Sport

Dag­skráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úr­slita­keppni NFL-heldur á­fram

Smári Jökull Jónsson skrifar
Arsenal og Manchester United mætast í enska FA-bikarnum í knattspyrnu í dag.
Arsenal og Manchester United mætast í enska FA-bikarnum í knattspyrnu í dag. Vísir/Getty

Dagskráin á íþróttarásum Stöðvar 2 er fjölbreytt í dag þar sem meðal annars verður hægt að fylgjast með körfubolta, knattspyrnu, amerískum fótbolta og íshokkí.

Stöð 2 Sport

Þriðji þátturinn í heimildaþáttaröðinni Grindavík verður á dagskrá klukkan 20:00. Þar er fylgst með raunum körfuboltaliðs Grindavíkur á síðastliðnu tímabili þegar rýma þurfti heimabæ liðsins.

Stöð 2 Sport 2

Úrslitakeppni NFL er komin af stað og en Wild Card-helgin heldur áfram í kvöld. Klukkan 18:00 verður sýnt beint frá leik Buffalo Bills og Denver Broncos og klukkan 21:30 hefst útsending frá viðureign Philadelphia Eagles og Green Bay Packers. 

Veislunni lýkur síðan með viðureign Tampa Bay Buccaneers og Washington Commandors en útsending frá þeim leik hefst klukkan 01:20 eftir miðnætti.

Stöð 2 Sport 3

Bandarískar íþróttir verða í brennidepli í dag en klukkan 20:00 verður leikur Dallas Mavericks og Denver Nuggets í NBA-deildinni sýndur.

Vodafone Sport

FA-bikarinn í knattspyrnu er í fullum gangi þessa dagana og verða tveir leikir sýndir beint í dag. Fyrst er það leikur Tamworth og Tottenham klukkan 12:25 og klukkan 14:50 er komið að risaleik Arsenal og Manchester United í Lundúnum.

Klukkan 20:05 verður síðan leikur Detroit Red Wings og Seattle Kraken í NHL-deildinni sýndur beint.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×