„Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. janúar 2025 19:55 Freyr Alexandersson er mættur til Bergen og mun skrifa undir samning við Brann innan skamms. Vísir/Getty Freyr Alexandersson lenti í Bergen í Noregi nú undir kvöld og verður innan skamms staðfestur sem nýr þjálfari Brann. Greint var frá því fyrir helgi að Freyr hefði fengið samningstilboð frá norska félaginu og í gær var svo gott sem klappað og klárt að hann myndi taka við sem knattspyrnustjóri liðsins. Freyr lenti síðan nú undir kvöld í Bergen og var töluvert fjölmiðlafár á flugvellinum þegar hann mætti á svæðið. „Þetta er aðeins of mikið,“ sagði Freyr hinn hressasti á flugvellinum, hundeltur af blaðamönnum. Freyr svaraði norsku blaðamönnunum á dönsku enda var hann stjóri Lyngby í Danmörku í nokkur tímabil. „Nú er ég með fimm hljóðnema í andlitinu og ég hef aldrei lent í slíku áður, vonandi verður þetta ekki svona á hverjum degi,“ sagði Freyr í samtali við Bergen Avisen. Norskir fjölmiðlamenn höfðu haft mikið fyrir því að leita að Frey fyrir helgi en gripu í tómt þar til í kvöld. „Það er gott að vera loksins kominn hingað og að þurfa ekki að fela sig lengur. Ég lofa að við munum ræða saman á morgun.“ Ennfremur sagði Freyr að viðræður hans og Brann hefðu staðið yfir síðan um miðjan desember. Ekki er búið að skrifa undir samninginn en í frétt Bergens Avisen er haft eftir íþróttastjóra Brann að búið sé að ganga frá flestum atriðum en samningurinn sé ekki í höfn fyrr en búið sé að skrifa undir. Norskir blaðamenn spurðu Frey fjölmargra spurninga á flugvellinum og svaraði Freyr nokkrum þeirra en sagði jafnframt að hann myndi segja meira á væntanlegaum blaðamannafundi. „Ég ætla að sýna stuðningsmönnunum að ég er rétti maðurinn,“ sagði Freyr að endingu við norska blaðamenn áður en hann þaut á braut. Brann hefur lent í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar síðustu tvö ár og hefur unnið norska meistaratitilinn þrívegis, síðast árið 2007. Stuðningsmenn liðsins eru þekktir fyrir mikla ástríðu og ekki ólíklegt að pressan á Frey verði ansi mikil þegar tímabilið hefst síðar í vor. Norski boltinn Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Sjá meira
Greint var frá því fyrir helgi að Freyr hefði fengið samningstilboð frá norska félaginu og í gær var svo gott sem klappað og klárt að hann myndi taka við sem knattspyrnustjóri liðsins. Freyr lenti síðan nú undir kvöld í Bergen og var töluvert fjölmiðlafár á flugvellinum þegar hann mætti á svæðið. „Þetta er aðeins of mikið,“ sagði Freyr hinn hressasti á flugvellinum, hundeltur af blaðamönnum. Freyr svaraði norsku blaðamönnunum á dönsku enda var hann stjóri Lyngby í Danmörku í nokkur tímabil. „Nú er ég með fimm hljóðnema í andlitinu og ég hef aldrei lent í slíku áður, vonandi verður þetta ekki svona á hverjum degi,“ sagði Freyr í samtali við Bergen Avisen. Norskir fjölmiðlamenn höfðu haft mikið fyrir því að leita að Frey fyrir helgi en gripu í tómt þar til í kvöld. „Það er gott að vera loksins kominn hingað og að þurfa ekki að fela sig lengur. Ég lofa að við munum ræða saman á morgun.“ Ennfremur sagði Freyr að viðræður hans og Brann hefðu staðið yfir síðan um miðjan desember. Ekki er búið að skrifa undir samninginn en í frétt Bergens Avisen er haft eftir íþróttastjóra Brann að búið sé að ganga frá flestum atriðum en samningurinn sé ekki í höfn fyrr en búið sé að skrifa undir. Norskir blaðamenn spurðu Frey fjölmargra spurninga á flugvellinum og svaraði Freyr nokkrum þeirra en sagði jafnframt að hann myndi segja meira á væntanlegaum blaðamannafundi. „Ég ætla að sýna stuðningsmönnunum að ég er rétti maðurinn,“ sagði Freyr að endingu við norska blaðamenn áður en hann þaut á braut. Brann hefur lent í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar síðustu tvö ár og hefur unnið norska meistaratitilinn þrívegis, síðast árið 2007. Stuðningsmenn liðsins eru þekktir fyrir mikla ástríðu og ekki ólíklegt að pressan á Frey verði ansi mikil þegar tímabilið hefst síðar í vor.
Norski boltinn Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti
Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti