Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Valur Páll Eiríksson skrifar 10. janúar 2025 22:07 Hákon var tosaður hressilega niður í teignum og fékk víti auk þess sem sá brotlegi var sendur í sturtu. Vítið klúðraðist og svekkjandi jafntefli niðurstaðan. Geert van Erven/Soccrates/Getty Images Hákon Arnar Haraldsson spilaði allan leikinn í svekkjandi markalausu jafntefli liðs hans Lille við Auxerre í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Hákon var í byrjunarliði Lille, sem er í harðri baráttu í kringum Evrópusætin í efri hluta deildarinnar, er liðið heimsótti Auxerre á Stade de l'Abbe-Deschamps í kvöld. Óhætt er að segja að leikurinn hafi ekki verið mikið fyrir augað og í raun fátt hægt að taka til í frásögn af honum. Markverðasta atvik leiksins var snemma í síðari hálfleik. Þá fékk Hákon Arnar fyrirgjöf frá hægri og var einn og óvaldaður á markteig. Paul Joly, varnarmaður Auxerre, tosaði hann viljandi niður. Hann fékk beint rautt spjald fyrir að ræna Hákon upplögðu marktækifæri með þeim hætti og vítaspyrna dæmd. Jonathan David steig á punktinn en Theo De Percin, markvörður Auxerre, varði slaka spyrnu kanadíska framherjans. Lille stýrði ferðinni manni fleiri næstu 40 mínútur en gekk bölvanlega að skapa færi gegn þéttu liði Auxerre. Steindautt markalaust jafntefli niðurstaðan sem er eflaust mikil vonbrigði fyrir Hákon og félaga. Lille er í fjórða sæti með 29 stig, tveimur frá Mónakó sem er þar fyrir ofan. Lyon og Nice eru næstu lið á eftir Lille og geta farið upp fyrir Hákon og félaga með sigrum í þeirra leikjum um helgina. Auxerre er í níunda sæti með 22 stig. Franski boltinn Fótbolti Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Sjá meira
Hákon var í byrjunarliði Lille, sem er í harðri baráttu í kringum Evrópusætin í efri hluta deildarinnar, er liðið heimsótti Auxerre á Stade de l'Abbe-Deschamps í kvöld. Óhætt er að segja að leikurinn hafi ekki verið mikið fyrir augað og í raun fátt hægt að taka til í frásögn af honum. Markverðasta atvik leiksins var snemma í síðari hálfleik. Þá fékk Hákon Arnar fyrirgjöf frá hægri og var einn og óvaldaður á markteig. Paul Joly, varnarmaður Auxerre, tosaði hann viljandi niður. Hann fékk beint rautt spjald fyrir að ræna Hákon upplögðu marktækifæri með þeim hætti og vítaspyrna dæmd. Jonathan David steig á punktinn en Theo De Percin, markvörður Auxerre, varði slaka spyrnu kanadíska framherjans. Lille stýrði ferðinni manni fleiri næstu 40 mínútur en gekk bölvanlega að skapa færi gegn þéttu liði Auxerre. Steindautt markalaust jafntefli niðurstaðan sem er eflaust mikil vonbrigði fyrir Hákon og félaga. Lille er í fjórða sæti með 29 stig, tveimur frá Mónakó sem er þar fyrir ofan. Lyon og Nice eru næstu lið á eftir Lille og geta farið upp fyrir Hákon og félaga með sigrum í þeirra leikjum um helgina. Auxerre er í níunda sæti með 22 stig.
Franski boltinn Fótbolti Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Sjá meira