Staðarblöðin Bergensavisen og Bergens Tidende staðfesta að Freyr hafi samþykkt tilboðið frá Brann.
Í gær kom fram í sömu blöðum að Brann hafi boðið þessum 42 ára Íslendingi starfið.
Freyr verður kynntur fljótlega sem nýr þjálfari liðsins.
Hann er að taka við næstbesta liði Noregs og fær því mjög spennandi verkefni að halda liðinu í titilbaráttunni.
Freyr var án starfs eftir að hann var rekinn frá belgíska félaginu KV Kortrijk. Áður gerði hann frábæra hluti með danska félagið Lyngby.
Freyr tekur við starfinu af Eirik Horneland sem hætti með liðið í desember og tók við franska félaginu Saint-Étienne.