þriðja markið á 65. mínútu.
Timothy Castagne innsiglaði sigurinn með fjórða markinu á 85. mínútu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Martial Godo.
Cardiff City vann 1-0 útisigur á Sheffield United í uppgjöri tveggja b-deildarliða.
Cian Ashford kom Cardiff yfir á 19. mínútu leiksins og það reyndist eina mark leiksins.