Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Andri Már Eggertsson skrifar 10. janúar 2025 21:53 Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með sigurinn Vísir/Jón Gautur Stjarnan endurheimti toppsætið eftir átta stiga sigur gegn KR 94-86. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með sigurinn. „Það er alltaf gaman að vinna og það er alltaf gleði sem fylgir því,“ sagði Baldur sáttur með fyrsta sigurinn á árinu. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en Stjarnan náði að komast í bílstjórasætið þegar heimamenn gerðu níu stig í röð um miðjan annan leikhluta. „Þetta var frekar jafn leikur og við vorum í vandræðum með Nimrod allan leikinn og hann gerði mjög vel. Þetta var jafn leikur og ég var ánægður með að hafa unnið.“ „Við leiddum leikinn en þetta var ekki sannfærandi. Við vorum í vandræðum með að stöðva ákveðin atriði hjá þeim gegnum gangandi allan leikinn. Það var aldrei neinn svaka kraftur sem kom hjá okkur sem er eðlilegt, það er ekki flugeldasýning í hverjum leik í körfubolta.“ Hilmar Smári Henningsson, Jase Febres og Shaquille Rombley gerðu 77 af 94 stigum liðsins en Baldur taldi það eðlilegt og var ekki að kippa sér upp við það. „Ægir skorar stundum tuttugu stig og stundum gerir Orri tuttugu stig. Þetta er eðlilegt hjá okkur.“ Félagaskiptaglugginn er opinn og Baldur vildi lítið gefa það upp hvort liðið myndi styrkja sig áður en hann lokar. „Það er eitthvað sem við erum að skoða og reyna ákveða. Það er ekki komin nein lending með það.“ „Styrking getur fyllt upp í ákveðin göt ef þú hittir á réttan mann en ef þú hittir á rangan mann getur þú eyðilagt liðið. Þetta er ákvörðun sem þarf að taka og svo verður hún annað hvort góð eða léleg,“ sagði Baldur Þór að lokum. Stjarnan Bónus-deild karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Sjá meira
„Það er alltaf gaman að vinna og það er alltaf gleði sem fylgir því,“ sagði Baldur sáttur með fyrsta sigurinn á árinu. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en Stjarnan náði að komast í bílstjórasætið þegar heimamenn gerðu níu stig í röð um miðjan annan leikhluta. „Þetta var frekar jafn leikur og við vorum í vandræðum með Nimrod allan leikinn og hann gerði mjög vel. Þetta var jafn leikur og ég var ánægður með að hafa unnið.“ „Við leiddum leikinn en þetta var ekki sannfærandi. Við vorum í vandræðum með að stöðva ákveðin atriði hjá þeim gegnum gangandi allan leikinn. Það var aldrei neinn svaka kraftur sem kom hjá okkur sem er eðlilegt, það er ekki flugeldasýning í hverjum leik í körfubolta.“ Hilmar Smári Henningsson, Jase Febres og Shaquille Rombley gerðu 77 af 94 stigum liðsins en Baldur taldi það eðlilegt og var ekki að kippa sér upp við það. „Ægir skorar stundum tuttugu stig og stundum gerir Orri tuttugu stig. Þetta er eðlilegt hjá okkur.“ Félagaskiptaglugginn er opinn og Baldur vildi lítið gefa það upp hvort liðið myndi styrkja sig áður en hann lokar. „Það er eitthvað sem við erum að skoða og reyna ákveða. Það er ekki komin nein lending með það.“ „Styrking getur fyllt upp í ákveðin göt ef þú hittir á réttan mann en ef þú hittir á rangan mann getur þú eyðilagt liðið. Þetta er ákvörðun sem þarf að taka og svo verður hún annað hvort góð eða léleg,“ sagði Baldur Þór að lokum.
Stjarnan Bónus-deild karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum