Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. janúar 2025 13:40 Félagsmenn Eflingar tóku sér stöðu fyrir utan Finnsson. Vísir/Vésteinn Forsvarsmenn stéttarfélagsins Eflingar stóðu að mótmælum við Finnsson Bistro í Kringlunni í hádeginu. Ástæðan eru tengsl staðarins við félagið Virðingu, sem Efling segir gervistéttarfélag. Lögregla var kölluð til vegna mótmælanna. „Við erum hér fyrir utan Finnsson í Kringlunni, sem er rekinn af Óskari Finnssyni og fleirum, til þess að benda fólki á, og vonandi ná athygli rekstraraðilans, að hér er verið að skrá starfsfólk í gervistéttarfélagið Virðingu, sem stofnað er af atvinnurekendum í SVEIT, til þess að hafa af fólki laun og til viðbótar við það hafa af fólki öll helstu veigamestu áunnu réttindi vinnandi fólks,“ sagði Sólveig Anna þegar hún ræddi við fréttamann í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Efling hafi heimildi fyrir því að starsfólk á staðnum hafi verið skráð í Virðingu, sem Efling vill ekki una við. „Við vonum að þessi aðgerð okkar verði til þess að hann láti af þessari ömurlegu, siðlausu og glæpsamlegu hegðun skrái starfsmanninn aftur í Eflingu, þar sem sú manneskja á sannarlega að vera. Og að allir sem verða vitni að þessu og sjá þessa frétt standi með Eflingu í baráttunni gegn þessari svívirðilegu hegðun.“ Halda uppteknum hætti verði ekki hlustað Ef ekki verði gengið að kröfum Eflingar muni aðgerðir líkt og sú sem hér er til umfjöllunar halda áfram. „Þetta er það sem við getum gert. Við erum búin að reyna að ná til hans og sem betur fer er það svo að langflestir atvinnurekendur í veitingabransanum sem við höfum haft samband við hafa orðið við okkar kröfu. Hann ásamt örfáum öðrum standa eftir, og þetta er það sem við munum gera þangað til hann hlustar á það sem við höfum að segja og hættir þessari ömurlegu hegðun sinni,“ sagði Sólveig Anna rétt áður en mótmælin hófust. Eftir að hafa rætt við fréttastofu hélt Sólveig Anna áfram að rekja málið og afstöðu Eflingar ítrekað í gjallarhorn fyrir utan staðinn, gestum til nokkurrar furðu og öryggisverði í Kringlunni til lítillar gleði. Fór svo að lögregla var kölluð til, sem ræddi við rekstraraðila Finnsson og fulltrúa Eflingar. Skömmu síðar lauk mótmælunum og þeir um 20 félagsmenn Eflingar, íklæddir gulum vestum, hurfu á braut. Forsvarsmenn Finnsson vildu ekki tjá sig um mótmælin eða ásakanir Eflingar þegar fréttastofa leitaði eftir því. Harma og fordæma mótmælin SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, sem hafa staðið í deilum við Eflingu vegna Virðingar, sendu frá sér tilkynningu vegna mótmælanna eftir að þau voru yfirstaðin. Þar segir að kalla hafi þurft til lögreglu þar sem fulltrúar Eflingar hafi truflað ró gesta og starfsemi staðarins. Framkoma Eflingar er í senn hörmuð og fordæmd í tilkynningunni. Lögreglumenn og öryggisvörður standa álengdar á meðan Sólveig Anna ræðir við Ríkissjónvarpið að mótmælafundi loknum.Vísir/Vésteinn „Aðgerðir Eflingar eru augljós lögbrot og miða að því að koma rekstri veitingastaða í þrot og svipta fjölda fólks lífsviðurværi sínu á grundvelli geðþóttaákvörðunar forsvarsmanna verkalýðsfélagsins. Við það verður ekki unað.“ „Áróður og árásir“ SVEIT hafi unnið að því að renna styrkari stoðum undir veitingarekstur á Íslandi í fjölda ára, og að miklir erfiðleikar hafi steðjað að greininni. Kjarasamningur við Virðingu hafi verið gerður eftir að Efling hafnaði kjaraviðræðum við samtökin. Samningurinn taki mið af eðli veitingareksturs, og tryggi starfsfólki veitingastaða hærri dagvinnulaun og bætt kjör, samanborið við önnur Norðurlönd. „Efling hefur gríðarlega hagsmuni af málinu en þúsundir starfsmanna greiða í sjóði Eflingar milljarð á ári og stéttarfélagið á því mikið undir að reyna að eyðileggja samningana með áróðri og árásum til að halda í þá fjármuni. Við hvetjum Eflingu til að láta af slíkum aðgerðum tafarlaust, enda valda slíkar aðgerðir miklum skaða fyrir greinina í heild, bæði starfsfólk og rekstraraðila, og fara frekar eftir viðurkenndum leiðum og fá dómstóla til að skera úr um gildi samningsins,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að SVEIT muni kanna réttarstöðu sína í framhaldi af „árásum forsvarsmanna Eflingar á starfsemi félagsmanna.“ Kjaramál Lögreglumál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Kringlan Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
„Við erum hér fyrir utan Finnsson í Kringlunni, sem er rekinn af Óskari Finnssyni og fleirum, til þess að benda fólki á, og vonandi ná athygli rekstraraðilans, að hér er verið að skrá starfsfólk í gervistéttarfélagið Virðingu, sem stofnað er af atvinnurekendum í SVEIT, til þess að hafa af fólki laun og til viðbótar við það hafa af fólki öll helstu veigamestu áunnu réttindi vinnandi fólks,“ sagði Sólveig Anna þegar hún ræddi við fréttamann í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Efling hafi heimildi fyrir því að starsfólk á staðnum hafi verið skráð í Virðingu, sem Efling vill ekki una við. „Við vonum að þessi aðgerð okkar verði til þess að hann láti af þessari ömurlegu, siðlausu og glæpsamlegu hegðun skrái starfsmanninn aftur í Eflingu, þar sem sú manneskja á sannarlega að vera. Og að allir sem verða vitni að þessu og sjá þessa frétt standi með Eflingu í baráttunni gegn þessari svívirðilegu hegðun.“ Halda uppteknum hætti verði ekki hlustað Ef ekki verði gengið að kröfum Eflingar muni aðgerðir líkt og sú sem hér er til umfjöllunar halda áfram. „Þetta er það sem við getum gert. Við erum búin að reyna að ná til hans og sem betur fer er það svo að langflestir atvinnurekendur í veitingabransanum sem við höfum haft samband við hafa orðið við okkar kröfu. Hann ásamt örfáum öðrum standa eftir, og þetta er það sem við munum gera þangað til hann hlustar á það sem við höfum að segja og hættir þessari ömurlegu hegðun sinni,“ sagði Sólveig Anna rétt áður en mótmælin hófust. Eftir að hafa rætt við fréttastofu hélt Sólveig Anna áfram að rekja málið og afstöðu Eflingar ítrekað í gjallarhorn fyrir utan staðinn, gestum til nokkurrar furðu og öryggisverði í Kringlunni til lítillar gleði. Fór svo að lögregla var kölluð til, sem ræddi við rekstraraðila Finnsson og fulltrúa Eflingar. Skömmu síðar lauk mótmælunum og þeir um 20 félagsmenn Eflingar, íklæddir gulum vestum, hurfu á braut. Forsvarsmenn Finnsson vildu ekki tjá sig um mótmælin eða ásakanir Eflingar þegar fréttastofa leitaði eftir því. Harma og fordæma mótmælin SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, sem hafa staðið í deilum við Eflingu vegna Virðingar, sendu frá sér tilkynningu vegna mótmælanna eftir að þau voru yfirstaðin. Þar segir að kalla hafi þurft til lögreglu þar sem fulltrúar Eflingar hafi truflað ró gesta og starfsemi staðarins. Framkoma Eflingar er í senn hörmuð og fordæmd í tilkynningunni. Lögreglumenn og öryggisvörður standa álengdar á meðan Sólveig Anna ræðir við Ríkissjónvarpið að mótmælafundi loknum.Vísir/Vésteinn „Aðgerðir Eflingar eru augljós lögbrot og miða að því að koma rekstri veitingastaða í þrot og svipta fjölda fólks lífsviðurværi sínu á grundvelli geðþóttaákvörðunar forsvarsmanna verkalýðsfélagsins. Við það verður ekki unað.“ „Áróður og árásir“ SVEIT hafi unnið að því að renna styrkari stoðum undir veitingarekstur á Íslandi í fjölda ára, og að miklir erfiðleikar hafi steðjað að greininni. Kjarasamningur við Virðingu hafi verið gerður eftir að Efling hafnaði kjaraviðræðum við samtökin. Samningurinn taki mið af eðli veitingareksturs, og tryggi starfsfólki veitingastaða hærri dagvinnulaun og bætt kjör, samanborið við önnur Norðurlönd. „Efling hefur gríðarlega hagsmuni af málinu en þúsundir starfsmanna greiða í sjóði Eflingar milljarð á ári og stéttarfélagið á því mikið undir að reyna að eyðileggja samningana með áróðri og árásum til að halda í þá fjármuni. Við hvetjum Eflingu til að láta af slíkum aðgerðum tafarlaust, enda valda slíkar aðgerðir miklum skaða fyrir greinina í heild, bæði starfsfólk og rekstraraðila, og fara frekar eftir viðurkenndum leiðum og fá dómstóla til að skera úr um gildi samningsins,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að SVEIT muni kanna réttarstöðu sína í framhaldi af „árásum forsvarsmanna Eflingar á starfsemi félagsmanna.“
Kjaramál Lögreglumál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Kringlan Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent