Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar 10. janúar 2025 10:30 Áform Donalds Trump um að gera Grænland að fylki í Bandaríkjunum hafa fengið mikla umfjöllun. Það er greinilegt að Trump sér staðsetningu Grænlands sem mikilvægan þátt í varnarmálum Bandaríkjanna og er ekki ólíklegt að Ísland sé líka á óskalistanum. Í stjórnarsáttmála Valkyrjana er tekið fram að þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram fyrir lok ársins 2027 um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þær treysta þjóðinni og segja að það saki ekki að skoða „hvað sé í pakkanum“. Í ljósi aðstæðna liggur í augum uppi að nú er annar „pakki“ sem býðst okkur Íslendingum og hljótum við að fá að kjósa um hann líka? Við vitum öll að það er allt betra í Bandaríkjunum: Dollarinn, lægri vextir, lægri skattar, George Clooney, McDonald’s og Disney. Þjóðsöngurinn fjallar um land hinna frjálsu, ekki eitthvað grátandi blóm, fáninn er miklu flottari og svo eru þau auðvitað með miklu betri mælieiningar. Við gætum loksins losnað við þennan blessaða celsíus-kvarða sem dregur hitastig á Íslandi niður fyrir allar hellur. Ímyndið ykkur að ræsa bílinn á janúar morgni og í stað þess að horfa á -1°C á mælaborðinu stæði 30°F. Veturinn yrði mun bærilegri og myndum við öll keyra í vinnuna með hlýju í hjarta. Valkyrjurnar hljóta að standa við stóru orðin og leyfa þjóðinni að kjósa um aðildarviðræður við Bandaríkin ekki seinna en fyrir lok ársins 2027! Aðildarviðræður við Bandaríkin væru auðvitað rugl. Staðreyndin er sú að við yrðum bara peð í stærra tafli og veltir maður fyrir sér hversu spenntir ESB-sinnar væru fyrir aðildarviðræðum við ESB ef Trump væri þar við stjórn. Ríkisstjórnin talar mikið um að treysta þjóðinni en kannski ættu ríkisstjórnarflokkarnir að byrja á því að treysta kjósendum sínum fyrir sannleikanum, sem þau földu í kosningabaráttunni. Flokkur Fólksins hefðu getað sagt kjósendum sínum að þau séu í raun ekki á móti Bókun 35 eða ESB ef ráðherrastólar eru í boði. Viðreisn hefði getað frætt kjósendur sína um Maastricht-skilyrðin varðandi Evruna eða að flokkurinn hafi verið stofnaður bókstaflega í því skyni að ganga í Evrópusambandið. Samfylkingin hefði getað sagt kjósendum sínum að þau eru í raun flokkur Evrópusinna, eins og „gamla“ Samfylkingin var stofnuð út frá. Tíminn mun svo leiða í ljós hvaða fleiri upplýsingum okkur var ekki treystandi fyrir áður en við kusum. Sannleikurinn er sá að aðildarviðræður um inngöngu í Evrópusambandið, Bandaríkin eða annað slíkt eru í grunninn bara spurning um einn hlut: Hversu langt erum við tilbúin að ganga í afsali á fullveldi og sjálfstæði Íslands? Svarið hjá Miðflokknum er einfalt: Við trúum að framtíð Íslands sé best borgið í höndum Íslands. Grasið verður alltaf grænna hinum megin á meðan við vanrækjum það okkar megin. Við erum fullfær um að stýra landinu okkar sjálf, erum rík af auðlindum og eigum því ekkert erindi í Evrópusambandið eða sem fylki í Bandaríkjunum. Það eina sem vantar er alvöru skynsemi í ákvarðanatöku, ekki afsal á ákvarðanatökunni. Höfundur er 3. varaþingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Áform Donalds Trump um að gera Grænland að fylki í Bandaríkjunum hafa fengið mikla umfjöllun. Það er greinilegt að Trump sér staðsetningu Grænlands sem mikilvægan þátt í varnarmálum Bandaríkjanna og er ekki ólíklegt að Ísland sé líka á óskalistanum. Í stjórnarsáttmála Valkyrjana er tekið fram að þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram fyrir lok ársins 2027 um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þær treysta þjóðinni og segja að það saki ekki að skoða „hvað sé í pakkanum“. Í ljósi aðstæðna liggur í augum uppi að nú er annar „pakki“ sem býðst okkur Íslendingum og hljótum við að fá að kjósa um hann líka? Við vitum öll að það er allt betra í Bandaríkjunum: Dollarinn, lægri vextir, lægri skattar, George Clooney, McDonald’s og Disney. Þjóðsöngurinn fjallar um land hinna frjálsu, ekki eitthvað grátandi blóm, fáninn er miklu flottari og svo eru þau auðvitað með miklu betri mælieiningar. Við gætum loksins losnað við þennan blessaða celsíus-kvarða sem dregur hitastig á Íslandi niður fyrir allar hellur. Ímyndið ykkur að ræsa bílinn á janúar morgni og í stað þess að horfa á -1°C á mælaborðinu stæði 30°F. Veturinn yrði mun bærilegri og myndum við öll keyra í vinnuna með hlýju í hjarta. Valkyrjurnar hljóta að standa við stóru orðin og leyfa þjóðinni að kjósa um aðildarviðræður við Bandaríkin ekki seinna en fyrir lok ársins 2027! Aðildarviðræður við Bandaríkin væru auðvitað rugl. Staðreyndin er sú að við yrðum bara peð í stærra tafli og veltir maður fyrir sér hversu spenntir ESB-sinnar væru fyrir aðildarviðræðum við ESB ef Trump væri þar við stjórn. Ríkisstjórnin talar mikið um að treysta þjóðinni en kannski ættu ríkisstjórnarflokkarnir að byrja á því að treysta kjósendum sínum fyrir sannleikanum, sem þau földu í kosningabaráttunni. Flokkur Fólksins hefðu getað sagt kjósendum sínum að þau séu í raun ekki á móti Bókun 35 eða ESB ef ráðherrastólar eru í boði. Viðreisn hefði getað frætt kjósendur sína um Maastricht-skilyrðin varðandi Evruna eða að flokkurinn hafi verið stofnaður bókstaflega í því skyni að ganga í Evrópusambandið. Samfylkingin hefði getað sagt kjósendum sínum að þau eru í raun flokkur Evrópusinna, eins og „gamla“ Samfylkingin var stofnuð út frá. Tíminn mun svo leiða í ljós hvaða fleiri upplýsingum okkur var ekki treystandi fyrir áður en við kusum. Sannleikurinn er sá að aðildarviðræður um inngöngu í Evrópusambandið, Bandaríkin eða annað slíkt eru í grunninn bara spurning um einn hlut: Hversu langt erum við tilbúin að ganga í afsali á fullveldi og sjálfstæði Íslands? Svarið hjá Miðflokknum er einfalt: Við trúum að framtíð Íslands sé best borgið í höndum Íslands. Grasið verður alltaf grænna hinum megin á meðan við vanrækjum það okkar megin. Við erum fullfær um að stýra landinu okkar sjálf, erum rík af auðlindum og eigum því ekkert erindi í Evrópusambandið eða sem fylki í Bandaríkjunum. Það eina sem vantar er alvöru skynsemi í ákvarðanatöku, ekki afsal á ákvarðanatökunni. Höfundur er 3. varaþingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun