Innlent

Ekkert verður af kaupunum á Krafti

Árni Sæberg skrifar
Ásmundur Tryggvason, forstjóri Styrkáss hf..
Ásmundur Tryggvason, forstjóri Styrkáss hf.. Styrkás hf.

Styrkás og Kraftur hafa komist að samkomulagi um að fallið verði frá kaupum Styrkáss á öllu hlutafé í Krafti. Samkeppniseftirlitið féllst ekki á markaðsskilgreiningar sem félögin töldu að leggja ætti til grundvallar og því var hætt við kaupin og samrunatilkynning afturkölluð.

Í júlí 2024 tilkynnti Styrkás, sem er í meirihlutaeigu Skeljar fjárfestingafélags, um fyrirhuguð kaup á hundrað prósentum hlutafjár í Krafti ehf., sem er söluaðili MAN, Palfinger og Bucher-Municipal á Íslandi.

Í tilkynningu að samkeppnisyfirvöld hafi ekki fallist á þær markaðsskilgreiningar sem aðilar og ráðgjafar þeirra telji að leggja ætti til grundvallar við rannsókn á samruna félaganna. Þær markaðsskilgreiningar hafi byggt á markaðsskilgreiningum sem eigi stoð í framkvæmd hjá Framkvæmdastjórn ESB og samkeppnisyfirvöldum á Norðurlöndum.

Styrkás og eigandi Krafts hafi því komist að samkomulagi um að fella niður kaupsamning um kaup á Krafti. Samrunatilkynning til Samkeppniseftirlitsins hafi verið afturkölluð.

Innan samstæðu Styrkáss eru meðal annars fyrirtækin Skeljungur, Klettur og Stólpi Gámar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×