Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Smári Jökull Jónsson skrifar 11. janúar 2025 21:02 Kyle Walker vill burt frá Manchester. Vísir/Getty Kyle Walker var ekki í leikmannahópi Manchester City í dag þegar City valtaði yfir lið Salford í bikarnum. Eftir leik staðfesti knattspyrnustjórinn Pep Guardiola að Walker hefði óskað eftir að yfirgefa félagið. Kyle Walker er fyrirliði Manchester City en hann kom til félagsins frá Tottenham árið 2017 og verið hluti af sigurliði Pep Guardiola síðustu árin. Walker var ekki í leikmannahópi City þegar liðið vann 8-0 sigur á Salford í enska bikarnum í dag og eftir leik var knattspyrnustjórinn Pep Guardiola spurður út í fjarveru Walker og staðfesti þá að Walker hefði óskað eftir því að fá að yfirgefa félagið. „Þetta er ekki auðvelt fyrir mig en Kyle er ekki hérna því fyrir tveimur dögum óskaði hann eftir því að fá að yfirgefa City og spila erlendis. Hann spurði um það sama eftir þrennuna, þegar Bayern vildi fá hann, en tilboðið þá var ekki nógu gott.“ „Af þeirri ástæðu vill ég frekar spila leikmönnum sem eru með hugann hérna. Kyle fór til Txiki Begiristain [Yfirmaður knattspyrnumála Manchester City]. Kannski hef ég rangt fyrir mér en ég er nokkuð viss um að þú ættir ekki að halda neinum sem vill ekki vera hérna,“ sagði Guardiola í viðtali eftir leikinn. „Han vill skoða það að spila í öðru landi á síðustu árum ferilsins, af ýmsum ástæðum.“ Unnið sautján stóra titla Mikið hefur gengið á í einkalífinu hjá Walker að undanförnu en á síðasta ári skildi hann við eiginkonu sína eftir að upp komst að önnur kona hefði eignast tvö börn með Walker á meðan hjónabandi hans stóð. Félagaskiptaglugginn í Englandi er opinn og líklegt að ósk Walker sé sett fram til að auka líkurnar á að félagaskiptin gangi í gegn sem fyrst. Guardiola segir ekki hægt að tala um velgengni City síðustu árin án þess að nefna Kyle Walker sem unnið hefur sautján stóra titla á ferli sínum með félaginu. „Að vera með hægri bakvörðin eins og hann gaf okkur eitthvað sem við vorum ekki með og hann hefur verið ótrúlegur. En hann sagði, að af fullum huga og hjarta langaði hann að skoða aðra möguleika.“ Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira
Kyle Walker er fyrirliði Manchester City en hann kom til félagsins frá Tottenham árið 2017 og verið hluti af sigurliði Pep Guardiola síðustu árin. Walker var ekki í leikmannahópi City þegar liðið vann 8-0 sigur á Salford í enska bikarnum í dag og eftir leik var knattspyrnustjórinn Pep Guardiola spurður út í fjarveru Walker og staðfesti þá að Walker hefði óskað eftir því að fá að yfirgefa félagið. „Þetta er ekki auðvelt fyrir mig en Kyle er ekki hérna því fyrir tveimur dögum óskaði hann eftir því að fá að yfirgefa City og spila erlendis. Hann spurði um það sama eftir þrennuna, þegar Bayern vildi fá hann, en tilboðið þá var ekki nógu gott.“ „Af þeirri ástæðu vill ég frekar spila leikmönnum sem eru með hugann hérna. Kyle fór til Txiki Begiristain [Yfirmaður knattspyrnumála Manchester City]. Kannski hef ég rangt fyrir mér en ég er nokkuð viss um að þú ættir ekki að halda neinum sem vill ekki vera hérna,“ sagði Guardiola í viðtali eftir leikinn. „Han vill skoða það að spila í öðru landi á síðustu árum ferilsins, af ýmsum ástæðum.“ Unnið sautján stóra titla Mikið hefur gengið á í einkalífinu hjá Walker að undanförnu en á síðasta ári skildi hann við eiginkonu sína eftir að upp komst að önnur kona hefði eignast tvö börn með Walker á meðan hjónabandi hans stóð. Félagaskiptaglugginn í Englandi er opinn og líklegt að ósk Walker sé sett fram til að auka líkurnar á að félagaskiptin gangi í gegn sem fyrst. Guardiola segir ekki hægt að tala um velgengni City síðustu árin án þess að nefna Kyle Walker sem unnið hefur sautján stóra titla á ferli sínum með félaginu. „Að vera með hægri bakvörðin eins og hann gaf okkur eitthvað sem við vorum ekki með og hann hefur verið ótrúlegur. En hann sagði, að af fullum huga og hjarta langaði hann að skoða aðra möguleika.“
Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira