Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2025 10:01 Derrick Henry og Lamar Jackson voru frábærir með Baltimore Ravens í deildarkeppninni og ætlar greinilega að vera það líka í úrslitakeppninni. Getty/Alex Slitz Houston Texans og Baltimore Ravens fögnuðu sigri í tveimur fyrstu leikjunum í úrslitakeppni NFL deildarinnar í nótt. Houston Texans vann 32-12 sigur á Los Angeles Chargers en Baltimore Ravens vann 28-14 sigur á Pittsburgh Steelers. Ravens liðið hafði oft staðið sig vel í deildarkeppninni en jafnan lent á vegg í úrslitakeppninni. Það var ekkert slíkt á dagskrá í nótt enda liðið nú með hlauparann öfluga Derrick Henry innanborðs. Liðið komst í 21-0 og leit ekki til baka eftir það. Henry átti frábæran dag og skoraði tvö snertimörk í leiknum. Hann hljóp alls 186 jarda með boltann þar af 44 í einum rykk þegar hann skoraði seinna snertimarkið sitt. Lamar Jackson, leikstjórnandi Baltimore Ravens, sem margir telja að verði kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar, átti einnig góðan leik og gaf tvær snertimarkssendingar. Hann hrósaði Henry sérstaklega eftir leikinn. „Þetta var eins og í kvikmynd. Þið hafið séð myndina Cars. Ég horfði á hana þegar ég var lítill. Þegar Lightning McQueen var á fullri ferð og flaug á milli allra hinna bílanna. Þannig leit Derrick út í dag. Þetta var bara eins og í bíómynd,“ sagði Lamar Jackson. Það eru einmitt þeir tveir sem fá marga til að trúa því að þetta sé loksins árið þar sem Lamar Jackson komist alla leið í úrslitakeppninni og losi sig við stimpilinn að vera frábær í deildarkeppni en klikka síðan alltaf í úrslitakeppni. Joe Mixon fagnar snertimarki sínu fyrir Houston Texans liðið í sigrinum á Los Angeles Chargers.Getty/Brandon Sloter Vörnin hjá Houston Texans átti mestan þátt í sigrinum á Los Angeles Chargers. Varamenn Houston komust fjórum sinnum inn í sendingar frá leikstjórnandanum Justin Herbert. Herbert hafði aðeins kastað boltanum samanlagt þrisvar sinnum frá sér í öllum sautján leikjum deildarkeppninnar en henti honum fjórum sinnum frá sér í nótt. Hann baðist líka afsökunar eftir leikinn og tók ábyrgðina á tapinu. „Ég brást liðinu. Þú getur ekki tapað boltanum svona oft og búist við því að vinna. Ég verð bara að vera betri,“ sagði Herbert niðurbrotinn eftir leikinn. Chargers komst í 6-0 í leiknum eftir tvö vallarmörk en á meðan sóknarleikur liðsins gekk illa allan leikinn þá komust Texans menn í gang með snertimarki frá útherjanum Nico Collins. Houston vörnin skoraði tvisvar sinnum eftir að hafa unnið boltann af Charges og eftir að þeir komust í 20-6 eftir slíkt snertimark var orðið ljóst að þetta væri ekki dagurinn hans Herberts. Úrslitakeppnin heldur áfram með þremur leikjum í dag og þeir eru allir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Klukkan 18.00 hefst leikur Buffalo Bills og Denver Broncos, klukkan 21.30 hefst leikur Philadelphia Eagles og Green Bay Packers og klukkan 01.00 i nótt hefst leikur Tampa Bay Buccaneers og Washington Commanders. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) NFL Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira
Houston Texans vann 32-12 sigur á Los Angeles Chargers en Baltimore Ravens vann 28-14 sigur á Pittsburgh Steelers. Ravens liðið hafði oft staðið sig vel í deildarkeppninni en jafnan lent á vegg í úrslitakeppninni. Það var ekkert slíkt á dagskrá í nótt enda liðið nú með hlauparann öfluga Derrick Henry innanborðs. Liðið komst í 21-0 og leit ekki til baka eftir það. Henry átti frábæran dag og skoraði tvö snertimörk í leiknum. Hann hljóp alls 186 jarda með boltann þar af 44 í einum rykk þegar hann skoraði seinna snertimarkið sitt. Lamar Jackson, leikstjórnandi Baltimore Ravens, sem margir telja að verði kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar, átti einnig góðan leik og gaf tvær snertimarkssendingar. Hann hrósaði Henry sérstaklega eftir leikinn. „Þetta var eins og í kvikmynd. Þið hafið séð myndina Cars. Ég horfði á hana þegar ég var lítill. Þegar Lightning McQueen var á fullri ferð og flaug á milli allra hinna bílanna. Þannig leit Derrick út í dag. Þetta var bara eins og í bíómynd,“ sagði Lamar Jackson. Það eru einmitt þeir tveir sem fá marga til að trúa því að þetta sé loksins árið þar sem Lamar Jackson komist alla leið í úrslitakeppninni og losi sig við stimpilinn að vera frábær í deildarkeppni en klikka síðan alltaf í úrslitakeppni. Joe Mixon fagnar snertimarki sínu fyrir Houston Texans liðið í sigrinum á Los Angeles Chargers.Getty/Brandon Sloter Vörnin hjá Houston Texans átti mestan þátt í sigrinum á Los Angeles Chargers. Varamenn Houston komust fjórum sinnum inn í sendingar frá leikstjórnandanum Justin Herbert. Herbert hafði aðeins kastað boltanum samanlagt þrisvar sinnum frá sér í öllum sautján leikjum deildarkeppninnar en henti honum fjórum sinnum frá sér í nótt. Hann baðist líka afsökunar eftir leikinn og tók ábyrgðina á tapinu. „Ég brást liðinu. Þú getur ekki tapað boltanum svona oft og búist við því að vinna. Ég verð bara að vera betri,“ sagði Herbert niðurbrotinn eftir leikinn. Chargers komst í 6-0 í leiknum eftir tvö vallarmörk en á meðan sóknarleikur liðsins gekk illa allan leikinn þá komust Texans menn í gang með snertimarki frá útherjanum Nico Collins. Houston vörnin skoraði tvisvar sinnum eftir að hafa unnið boltann af Charges og eftir að þeir komust í 20-6 eftir slíkt snertimark var orðið ljóst að þetta væri ekki dagurinn hans Herberts. Úrslitakeppnin heldur áfram með þremur leikjum í dag og þeir eru allir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Klukkan 18.00 hefst leikur Buffalo Bills og Denver Broncos, klukkan 21.30 hefst leikur Philadelphia Eagles og Green Bay Packers og klukkan 01.00 i nótt hefst leikur Tampa Bay Buccaneers og Washington Commanders. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
NFL Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira