Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. janúar 2025 08:46 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjar segir enn bera talsvert mikið á milli aðila kjaradeilunnar. Vísir/Vilhelm Enn er langt á milli aðila í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög hjá ríkissáttasemjara og var tekið ótímabundið hlé í viðræðunum í gær. Verkföll hefjast 1. febrúar náist ekki að semja fyrir það. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv í gærkvöldi. „Sá fundur fór þannig að ég ákvað, að höfðu samráði við aðila, í kjölfar þess fundar að ég mun ekki boða til frekari funda að svo stöddu,“ sagði Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, í viðtalinu við Rúv í gær. Það sé gerst vegna þess að viðræðurnar hafi ekki skilað tilætluðum árangri. „Við þessar aðstæður telja aðilarnir að það sé skynsamlegast að tekið verði smá hlé á viðræðunum og á næstu sólarhringum þá munu aðilarnir, hver í sínu lagi og í samráði við mig, vinna að því að kanna hvort hægt sé að finna einhvern nýjan grundvöll eða blása lífi í viðræðurnar á einhvern nýjan hátt,“ sagði hann einnig við Rúv. Viðræðurnar hefðu því siglt í strand, „að minnsta kosti í bili,“ að sögn Ástráðs. Bæri enn „talsvert mikið í milli“ Ástráður sagðist ekki geta sagt til um hvað þetta hlé í viðræðum yrði langt. „Það fer bara alveg eftir því hvernig okkur gengur að finna samtalinu einhvern nýjan grundvöll. En það er þannig að það er umsamin friðarskylda milli aðilanna sem stendur til næstu mánaðamóta og þess vegna hefði verið mjög mikilvægt að reyna að ljúka málum í þessum mánuði,“ sagði Ástráður inntur eftir því hvenær viðræður hæfust að nýju. Loks sagði hann að það bæri enn talsvert mikið í milli. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira
Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv í gærkvöldi. „Sá fundur fór þannig að ég ákvað, að höfðu samráði við aðila, í kjölfar þess fundar að ég mun ekki boða til frekari funda að svo stöddu,“ sagði Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, í viðtalinu við Rúv í gær. Það sé gerst vegna þess að viðræðurnar hafi ekki skilað tilætluðum árangri. „Við þessar aðstæður telja aðilarnir að það sé skynsamlegast að tekið verði smá hlé á viðræðunum og á næstu sólarhringum þá munu aðilarnir, hver í sínu lagi og í samráði við mig, vinna að því að kanna hvort hægt sé að finna einhvern nýjan grundvöll eða blása lífi í viðræðurnar á einhvern nýjan hátt,“ sagði hann einnig við Rúv. Viðræðurnar hefðu því siglt í strand, „að minnsta kosti í bili,“ að sögn Ástráðs. Bæri enn „talsvert mikið í milli“ Ástráður sagðist ekki geta sagt til um hvað þetta hlé í viðræðum yrði langt. „Það fer bara alveg eftir því hvernig okkur gengur að finna samtalinu einhvern nýjan grundvöll. En það er þannig að það er umsamin friðarskylda milli aðilanna sem stendur til næstu mánaðamóta og þess vegna hefði verið mjög mikilvægt að reyna að ljúka málum í þessum mánuði,“ sagði Ástráður inntur eftir því hvenær viðræður hæfust að nýju. Loks sagði hann að það bæri enn talsvert mikið í milli.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira