Slökkviliðið í Los Angeles hefur fyrirskipað tæplega 150 þúsund manns að rýma heimili sín vegna gróðurelda. Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi.
Við ræðum við dómsmálaráðherra sem ætlar að klára vinnu sem forveri hennar byrjaði við að beita sér fyrir að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem brjóta alvarlega af sér hér á landi.
Við verðum í beinni útsendingu frá tónlistarhátíðinni XJazz, sem fer fram í Reykjavík í fyrsta sinn síðan 2016.